fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Jólagjöf fyrir bragðlaukana

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. desember 2021 11:30

Matarkörfurnar frá 20&SJÖ Mathús eru stútfullar af girnilegum réttum sem gaman er að gæða sér á í aðdraganda jólanna og yfir hátíðarnar. DV/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingahúsið 20&SJÖ mathús býður girnilegar matarkörfur til sölu fyrir jólin. Þetta eru önnur jólin sem matarkörfurnar eru í boði og nutu þær mikilla vinsælda í fyrra. Körfurnar eru fulla af hátíðlegum mat sem fá bragðlaukana til að syngja Heims um ból alveg fram í júlí.

„Við bjóðum matarkörfur í þremur stærðum og nánast hver einasti hlutur í þeim er unninn í eldhúsinu okkar. Það liggur mikil vinna að baki því sem fer í körfurnar en við höfum ánægju af þessu, aðventan er okkar uppáhalds tími og við njótum þess að búa til jólalegan mat. Auk þess er hægt að bæta við grískri ólífuolíu sem er algjört æði,“ segir Hringur Helgason, framkvæmdastjóri 20&SJÖ mathúss.

Körfurnar koma sem fyrr segir í þremur stærðum og kostar sú minnast 8.000, miðkarfan er á 16.000 og sú stóra á 28.000 krónur.

Hreindýrapaté er að finna í öllum körfunum og það er heimagert í eldhúsinu á 20&SJÖ. „Við erum líka með skemmtilega útgáfu af hangikjöts terrine í stærri körfunum þar sem má segja að frönsk og íslensk matarhefð mætist á miðri leið. Silungurinn er líka í miklu uppáhaldi hjá okkur en við gröfum hann með tvenns konar hætti. Annar er lakkrísgrafinn með örlitlu bragði af gini; þessi silungur hefur slegið vel í gegn hjá okkur. Svo er sá rauðrófugrafni sem er frábærlega góður og ekki spillir fyrir hvað hann er jólalegur á veisluborðinu,“ segir Hringur og bætir við að tvær heimagerðar sósur fylgi með; Cumberlandsósa og graflaxsósa.

Púrtvínsleginn ostur og svartur hvítlaukur

Fleira gott er hægt að nefna segir Hringur. „Ég get ekki látið hjá líða að nefna púrtvínslegna gráðostinn. Við látum ostinn liggja í góðu púrtvíni í tvær til þrjár vikur og útkoman er hreint út sagt mjög góð. Við byrjum á þessu í fyrra og þetta vakti mikla hrifningu.“

„Svo get ég nefnt svarta hummusinn okkar en hann er afar vinsæll á matseðlinum okkar árið um kring. Uppistaðan í svörtum hummus eru svartbaunir, svart tahini og svartur hvítlaukur – sem ætti auðvitað að kallast svartlaukur. Þessi hvítlaukur er alveg einstakur; það tekur um tvo mánuði að hægelda hann og þannig fær hann reykkennt og sætt bragð. Svarti hummusinn verður í öllum körfunum þremur,“ segir Hringur.

Stóra karfan

Hreindýrapate
Grafið ærkjöt
Hangikjöts terrine
BBQ Pulled pork
Írsk rótarmús
Uppstúfur
Þýskt rauðkál með eplum, rauðvíni og smjöri
Rauðrófugrafinn silungur
Lakkrísgrafinn silungur
Graflaxsósa
Cumberland sósa
Fjólublátt ketchup
Púrtvínsleginn gráðostur
Franskur Camenbert
Jólaólífur
Svartur hummus
Ítalskar clörur

Verð: 28.000
Verð með einstakri grískri ólífuolíu: 33.000

Miðlungs karfan

Hangikjöts terrine
Hreindýrapate
Grafið ærkjöt
Rauðrófugrafinn silungur
Lakkrísgrafinn silungur
Graflaxsósa
Cumberland sósa
Franskur camenbert
Jólaólífur
Svartur hummus
Ítalskar clörur

Verð: 16.000
Verð með einstakri grískri ólífuolíu: 21.000

Litla karfan

Hreindýrapate
Lakkrísgrafinn silungur
Graflaxsósa
Franskur camenbert
Jólaólífur
Svartur hummus
Ítalskar clörur

Verð: 8000
Með einstakri grískri ólífuolíu: 13.000

Sniðug jólagjöf eða matur í partí

„Við erum farin að taka niður pantanir og gerum ráð fyrir að hefja afhendingu 13. desember. Við verðum að til jóla og reynum að stilla afhendingardaga við óskir viðskiptavina. Við mælum með því að fólk panti tímanlega því allt útlit er fyrir að þær seljist upp rétt eins og fyrir síðustu jól. Matarkarfa er tilvalin jólagjöf handa fólki sem á allt og vantar ekkert. Svo er ekki síður gaman að nota körfuna sem uppistöðu á veisluborð þegar fjölskylda eða vinir koma saman. Við vonum að fólk njóti aðventunnar í botn,“ segir Hringur og bætir við áhugasamir geti haft samband í gegnum 27mathus.is, sent skilaboð eða bara kíkt í Kópavoginn.

Hringur nefnir aðra ágæta jólagjafahugmynd en það eru gjafakort veitingahússins. „Við gerum mikið af því að selja gjafakort, þau er hægt að nálgast hjá okkur en það má líka panta á dineout.“

Það er hátíðlegt í borðsalnum hjá veitingastaðnum. DV/Eyþór Árnason

Þakklát fyrir viðtökurnar

Veitingahúsið 20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf í Kópavogi – með fallegt útsýni yfir Elliðavatn og til fjalla. „Við verðum tveggja ára í mars á næsta ári og getum ekki annað sagt en viðtökurnar hafi verið stórgóðar. Við höfum auðvitað eins og aðrir þurft að aðlaga okkur að alls konar í kringum Covid en heilt yfir hefur þetta gengið vel,“ segir Hringur.

Hefðbundni matseðillinn samanstendur af réttum sem eru í anda Miðjarhafsins en líka frá Ameríku. „Við erum með amerískan reykofn sem veitir okkur sérstöðu. Við reykjum kjöt í ofninum, svo sem rif, pulled pork og fleira. Svo leggjum við áherslu á að vera með gott úrval léttvína á sanngjörnu verði, segir Hringur Helgason.

Veitingahúsið 20&SJÖ Mathús og bar er staðsett að Víkurhvarfi 1, Kópavogi. Nánari upplýsingar má nálgast á 27mathus.is eða í síma 888 27 27.

DV/Eyþór Árnason

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum