fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Kynning

Pop Up Haustmarkaður í Laugardalnum og á netinu um helgina

Kynning
Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2022 08:00

Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir hafa staðið fyrir sautján Pop Up mörkuðum alls og núna um helgina fer sá átjándi fram í KSÍ stúkunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalviðburðurinn næstu helgi verður klárlega Haust Pop Up markaðurinn í KSÍ stúkunni í Laugardalshöll. Þar koma saman rúmlega 70 verslanir, fyrirtæki og netverslanir til að selja fjölbreyttan varning á frábæru verði.

„Hér verður hægt að versla allt frá heimilisvörum, lífstílsvörum, barnavörum, fatnaði, snyrtivöru og raftækjum yfir í íslenska hönnun, gjafavöru og handverk og ýmislegt fleira. Sumar verslanir nýta tækifærið til þess að koma sér á framfæri við nýja viðskiptavini, aðrar eru að kynna nýtt vöruframboð og enn aðrar eru að hreinsa út eldri lager til að rýma til fyrir nýjum vörum. Svo verður hér einnig töluvert af glænýjum verslunum líka sem eru jafnframt að frumsýna vöruúrval sitt,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir, önnur eigenda Von Verslunar ásamt Olgu Helenu Ólafsdóttur.

„Það sem sameinar flesta söluaðilana er að þeir gera í því að bjóða upp á góð verð og í mörgum tilfellum mikla afslætti. Það verður því hægt að gera fáránlega góð kaup alla helgina,“ bætir Olga við.

„Haustið er náttúrulega sá tími sem rútínan fer af stað og er markaðurinn frábært tækifæri til þess að fjárfesta í skólavörum fyrir börnin og heilsuvöru og íþróttafatnaði fyrir upphaf nýs tímabils. Hér verður einnig hægt að gera frábær kaup á jólagjöfum fyrir þau sem vilja byrja þau innkaup snemma,“ segir Eyrún.

Hausthátíð alla helgina

Markaðurinn er opinn á laugardag 10. september og sunnudag 11. september frá 11-17 og verður gríðarleg markaðs- og hátíðarstemning allan daginn. „Þetta er ekki bara markaður þar sem hægt er að gera frábær kaup, heldur er þetta líka stór fjölskylduhátíð í leiðinni.

Hér verður hellingur af matarvögnum sem bjóða upp á girnilegar kræsingar. Einnig verða leiktæki fyrir börnin. Latibær kemur til að skemmta yngstu kynslóðinni klukkan 13:00 báða dagana. Á sama tíma verða fyrirtækin inni í stúkunni með varninginn sinn. Það verður því skemmtilegt að leggja leið sína í Laugardalinn um helgina,“ segir Eyrún.

Markaðsgleði á netinu

Á sama tíma og markaðurinn er í fullum skrúða í Laugardalnum er opið á Heimapopup.is á netinu báða dagana. „Heimapopup er hinn anginn á þessu og geta fyrirtæki og verslanir ýmist tekið þátt á netinu, markaðnum í stúkunni eða bæði. Margar verslanir eru til dæmis staðsettar úti á landi og því hentar þeim betur að taka þátt í markaðsgleðinni á netinu. Sömuleiðis vilja mörg fyrirtæki einbeita sér að uppsetningu í eigin verslunum en taka þátt í netmarkaðnum á sama tíma. Það verður því einnig hægt að gera frábær kaup um helgina á heimapopup.is,“ segir Eyrún.

Vefsíðan heimapopup.is er yfirlitssíða yfir allar netverslanir sem taka þátt í markaðsstemningunni á netinu. Allar verslanir eru flokkaðar niður í hentuga flokka til þess að gera netlaupin sem allra skemmtilegust og þægilegust fyrir viðskiptavini. „Margir gera sér jafnvel ferð í Laugardalinn til að skoða varning netverslananna og snerta á honum en klára svo kaupin í netverslun,“ segir Olga.

Eyrún og Olga eru spenntar að taka á móti gestum haustmarkaðsins á laugardag og sunnudag.

Frá 13 upp í 70 fyrirtæki

Þær stöllur héldu fyrsta Jóla Pop Up markaðinn árið 2017 og segir Olga að uppátækið hafi heldur betur undið uppá sig. „Þetta er átjándi markaðurinn sem við höldum núna og sá stærsti hingað til. Þetta byrjaði sem lítill markaður í Síðumúlanum fyrir þrettán lítil fyrirtæki. Síðan þá höfum við verið á ýmsum stöðum og nú erum við komin í KSÍ stúkuna í Laugardalnum enda eru hér nóg af bílastæðum til að taka á móti öllum þeim fjölda manns sem leggja leið sína á Haust Pop-up markaðinn um helgina,“ segir Olga.

Eyrún segir það spennandi að fylgjast með hvað verður til mikið af nýjum verslunum í hverri viku. „Margir eru því að taka þátt í markaðnum í fyrsta sinn. Það er alltaf einhver sem er að gera eitthvað alveg nýtt hér á landi og það er okkur heiður að fá að taka þátt í þeirri vegferð. Svo hafa sumir verið með okkur frá fyrsta markaði og eru að taka þátt í átjánda sinn. Þessi markaður er orðinn eitt af markaðstólunum sem verslanir nota til þess að auka veltuna ár hvert,“ segir Eyrún.

Í samstarfi við Netgíró

Kosturinn við staðsetninguna segir Eyrún að þær geti leikið sér með svæðið til að búa til réttu stemninguna. „Þetta verður svolítið eins og að koma inn í litla verslunarmiðstöð. Það leggja allir mikinn metnað í að stilla vörunum sínum fallega upp og eru með lítinn lager með sér til að fylla á. Allar verslanir eru svo með posa og margar eru með mátunarklefa.

Við erum líka í nánu samstarfi við Netgíró sem hafa verið hvað fremstir á sínu sviði við að finna lausnir fyrir netverslanir í kjölfar faraldursins. Þeir hafa einfaldað ferlið fyrir nýjar verslanir til muna og komu mjög sterkir inn við að hjálpa þessum markaði að verða að veruleika,“ segir Eyrún að lokum.

Haust Pop Up markaðurinn er opinn um helgina 10.-11. september á heimapopup.is og í KSÍ stúkunni í Laugardal frá kl. 11:00-17:00 báða dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.02.2022

Skutlast fyrir fólk og fyrirtæki

Skutlast fyrir fólk og fyrirtæki
Kynning
11.02.2022

Rómantíkin er í Reykjavíkurblómum

Rómantíkin er í Reykjavíkurblómum
Kynning
09.12.2021

Súrefni bjargar heiminum tré fyrir tré

Súrefni bjargar heiminum tré fyrir tré
Kynning
24.11.2021

Njóttu þess að hreyfa þig með Nutrilenk

Njóttu þess að hreyfa þig með Nutrilenk
Kynning
04.10.2021

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember

Æsandi gaman í hverjum glugga í desember
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO