fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Hægt að treysta búnaðinum frá Donnu á ögurstundu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donna ehf. er leiðandi verslun með mikið úrval af búnaði sem ætlaður er til aðhlynningar og flutnings á slösuðum. „Viðskiptavinir okkar eru meðal annars sjúkrabifreiðar, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, lögregla, almannavarnir, björgunarsveitir og fleiri aðilar. Donna ehf. er með nánast allt til þess að meðhöndla sjúkling frá þeim tímapunkti sem hann er sóttur á slysstað, uns hann kemur á sjúkrahúsið. Við erum til dæmis einn stærsti seljandinn á landinu á hjartastuðtækjum,“ segir Ólafur Magnússon, stofnandi og eigandi fyrirtækisins.

 

Eingöngu viðurkenndar gæðavörur

Vörurnar má panta í vefversluninni donna.is. „Við leitumst við að bjóða aðeins viðurkenndar gæðavörur þar sem viðskiptavinir okkar verða að geta treyst þeim á ögurstundu við erfiðustu aðstæður.“

 

Sett til þess að stöðva slagæðablæðingar

Donna selur sett frá SamMedical sem nefnist Bleeding Control Kit og er ætlað til stöðvunar á slagæðablæðingum. Settið er  sérlega hentugt þegar um alvarleg umferðarslys eða önnur óhöpp er að ræða. „Við höfum orðið vitni að mjög stórum og skæðum bílslysum undanfarið og miklar blæðingar geta leitt fljótt til dauða. Svona búnaður, til það stöðva blæðingu, getur komið sér afar vel þegar langt er í næstu hjálp.“

Stöðvið blæðingu settið inniheldur:

SAM XT Tourniquet (snarvöndul),
einnota hanska,
slysaskæri,
lofttæmda og sæfða pressaða grisju,
tússpenna (varanlegt blek),
þrýstiböggul og leiðbeiningar.

Bleeding Control Kit pokinn er í lofttæmdum umbúðum og innsiglaður. Einfalt er að opna pokann og nota búnaðinn með því að rífa hann upp og renna aftur með plastlásnum.

 

Gul blikkljós ljós fyrir atvinnubifreiðar

Einnig selur Donna ljós fyrir atvinnubifreiðar. „Við erum með fjölbreytt úrval af gulum og bláum viðvörunarljósum og ljósabogum af öllum stærðum og gerðum fyrir allar gerðir atvinnubíla. Öll ljósin frá okkur eru afar vönduð og með evrópskar viðurkenningar og vottanir.“

Nánari upplýsingar og fleiri vörur má nálgast á donna.is

Donna ehf. er staðsett að Móhellu 2, 221 Hafnarfirði

Sími: 555-3100

Vefpóstur: donna@donna.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum