fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

GUM tannvörur: Mikilvægi góðrar munnheilsu heilsunnar vegna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 11:15

Katrín Jakobsdóttir, sölufulltrúi hjá Artasan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vissir þú að meltingin hefst í munninum? Góð munnheilsa er okkur mjög mikilvæg en rannsóknir hafa sýnt að bein tengsl geta verið á milli slæmrar munnheilsu og ýmissa sjúkdóma. Þetta eru sjúkdómar eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar og svo meltingartruflanir sem geta valdið ýmiskonar ónotum og verri næringarupptöku.

Slæm munnhirða getur leitt til tannholdsvandamála

Ef munnhirðan er ekki góð eykur það líkurnar á að slæmar bakteríur myndist og getur það leitt til ýmissa tannholdsvandamála. Bakteríur geta valdið bólgum og blæðingum í tannholdi sem til lengri tíma getur valdið því að tennur losna. Ef skán leggst á tennurnar og fær að safnast upp, myndast frekar tannsteinn sem ýtir tannholdinu frá tönnunum og býr til greiða leið fyrir bakteríur út í blóðrásina.

Til að viðhalda góðri munnheilsu þarf að bursta tennurnar tvisvar á dag, hreinsa burt restar milli tannanna og passa uppá að tungan sé hrein.

Mikilvægt er að huga að því að nota góðar tannvörur og er úrvalið á markaðnum mikið og stundum erfitt að velja.

GUM tannvörur erta ekki tannholdið

GUM tannvörurnar eru sérhannaðar til að hreinsa sem best tennur, tannhold og munnhol. Allir tannburstarnir frá GUM eru mjúkir, erta ekki tannholdið en hreinsa vel.  Margir burstarnir eru með mislöng hár og bursta lengri hárin niður fyrir tannholdið án þess að erta það en hreinsa vel bakteríur.

Artasan GUM
Tannburstar frá GUM sem henta öllum.

 

Einnig bíður GUM upp á Soft Picks millitanna bursta sem fullkomna burstunina, þar sem þeir losa matarrestar sem geta legið á milli tanna. Þeir eru með gúmmíhárum og særa því ekki tannholdið heldur hreinsa og veita tannholdinu létt nudd og örva þannig blóðstreymið.

Artasan GUM
Margar gerðir af millitannaburstum.

Travler millitanna burstarnir innihalda einnig klórhexidin sem tryggir hreinlætið, gerir þá margnota og eru þeir til í mörgum grófleikum allt eftir bili á milli tanna hvers og eins.

Tannkrems – og munnskolslínurnar eru einnig margar og eru svar við ýmsum þörfum. Paroex er fyrir bólgum í tannholdi og munnangri, SensiVital línan er fyrir viðkvæmar tennur og tannkul, Original White línan er hvíttunarlína án bleikiefna, HaliControl línan er fyrir andremmu, Hydral línan fyrir munnþurrki, ActiVital lína inniheldur náttúrleg innihaldsefni, Ortho línan fyrir þá sem eru með spangir og AftaClear línan er svo fyrir sárum í munni.

Artasan GUM

GUM tannþræðirnir eru líka til í mörgum gerðum; fyrir þröngt bil, fyrir krónur, innplant, spangir og fleira.

Artasan GUM
Hvað sem þú gerir. Ekki sleppa tannþræðinum!

Hugsaðu um heilsuna – veldu GUM!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn