fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 16:00

Morgulgönguhrólfar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl ætlar Ferðafélag Íslands að blása til umhverfisviku dagana 25. apríl–2. maí. Markmið umhverfisvikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál, stuðla að bættri umgengni við náttúru Íslands og hvetja félaga til að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti. „Við ætlum til að mynda að láta til okkar taka á Stóra plokkdeginum 28. apríl, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og í deildunum okkar um allt land,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá FÍ. Að auki verður fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum í boði í umhverfisvikunni sem má sjá á dagskránni hér.

„Frítt verður í alla viðburði umhverfisvikunnar, bæði fyrir félaga og aðra áhugasama. Við ætlum þá að ganga umhverfis Helgafell og Úlfarsfell en einnig kringum Elliðavatn og umhverfis Elliðaárdal. Í hverri göngu verða sérfræðingar með í för sem fræða þátttakendur um ýmsa þætti umhverfismála en hver ganga hefur ákveðið þema. Þetta er táknrænn gjörningur sem vísar í umhverfið en minnir okkur jafnframt á mikilvægi þess að skoða hlutina frá sem flestum hliðum, og einblína ekki bara á toppinn. Vonin er að allir fari heim með aukna vitund um eigin umhverfisspor, rjóða vanga og bros á vör.“

Páskaferð á Snæfellsjökul

FÍ verður með skemmtilega og krefjandi göngu um páskana. Ætlunin er að ganga á Snæfellsjökul og farið verður upp á tvo af hundrað hæstu tindum landsins. Áætlað er að farið verði 18. apríl, en ef veður aftrar för eru föstudagurinn langi og laugardagurinn til vara.

Snæfellsjökull.

Nýtt!

Ferðafélag Íslands er með nýtt verkefni sem nefnist Útideildin. Deildin er ætluð þeim sem eru í meðalgóðu gönguformi, vilja hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins, apríl–október.

 

Ert þú morgunhani?

Fjallganga í upphafi dags. FÍ býður upp á stórskemmtilegar gönguferðir í morgunsárið 6.–10. maí. Göngurnar eru fríar og byrja klukkan sex á morgnana. Sjá nánar um morgungönguviku á fi.is.

Ekki fara í hundana!

FÍ er með skemmtilegar 1½–2 klukkustunda gönguferðir fyrir hundaeigendur. Göngurnar byrja klukkan 18.00 og eru þátttakendur beðnir um að mæta vel búnir með hundana í ól. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

 

Allar upplýsingar um gönguferðir, námskeið og verkefni fást á heimasíðu Ferðafélags Íslands fi.is

Félagið er staðsett að Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
Opnunartími er frá 10–17 alla virka daga.
Sími: 568-2533
Tölvupóstfang: fi@fi.is
Fylgstu með á Facebook: Ferðafélag Íslands og Instagram: Ferðafélag Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum