fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
Kynning

Kombucha hjálpar mér að blómstra

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 25. júní 2021 10:01

Anna Guðný öðlaðist mikla reynslu í hreinu mataræði þegar hún var 17 ára og þurfti að gjörbreyta mataræðinu sökum mikils fæðuóþols. Mynd/Ingibjörg Torfadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Guðný er á skemmtilegu ferðalagi með sjálfri sér þar sem markmiðið er að blómstra sem mest alla daga. Í leiðinni hjálpar hún öðrum að gera það sama. Þá er hún einnig mikill aðdáandi kombucha frá Kombucha Iceland og segir það henta sínum lífstíl fullkomlega.

Anna Guðný Torfadóttir er menntaður heilsumarkþjálfi og hefur lengi haft áhuga á samspili heilsu, hugar og líkama. Hún heldur meðal annars úti áhugaverðri vefsíðu, heilsaogvellidan.com þar sem hún skrifar um heilsu og vellíðan, birtir uppskriftir og margt fleira. „Undanfarið hef ég verið að færa mig meira yfir á Instagram og miðla þar áfram hvernig ég er að borða, hvernig ég hreyfi mig og gef fylgjendum tól til að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Instagramið hefur því tekið meira pláss en bloggið undanfarið. En mér þykir mjög vænt um bloggið og er einmitt að setja meiri orku núna í það og að lyfta því upp með meiri fróðleik og uppskriftum af hollum mat,“ segir Anna.

Allar uppskriftirnar á blogginu eru plöntumiðaðar, glúteinlausar og innihalda ekki unninn sykur. „Einnig hef ég gert mína eigin rafrænu uppskriftarbók sem hefur fengið góðar viðtökur. Svo er ég í yin yogakennaranámi núna sem að er virkilega spenanndi,“ segir Anna. Þá bætir hún við: „Mín stærsta ástríða í lífinu er að hjálpa fólki að blómstra í gegnum andlega vinnu, meiri mýkt, hreint mataræði og með því að verja meiri tíma úti í fallegu náttúrunni okkar. Ætli minn stærsti tilgangur í lífinu sé ekki sá að vera tengd sjálfri mér og hlúa að mér því að þannig get ég virkilega látið ljós mitt skína í þessum heimi og hálpað öðrum að gera slíkt hið sama.“

Var kvíðin og týnd

Anna kennir einnig Þerapíuna „Lærðu að elska þig“. „Þerapíuna lærði ég hjá Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur og er ég afar þakklát fyrir að fá að kenna hana í dag þar sem að þessi þerapía gjörbreytti mínu lífi á sínum tíma. Áður en ég fór í þerapíuna var ég mjög kvíðin og týnd í lífinu. Það að fá að kenna þerapíuna er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Hún samanstendur af ellefu 90 mínútna tímum sem fara fram á þriggja vikna fresti þar sem ég miðla ákveðnum fróðleik og sendi fólk heim með verkefni til að gera milli tíma. Þarna er allur fókusinn lagður á andlegu heilsuna. Fólk lærir að kynnast sjálfu sér dýpra, opna augun fyrir því hversu magnað það er og virkilega átta sig á því hvað það vill fá út úr lífinu og kjarkinn til þess að sækja það.“

Endurnæra líkama og sál til frambúðar

Anna býður einnig upp á netnámskeiðið „Endurnærðu þig“. „Námskeiðið bjó ég til alveg sjálf en ég öðlaðist mikla reynslu þegar ég var 17 ára og þurfti að gjörbreyta mataræði mínu sökum mikils fæðuóþols. Það reyndist mér mjög erfitt og yfirþyrmandi á þeim tíma en í dag myndi ég ekki vilja snúa til baka í gamla mataræðið. Á netnámskeiðinu hjálpa ég því fólki að taka helstu óþolsvalda úr fæðunni ásamt því að huga vel að heilsunni á heildrænan máta.

Endurnærðu þig er sex mánaða netnámskeið á myndbandaformi þar sem Anna Guðný styður við kúnnana í gegnum vikulega spurningalista. „Námskeiðið er mjög heildrænt en í hverjum mánuði kemur fróðleikur er varðar mataræðið, hreyfingu, hugleiðslu, sjálfsrækt og fleira. Þátttakendur læra að búa til og borða hreina fæðu, hugleiða, temja sér jákvæðara hugarfar, vera meira með sjálfu sér í liði, minnka streitu og hlusta á líkamann sinn. Að námskeiði loknu veit fólk betur hvað það þarf að gera til þess að láta sér líða vel, ásamt því hvaða fæðu það þarf að borða til að líða sem best og hvernig er hægt að matreiða hana.

Ég er mjög stolt af þessu námskeiði en þarna er ég að miðla öllu því sem hefur hjálpað mér síðustu ár til þess að vera í jafnvægi. Ég legg mikla áherslu á að taka lítil og geranleg skref í einu. Þetta er ekki megrunarkúr heldur stuðningur fyrir fólk til þess að endurnæra líkama og sál til frambúðar.“

„Allt það erfiða sem ég hef gengið í gegnum er það sem ég er þakklátust fyrir í dag. Það hefur mótað mig mest og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.“

Líkaminn er musteri

Að sögn velur Anna Guðný einungis mat og innihaldsefni sem eru stútfull af gæðum og 100% hrein og náttúruleg. „Það er algert lykilatriði þegar kemur að mataræðinu mínu. Eitt af því sem mér finnst vera frábær næring er kombucha frá Kombucha Iceland. Ég myndi algerlega flokka það sem líkamlega góða næringu. Mér finnst kombucha hafa góð áhrif á mig og meltinguna. Þá finnst mér það meira að segja hafa áhrif á húðina, ónæmiskerfið og bara lífskraftinn almennt. Mér finnst mjög gott að vera með kombucha við höndina yfir miðjan daginn þegar ég er að svara tölvupóstum og vinna í námskeiðinu mínu. Þá er krækiberjabragðið í miklu uppáhaldi. Reyndar finnst mér líka engiferbragðið æði. Og líka glóaldin. Eða ég get greinilega ekki valið því mér finnst allar bragðtegundirnar góðar,“ segir Anna og hlær.

Krækiberja kombucha frá Kombucha Iceland er í miklu uppáhaldi hjá Önnu Guðnýju. Mynd/Ingibjörg Torfadóttir

„Það sem meira er, þá get ég líka heilshugar mælt með þessu vörumerki því það er bæði frábært fólk á bak við það og svo er kombuchað frá þeim alger hágæðavara. Ég elska að geta keypt mér kombucha sem inniheldur hreina íslenska vatnið okkar, íslensk hráefni eins og krækiber og að varan sé framleidd af mikilli ástríðu. Mér finnst alltaf mjög heillandi að vita hvaðan varan kemur og hvernig er staðið að framleiðslu hennar,“ segir Anna.

Ef þú gætir gefið lesendum ein skilaboð, eitthvað eitt sem þú mættir koma á framfæri. Hver væru þau? 

„Farðu út í náttúruna, núna!“ segir Anna og hlær, en bætir svo við: „Nei samt án gríns, farðu út og finndu lyktina af gróðrinum, hlustaðu á fuglana, skildu símann eftir heima og virkilega finndu fyrir því hvað er að gerast í líkamanum þínum. Hvernig líður þér? Hvað þarft þú á að halda núna? Er eitthvað sem þú getur gert núna til að láta þér líða betur? Við erum oft að flækja hlutina að óþörfu. Það sem mestu máli skiptir er að borða nóg af ávöxtum og grænmeti, drekka vatn, ná góðum svefni, hreyfa sig á skemmtilegan hátt, anda og vera sem mest út í náttúrunni,“ segir Anna.

Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært á lífsleiðinni? 

„Það mikilvægasta sem ég hef lært er að allt er eins og það á að vera. Allt sem við förum í gegnum á lífsleiðinni er til þess að kenna okkur eitthvað; oft til þess að gefa okkur dýrmæta reynslu svo við getum hjálpað öðrum eða til þess að við sjálf sjáum hversu megnug við erum. Það er mjög frelsandi að geta andað inn í krefjandi tímabil og geta treyst því að það sé góður tilgangur með þeim, að maður muni skilja það seinna og að svona þurfti þetta nákvæmlega að fara. Allt það erfiða sem ég hef gengið í gegnum er það sem ég er þakklátust fyrir í dag. Það hefur mótað mig mest og gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag,“ segir Anna Guðný að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.11.2021

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann

Járn er lífsnauðsynlegt steinefni fyrir mannslíkamann
Kynning
05.11.2021

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD

Fann mun á sér eftir fjóra daga á CBD
Kynning
22.09.2021

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO

Innleiðing Siðferðisgáttar hjá BYKO
Kynning
13.09.2021

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr

Kombucha, kaffi, kokteilar og kræsingar á Barr
Kynning
13.07.2021

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum

Lúsmý virðist herja á fólk um land allt með tilheyrandi óþægindum
Kynning
02.07.2021

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn

Bitz á 20% afslætti í Vogue: Matarstell sem þolir allt – líka bakarofninn
Kynning
10.06.2021

Rafmögnuð hátíð – loksins!

Rafmögnuð hátíð – loksins!
Kynning
08.06.2021

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum

Náttúruleg lausn við þreyttum vöðvum