fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Kynning

Rigningin er aukaatriði þegar þú klæðist regnkápu frá Reykjavik Raincoats

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavik Raincoats var stofnað árið 2014, en kveikjan var votviðrasamt sumar í höfuðborginni og árangurslaus leit tveggja vinahjóna að tímalausum regnkápum fyrir bæði kynin. Klassísk vörulína fyrirtækisins hefur fengið góðar viðtökur en regnflíkurnar eru hannaðar með það fyrir augum að endast og nýtast í hvaða veðri sem er.

„Hugmyndin var að framleiða hina fullkomnu „unisex“ regnkápu fyrir bæði kynin sem væri smart, þægileg, tímalaus og hefði umfram allt mikið notagildi. Eigandinn tæki þannig rigningardögum fagnandi, enda gæfist þá gott tækifæri til að klæðast nýju regnkápunni. Reyndar eru flíkurnar okkar þannig að þær eru flottar hvernig sem viðrar og við sjálf og okkar viðskiptavinir notum þær sem skjólflíkur, jafnvel þótt hann hangi þurr. Í rauninni er það þannig að þegar maður hefur eignast góða regnkápu frá Reykjavik Raincoats verður rigningin algjört aukaatriði,“ segir Grímkell Sigurþórsson, einn eigenda Reykjavik Raincoats.

Hönnuðir lögðust í rannsóknar- og undirbúningsvinnu og stúderuðu hvernig regnkápur voru framleiddar hér í gamla daga og hvernig sniðin voru. Markmiðið var að hanna hina fullkomnu regnkápu, sem myndi henta fyrir bæði dömur og herra og yrði framleidd í stærðum samkvæmt því.

„Kápan átti að vera einföld í sniðum, en umfram allt þurfti hún að vera endingargóð og 100% vatnsheld. Við vildum búa til regnflík sem myndi henta sem yfirhöfn, bæði hversdags og yfir betri klæðnað, jakkaföt eða kjól. Það tók okkur sex mánuði að finna rétta framleiðandann, við vildum að hann yrði í Evrópu í ekki of mikilli fjarlægð, og gæti handsaumað regnkápur í hæsta gæðaflokki eftir okkar hugmyndum.“

Fyrstu regnkápurnar komu sumarið 2014 og fengu frábærar viðtökur, þar sem var farið varlega af stað í framleiðslu voru þær iðulega uppseldar fyrstu mánuðina. „Við höfum svo smátt og smátt aukið framleiðsluna, enda hefur salan vaxið jafnt og þétt allt frá byrjun. Það er ekki hægt að búa á Íslandi án þess að eiga góða regnkápu, það er bara staðreynd.“

„Íslendingar hafa verið mjög duglegir að kaupa regnkápurnar frá okkur en líka erlendir ferðamenn. Oft panta þeir sér flík í gegnum vefsíðuna okkar eftir að þeir eru komnir aftur heim til sín, en við sendum vöruna um allan heim.

Við erum að sjálfsögðu alltaf að spá og spekúlera í nýjum hlutum og höfum verið að kynna bæði ný snið og ný efni undanfarið.“

Kápurnar fást í verslun Reykjavik Raincoats að Hverfisgötu 82 í hjarta borgarinnar þar sem rigningardagar skapa rétta andrúmsloftið fyrir klassíska hönnun. Þar getur þú mátað kápurnar og spjallað við hönnuði. Þegar rétta regnkápan er fundin þá muntu óska þess að rigni alla daga. Síminn er 571-1177 og netfang info@reykjavikraincoats.com. Kápurnar fást einnig í verslunum Epal Laugavegi og Hörpu og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Heimasíða: www.reykjavikraincoats.com.

 

Kápurnar fást í góðu litaúrvali og eru framleiddar úr hágæðablöndu af bómull og PVC-vínilgúmmíi, sem er sýruþolið og einkar slitsterkt efni sem harðnar ekki eða springur með árunum. Kápurnar eru með tvöföldum saumi og sérstakri þéttivörn að innanverðu til að auka vatnsvörnina.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
14.03.2020

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
14.03.2020

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun