fbpx
Föstudagur 02.desember 2022
Kynning

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 5. maí 2022 09:30

Ásgeir Bachmann, framkvæmdarstjóri Bauhaus á Íslandi býður gesti velkomna á afmælishátíð Bauhaus í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BAUHAUS opnaði formlega á Íslandi 5. maí árið 2012. Saga fyrirtækisins hér á landi er þó lengri og hana má rekja áratugi aftur í tímann. Stofnandi BAUHAUS, hinn þýski Hr. Baus, stundaði nám í Bandaríkjunum og millilenti oft á Íslandi á ferðum sínum þangað. Hann hreifst mikið af landi og þjóð og út frá þessum heimsóknum fæddist sú hugmynd að opna hér verslun ef tækifæri til þess gæfist.

Árið 2003 hófst markviss vinna við að sækja um lóð undir verslun og rekstur hérlendis sem endaði með að BAUHAUS fékk lóð úthlutað í úthverfi Reykjavíkur. Við tók löng undirbúningsvinna að stofnun verslunarinnar sem opnaði formlega 5. maí 2012. Síðan þá hefur reksturinn vaxið og dafnað í 22.000 m2 húsnæði í Reykjavík. Verslunin er bæði rúmgóð og aðgengileg og býður upp á gríðarlega gott vöruúrval með 120.000 vörunúmerum.

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!

Jákvæðar móttökur

„Við erum mjög stolt af verslun okkar við Lambhagaveg og höfum haft það að leiðarljósi að bæta starf okkar og aðlagast markaðnum á Íslandi. Undanfarin ár höfum við eflt og stækkað verslunina okkar og til stendur að stækka hana enn frekar. Árangurinn sem náðst hefur hjá Bauhaus undanfarin áratug má fyrst of fremst þakka metnaðarfullu starfi okkar einstaka starfsfólks og erum við afar þakklát fyrir þær jákvæðu móttökur sem við höfum fengið og við hlökkum til að þjóna okkar góða viðskiptahópi áfram, sem og taka fagnandi á móti nýjum viðskiptavinum“ segir Ásgeir Bachmann, framkvæmdarstjóri Bauhaus á Íslandi.

Mikið stendur til

Á næstu dögum verður mikið um að vera í Bauhaus til að fagna þessum merka áfanga. Boðið verður upp á afmælisköku á afmælisdaginn sjálfan, 5.maí, og um helgina verður hoppukastali á staðnum, Lalli töframaður skemmtir gestum, matarvagnar verða á bílaplaninu auk fjölmargra spennandi afmælistilboða og vörukynninga – Allir eru velkomnir.

Nýr og glæsilegur afmælisbæklingur er kominn út og hægt er að kynna sér hið ótrúlega vöruúrval Bauhaus á bladid.bauhaus.is/10-ara-afmaelishatid/.

Nýr og glæsilegur bæklingur Bauhaus.

Bauhaus er staðsett að Lambhagaveg 2 – 4, 113 Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!
Kynning
16.08.2022

Allt fyrir skólann á Boozt

Allt fyrir skólann á Boozt
Kynning
02.06.2022

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins