fbpx
Sunnudagur 26.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Ingvasynir: Flytja hvað sem er hvert á land sem er

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 2. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega ári fóru þeir bræður Þórir Már og Ármann Ingi Ingvasynir í rekstur á flutningafyrirtækinu Ingvasynir. „Við byrjuðum í raun bara á tveimur jafnsterkum, en svo vatt þetta fljótt upp á sig. Næst fjárfestum við í vörubíl og svo „pickup“. Við höfum aldrei farið fram úr okkur enda erum við varkárir í eðli okkar. En á rúmu ári höfum við stækkað ótrúlega mikið vegna þess að menn hafa hent reiður á hvað við erum traustir og snöggir að leysa verkefni,“ segir Þórir.

Ingvasynir

Flytja allt milli himins og jarðar

Ingvasynir eru þekktir fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð og gefa fast verð í alla flutninga. Þeir taka að sér hvers kyns flutninga, hvort heldur er á bílum eða öðrum hlutum, hvert á land sem er. Þeir bræður búa enn fremur yfir margra ára reynslu í akstri úti á landi.

Ingvasynir

„Okkar aðalstofnæð eða grunnrekstur er í bílaflutningum, en við getum í raun flutt næstum hvað sem er. Við höfum yfir að ráða vörubíl með úrvali af vögnum og tvo „pickupa“ með vagna. Þannig að við höfum líka verið í malarflutningum, flutningi á ýmiss konar vinnuvélum og mörgu fleiru,“ segir Þórir.

Ingvasynir

Lítið en lipurt flutningafyrirtæki

Ingvasynir er ekki stórt fyrirtæki, en samt sem áður er ekkert verkefni of stórt fyrir þá. „Við erum í samstarfi við fjöldann allan af öðrum fyrirtækjum og erum alltaf tilbúnir í samstarf við ný fyrirtæki. Ef svo fer að viðskiptavinur kemur með verkefni til okkar sem við sjáum okkur ekki fært að framkvæma vegna tíma eða annars, þá veitum við þeim verkefnum í öruggan farveg til réttra aðila. Okkar mottó er að leysa öll verkefni eins hratt, lipurlega og vel og unnt er, með öllum nauðsynlegum leiðum,“ segir Þórir.

Ingvasynir

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Ingvasynir ehf. Bílaflutninga og Verktakaþjónusta
Sími: 866-7739

Ingvasynir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Grannar munu berjast

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Fartölvurýming í Tölvulistanum: Nældu þér í fartölvu á allt að 70.000 kr. afslætti!

Fartölvurýming í Tölvulistanum: Nældu þér í fartölvu á allt að 70.000 kr. afslætti!
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bílasmiðja SGB: „Fólk hættir seint að nudda sér utaní“

Bílasmiðja SGB: „Fólk hættir seint að nudda sér utaní“
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílasprautun og réttingar Auðuns: Fagurkeri sem réttir bíla og tekur ljósmyndir

Bílasprautun og réttingar Auðuns: Fagurkeri sem réttir bíla og tekur ljósmyndir
Kynning
Fyrir 1 viku

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög

Ræstingar.is: Alhliða þjónusta á ræstingum og garðaumsjón fyrir húsfélög
Kynning
Fyrir 1 viku

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti

ÁÁ Verktakar eru leiðandi í háþrýstiþvotti