fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Rómantíkin er í Reykjavíkurblómum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 11. febrúar 2022 08:15

Við eigum nóg af fallegum blómum í versluninni fyrir Valentínusardaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn næstkomandi, 14. febrúar, rennur Valentínusardagurinn upp. Ætli það sé nokkuð meira viðeigandi en að gefa sér tilefni til að fagna ástinni í öllum sínum ólíku myndum, á þessum kalda árstíma?

„Við hjá Reykjavíkurblómum erum nýbúin að taka við stórri sendingu af blómum og eigum því nóg til af fallegum blómum í Valentínusarvendina í ár.“ Valentínusardagurinn er stærsti blómadagurinn á eftir konudeginum og mæðradeginum, að sögn Haralds Sigfússonar, eins eiganda Reykjavíkurblóma. „Valentínusardagurinn er mjög stór dagur hjá blómabúðunum, sérstaklega á meðal yngra fólks og útlendinga.“

Rómantískar rósir

Haraldur segir rauðu rósirnar vera klassískar og vinsælastar í Valentínusarvendina. „Rauðu rósirnar eru langvinsælastar. Rauðar rósir tákna ást og fegurð og það hefur einfaldlega skapast hefð við að gefa þær við rómantísk tilefni.“ Vinsælustu blómvendirnir eru á bilinu 3.900-9.900 kr og er meðalvöndur á um 7.000 kr. Einnig er hægt að kaupa stórar rósir í stöku. „Margir kaupa bara eina á meðan sumir kaupa allt að 50 eða jafnvel 100 rósir í einu! Svo þetta er á öllum verðbilum.“

Það er algengt að rauðu rósirnar seljist upp hjá okkur þegar líður á Valentínusardaginn svo það borgar sig að vera snemma í því. Að öðru leyti eru rósir í öðrum litum talsvert teknar, eins og bleikum. Svo eru nellikur líka vinsælar, þá helst rauðar eða bleikar.“

Haraldur segir það enn svo að karlarnir eru duglegri að kaupa blóm handa konunum, en konurnar handa körlunum, svona að langmestu leyti. „En það hefur verið að aukast að konur kaupi blóm handa körlunum. Körlum þykir enda almennt mjög gaman að fá blóm því þeir eru alveg jafnmiklir fagurkerar og konurnar.“

Vendirnir í Reykjavíkurblómum eru glæsilegir.

Valentínusargotteríið fæst líka hjá Reykjavíkurblómum

Önnur klassísk gjöf á Valentínusardaginn er svo súkkulaðið. „Við eigum dýrindis konfekt og súkkulaði hérí Reykjavíkurblómum. Þetta er hágæða belgískt súkkulaði sem kemur í öllum útfærslum. Við erum til dæmis með trufflur, súkkulaði með stevíu og plötusúkkulaði í ýmsum gerðum. Einnig er hægt að fá crème brulée og tiramisu fyrir allra mestu sælkerana.“

Bleikar rósir og nellikur eru líka vinsælar en rauðu rósirnar eru alltaf klassískar þegar tjá skal ástina.

Glæsileg vefverslun

Haraldur segir að undanfarin ár hefur netverslun aukist mikið hjá Reykjavíkurblómum. „Þetta var alltaf mjög lítill partur af sölunni okkar. En í byrjun árs 2020 ákváðum við að reyna að bæta þessa söluleið og opnuðum nýja og glæsilega vefverslun fyrir Valentínusardaginn það ár. Skemmst er frá því að segja að salan fór fram úr okkar björtustu vonum. Stuttu síðar skall faraldurinn á og allir fóru að versla á netinu, svo það má segja að við höfum verið afar heppin með tímasetninguna.“

Það er hægt að tjá svo margt með blómum.

En við hvaða tilefni er fólk að kaupa blóm á netinu?

„Fyrir utan þessa stóru blómadaga, þá er fólk að senda blóm af ýmsum tilefnum. Það er hægt að tjá svo margt með blómum. Fólk er að senda blóm í tilefni afmæla, samúðarkveðjur, við ýmsa áfanga eins og útskriftir og fleira, batakveðjur og margt fleira. Í Covid hefur líka verið vinsælt að senda fólki blóm sem er í einangrun eða sóttkví til þess að gleðja. Í þeim tilvikum afhendum við snertilaust. Viðskiptavinir netverslunarinnar koma úr öllum áttum. Þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki afhent viðtakenda blóm sjálf/ur, t.d. vegna smithættu, tímaskorts eða fjarlægðar, hentar sérstaklega vel að panta gengnum vefsíðuna okkar. Mikið af pöntunum koma einmitt erlendis frá, bæði frá útfluttum íslendingum og frá útlendingum sem eiga kannski vini eða ættingja hérlendis. Þeim til hentugsemi er vefsíðan okkar öll þýdd yfir á ensku og auðvelt að skipta á milli úr íslensku.“

Er fólk eitthvað að senda blóm á vinnustaðina eins og maður sér í bíómyndunum?

„Já það er alveg talsvert um það! Almennt bregst fólk vel við því en sumir verða smá vandræðalegir. En þetta getur gefið vinnustaðnum mikið, að einhver fái send blóm. Vinnufélagarnir verða oft spenntir því blómin færa svo mikla gleði fyrir augað.“

Reykjavíkurblóm eru staðsett í Borgartúni 23. Vefverslun: flowers.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum