fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Trendport: Leynivopn Íslendinga gegn fatasóun

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. júní 2019 17:00

Þórunn Elva Þorsgeirsdóttir og Ásta María Gunnarsdóttir. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert lát á gríðarlegum vinsældum Trendports, en um er að ræða nýjan og glæsilegan fatamarkað í formi básaleigu. Þann 2. maí síðastliðinn opnuðu þær Þórunn Elva Þorsgeirsdóttir og Ásta María Gunnarsdóttir Trendport og verður fatamarkaðurinn því tveggja mánaða núna í júlí.

Mynd: Eyþór Árnason

Ætla aldrei að versla annars staðar

Trendport fatamarkaðurinn hefur gengið gríðarlegavel. „Þetta fór alveg langt fram úr okkar björtustu vonum og kom okkur ótrúlega á óvart í fyrstu hversu vinsælt þetta hefur verið. Eftir að hafa staðið vaktina í tæpa tvo mánuði núna erum við ekkert hissa á því lengur þegar maður sér hversu ótrúlega meðvitaðir Íslendingar eru orðnir yfir umhverfismálum, sóun og endurnýtingu. Það er því mjög gaman að taka þátt í þessu ferli með þeim og að endurnýta hluti og fatnað sem er lítið sem ekkert eða alveg ónotaðaður og sporna við fatasóun í leiðinni. Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera, en sumir ganga svo langt að segjast ætla aldrei að versla annars staðar aftur því hér sé allt að finna á einum stað,“ segir Þórunn.

Mynd: Eyþór Árnason

Það hefur verið stöðugur straumur um verslunina síðan hún opnaði í maí síðastliðinn. „Við héldum fyrst að góða veðrið og sumarið myndi koma í veg fyrir að fólk nennti að kíkja inn í búð til okkar, en það virðist engu skipta því hér er alltaf nóg af fólki og mikið rennirí í öllum veðrum. Við erum ekkert smá ánægðar með það. Enda er nóg til af sumarfötum innan um allt hitt.“

Mynd: Eyþór Árnason

En hvers vegna er Trendport svona vinsælt?

„Það sem heillaði okkur var hugmyndin um að endurnýta. Það er nóg til af fatabúðum með ný föt. Og með aukinni verslun landans við netverslanir erlendis, þar sem fólk kaupir föt sem það getur ekki mátað og þarf í raun að giska á stærðirnar, þá stuðlar það að enn frekari fatasóun en hefur verið undanfarið. Hjá okkur er allavega hægt að koma þessum fötum áfram til eiganda sem getur notað flíkurnar og fá smá pening fyrir í leiðinni. Hér er hægt að selja af sér það sem maður notar ekki en týmir ekki endilega að henda eða gefa.“

Mynd: Eyþór Árnason

Góðgerðabásinn

Ef seljandi vill ekki sækja þær flíkur sem seldust ekki á meðan básaleigu stóð, þá er hægt að gefa fötin áfram á góðgerðarbásinn hjá Trendporti, en þar er allt selt á 500 krónur. „Allur ágóði af honum fer til einhvers málefnis sem við veljum hvern mánuð. Í síðasta mánuði söfnuðust 196.000 kr. fyrir Fanneyju Eiríksdóttur og fjölskyldu. Þennan mánuð erum við að styrkja Bjarka Sigvaldsson og fjölskyldu, en hann greindist með ristilkrabbamein fyrir um 7 árum síðan.“

Mynd: Eyþór Árnason

En hvernig virkar þetta?

Trendport er eins einfalt og hugsast getur fyrir bæði viðskiptavini og þá sem vilja selja notaðar flíkur. „Þú leigir hjá okkur bás í eina til fjórar vikur og það skemmtilega er að þú þarft ekki að standa vaktina sjálfur eins og hefur þekkst áður á Íslandi. Þú leigir hjá okkur bás, skráir fötin sem þú vilt selja inn á innri vefinn okkar ásamt því að ákveða verðin þín sjálf/ur. Eftir það færðu afhent strikamerki sem þú festir við hverja flík og hengir upp á básinn hjá okkur, en innifalið í básaleigunni eru herðatré, stærðarmerkingar og þjófavarnir. Svo getur þú farið heim og fylgst með sölunni heima á innra kerfinu hjá okkur. Við stöndum í raun vaktina fyrir þig og seljum vörurnar fyrir þig og tökum 15% þóknun af heildarsölu.“
Nánari upplýsingar má finna inni á vefsíðunni.

Sumartilboð

Þess má geta að nú er sumartilboð á básum út 3. júlí. Þá er gefinn 35% afsláttur af básaleigu. Virkjaðu afsláttinn með því að bóka í gegnum þennan hlekk.

Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Eyþór Árnason

Mynd: Eyþór ÁrnasonNánari upplýsingar má finna á Trendport.ishttps://www.trendport.is/

Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur.

Vefpóstur: trendport@trendport.is

Sími: 571-8465

Facebook: Trendport Ísland

Instagram: Trendportisland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum