fbpx
Miðvikudagur 08.febrúar 2023
Kynning

Unaðsnámskeið Losta slá í gegn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 18. febrúar 2022 09:00

Saga Luvia er eigandi verslunarinnar og kynlífssetursins Losta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Losti opnaði árið 2019 sem vefverslun með kynlífsleikföng og veftímarit með fræðsluefni og erótískum sögum. Ári síðar opnaði Losti í Borgartúninu sem hefur verið starfrækt sem verslun með leiktæki ástarlífsins og glæsilegt kynlífssetur. 

„Losti hefur alltaf einblínt mjög mikið á fræðslu og mér finnst það persónulega vera mín samfélagsleg ábyrgð að fræða, en ekki bara að selja vörur. Frá upphafi var ég einmitt spenntust fyrir því að bjóða upp á unaðsmiðaða fræðslu,“ segir Saga Luvia. „Það vita flestir hvernig kynlíf virkar anatómíulega séð, svona nokkurn veginn, en oft gleymist að tala um unaðinn, gefa honum pláss, læra að biðja um og gefa samþykki og fjarlægja skömmina sem tengist kynlífi. Ég þreytist seint á því að segja fólki að það megi fróa sér, kynlíf má vera gott og þér má líða vel. Þú mátt njóta kynlífs!“

Losti er glæsileg verslun og kynlífssetur í Borgartúninu.

Spennandi námskeið fyrir alla

„Losti starfar með kynfræðingum eins og Siggu Dögg, sem hefur meðal annars haldið  fantasíukvöldin hjá okkur. Birna, sem starfar í verslunninni hjá okkur er lærður og starfandi kynfræðingur og hefur svo séð um langflest námskeiðin okkar. Við höfum haldið ýmis námskeið sem hafa vakið töluverða athygli. Enda ekki á hverjum degi sem maður heyrir um námskeið sem ber titilinn „hot og gott tott“  eða „píku unaður 101“,“ segir Saga. „Þá höfum við fengið til okkar aðra sérfróða einstaklinga á sínu sviði til að bjóða upp á einstök námskeið sem snúa að lystisemdum kynlífs. Til dæmis höfum við fengið fólk úr BDSM klúbbnum til að kenna flengingar og margt fleira. Við auglýsum námskeiðin á Instagramreikingnum okkar @losti.is.“

Rýmið er fallega hannað.

Námskeiðin eru mislöng en flest eru um tveir tímar. Sum námskeið eru tvö skipti, en lengdin fer bara eftir efninu hverju sinni. „Sum námskeið hafa verið það ótrúlega vinsæl að við höfum haldið þau oftar en einu sinni, því það komast alltaf færri en vilja. Annars erum við alltaf að breyta til, koma með nýtt og ferskt efni og tækla mál líðandi stundar. Ef við fáum áberandi mikið af svipuðum spurningum frá kúnnum okkar, þá svörum við klárlega kallinu og höldum námskeið eða tökum efnið fyrir í hlaðvarpinu okkar.

Námskeiðin eru sett upp þannig að það á ekki að skipta máli hvort fólk mæti sem einstaklingur, sem par eða í vinahóp. Við bjóðum svo upp á sérstök paranámskeið sem eru ætluð fyrir pör og leikfélaga.“

Losti býður upp á frábært úrval af BDSM kynlífsleikföngum.

„Þann 24. febrúar erum við til dæmis að halda rafrænt squirt námskeið. Og já, áður en þú spyrð, það er hægt að kenna fólki að squirta.“

Námskeið í faraldri

„Faraldurinn hefur gert það aðeins erfiðara að halda námskeiðin í eigin persónu í rýminu okkar, en þannig finnst okkur langskemmtilegast að halda þessi námskeið. Því hafa þau því miður þurft að sitja smá á hakanum upp á síðkastið. En nú fer boltinn að rúlla aftur og erum við mjög peppaðar fyrir fullt af skemmtilegum og áhugaverðum námskeiðum og allskyns viðburðum sem eru á döfinni, bæði í netheimum og í Borgartúni. Svo munum við bjóða upp á námskeið sem þú getur keypt sem vöru í vefversluninni. Þá áttu bara efnið og getur horft á það aftur og aftur.

Þann 24. febrúar erum við til dæmis að halda rafrænt squirt námskeið. Og já, áður en þú spyrð, það er hægt að kenna fólki að squirta,“ segir Saga og hlær. „Squirt kemur ekki alltaf í svaka gusum eins og fólk virðist halda. Hjá mörgum kemur bara extra bleyta allt í einu án þess að manneskjan átti sig á að hún sé að „squirta“. Fólk lærir þá réttu handbrögðin hjá okkur, og lærir að aðskilja squirt frá fullnægingu. Það þarf nefnilega ekki að haldast í hendur. En við förum nánar út í þetta á námskeiðinu.“

Þessum er komið fyrir í nærbuxunum á meðan þú eða makinn stjórnar með fjarstýringunni.

„Við leggjum alltaf upp úr því að öllum líði vel og að fólk sé fyrst og fremst að skemmta sér. Fólk er greinilega mjög forvitið og hefur gaman af þessu.“

Frábærar viðtökur

„Námskeiðin hafa verið ótrúlega vinsæl. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og ég er ofboðslega ánægð og þakklát fyrir það. Fólk er augljóslega mistilbúið að mæta á svona kynlífsnámskeið og því miður eru einhverjir sem láta feimni og annað slíkt halda aftur af sér. Margir hafa jafnvel sagt að þeir hafi næstum hætt við að mæta. En enn sem komið er hefur enginn séð eftir því að hafa mætt. Það mikilvægasta er að mæta með opinn hug og dæma ekki fyrirfram. Við leggjum alltaf upp úr því að öllum líði vel og að fólk sé fyrst og fremst að skemmta sér. Fólk er greinilega mjög forvitið og hefur gaman af þessu. Það er ótrúlega misjafnt hvað hver og einn tekur með sér heim eftir svona namskeið en það hafa allir gaman af því að kíkja og læra eitthvað nýtt.“

Losti kynlífstækjaverslun og kynlífssetur er staðsett að Borgartúni 3. Nánari upplýsingar á losti.is og Instagram: losti.is.

Kynlífsspilin hafa slegið í gegn enda frábær í forleikinn.
Úrval af butt plugs á heimasíðu losti.is eða í versluninni að Borgartúni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
07.12.2022

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water

Stjörnurnar á frumsýningu Avatar: The Way of Water
Kynning
25.11.2022

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum

Líkamsmeðferðir stjarnanna á alvöru Black Friday tilboðum
Kynning
08.11.2022

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 

1,5 milljón frá Orkunni til Bleiku slaufunnar 
Kynning
04.11.2022

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90

Heimsfrumsýning á rafmagnsjeppanum Volvo EX90
Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
19.09.2022

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!