fbpx
Mánudagur 28.nóvember 2022
Kynning

Íslensk steinefni sem slegið hafa í gegn!

Kynning
Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. september 2022 11:08

Allar vörur GeoSilica hafa hlotið vegan vottun og innihalda engin slæm rotvarnar- eða aukaefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GeoSilica var stofnað 2012 út frá lokaverkefni í Háskóla Íslands við orku- og umhverfistæknifræði. Um er að ræða 100% náttúruleg kísilsteinefni sem hafa tekið íslenskan fæðubótaefnamarkað með trompi. Nú geta lesendur fengið 1000 kr. afslátt af öllum vörum GeoSilica með sérstökum kóða.

„Við erum stolt af því að bjóða upp á íslenskar vörur, hugvit og framleiðslu. Vörur GeoSilica hafa slegið í gegn frá upphafi og hefur salan vaxið ár eftir ár. Við erum þakklát fyrir stuðninginn bæði á Íslandi og í Evrópu,“ segir Fida Abu Libdeh stofnandi og framkvæmdastýra GeoSilica.

Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastýra GeoSilica.

PURE, REPAIR, REPAIR, RECOVER og REFOCUS

Algengasta spurning sem Steinunn Ósk markaðsstjóri GeoSilica til margra ára fær er: „Hvernig vel ég mér vöru?“

„Þetta er algeng spurning sem ég fæ frá bæði nýjum viðskiptavinum og einnig þeim sem langar að prufa aðrar tegundir. Við bjóðum upp á fimm vörur í vörulínu GeoSilica. Hver og ein vara inniheldur kísil ásamt viðbættum steinefnum fyrir heilsubætandi áhrif.“

PURE inniheldur eingöngu kísil og er fyrir alhliða heilsu.

REPAIR fyrir liði og bein inniheldur kísil og mangan en varan hefur slegið í gegn hjá einstaklingum sem glíma við liðverki.

RENEW fyrir hár, húð og neglur er vinsæl vara meðal þeirra sem glíma við hárlos, húðvandamál og brothættar neglur.

RECOVER fyrir vöðva og taugar inniheldur kísil og magnesíum en sú vara hefur verið vinsæl meðal þeirra sem stunda reglulega hreyfingu og glíma við eymsli í vöðvum.

REFOCUS fyrir hug og orku inniheldur kísil, D vítamín og járn er vinsæl meðal þeirra sem glíma við járnskort og mikla þreytu, sérstaklega þegar skammdegið er sem mest. Einnig hefur REFOCUS verið vinsæl meðal vegan einstaklinga þar sem það er sjaldgæft að finna vörur með D vítamín í vökvaformi sem er vegan vottað.

Allar vörur GeoSilica hafa hlotið vegan vottun og innihalda engin slæm rotvarnar- eða aukaefni.

Afsláttakóði fyrir lesendur DV

„Við viljum bjóða lesendum DV 1000 kr. afslátt af öllum okkar vörum. Það eina sem þarf að gera er að nota kóðann „heilsuvara“ þegar vara er keypt á www.geosilica.is,“ segir Steinunn Ósk.

Steinunn Ósk hefur verið markaðsstjóri GeoSilica til margra ára og er oft spurð haða vara henti hverjum.

Pálína Guðnadóttir segir REPAIR vera undraefni

„Undrabætiefni! Ég var búin að vera mjög slæm og með verki í öllum vöðvum og liðamótum, þá aðallega í mjöðm, hné og fingrum. Ég var búin að prufa ýmislegt til að reyna að hjálpa mér en ekkert virkaði nægilega vel. Ég kynnist GeoSilica í desember 2017 og strax á fyrstu flöskunni fann ég mun á sjálfri mér! Ég ákvað að halda áfram og í dag eru allir verkir horfnir og ég get nánast allt. Það mætti halda að ég hafi yngst um mörg ár, eða mér líður allavega þannig. Ég er svo innilega þakklát fyrir geoSilica og hvað það hefur hjálpað mér að líða betur.“

Pálína kynnist GeoSilica árið 2017 og strax á fyrstu flöskunni fann hún mun á sjálfri sér.

Hentug áskriftarleið

Gott er að taka steinefni inn daglega. Við vitum það að í daglegu amstri er það líklegt til þess að gleymast. „Til þess að auka við þægindi ákváðum við að bjóða viðskiptavinum okkar upp á áskriftarleið. Þar geta viðskiptavinir fengið sitt uppáhalds steinefni með 15% afslætti og ókeypis sendingu í hverjum mánuði. Með þessari leið er líklegra að viðskiptavinir haldi í þann árangur sem hefur náðst með inntöku. Áskriftarleiðin hefur fengið frábærar undirtektir á vefsíðu okkar www.geosilica.is Vörurnar koma í vökvaformi og dagleg inntaka er ein matskeið. Hver flaska dugar í mánuð,“ segir Steinunn Ósk.

Ingibjörg hefur fundið jákvæðan mun á húð, hári og nöglum og segir það einstaklega þægilegt að fá þær sendar heim að dyrum mánaðarlega.

Ingibjörg er í áskrift af PURE

„Ég hef verið í áskrift af fæðubótaefnum sem eru úr kísilsteinefnum frá GeoSilica núna í tvö ár og get mælt með þeim. Þessar vörur eru einstaklega góðar og ég hef fundið jákvæðan mun á húð, hári og nöglum. Líður vel af þessum vörum, hárið er ræktanlegra og neglurnar vaxa hraðar. Einstaklega þægilegt að fá þær sendar heim að dyrum mánaðarlega.“

Vörurnar fást í vefverslun GeoSilica, Fjarðarkaup, Hagkaup, Vegan búðinni og í völdum apótekum.

Glæsilegur gjafaleikur

GeoSilica og DV er með glæsilegan gjafaleik í boði. Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þig í pottinn hér að neðan. Dregið er úr vinningum mánudaginn 26. september. Tíu heppnir þátttakendur vinna mánaðar skammt af vöru GeoSilica að eigin vali: Renew, Repair, Pure, Refocus eða Recover.

Skilmálar: Með því að taka þátt og senda inn gögn samþykkir þú notkun persónuupplýsinga. Skilyrði fyrir þátttöku er skráning með nafni og símanúmeri sem er einungis notaðar til þess að draga vinningshafa og verður eytt af leik loknum. Gefir þú upp netfang veitir þú Torg ehf leyfi til að senda þér tilkynningar um gjafaleiki auk annarra markpósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
20.09.2022

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík

Mazda CX-60 PHEV: Frumsýning laugardaginn 24. september í Reykjavík
Kynning
16.09.2022

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði

Háklassa snyrtivörur á Boozt á enn betra verði
Kynning
02.06.2022

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins

Brimborg stærst í rafbílum í maí og stærst fyrstu fimm mánuði ársins
Kynning
05.05.2022

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!

Bauhaus fagnar 10 ára afmæli í dag!