fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Kynning

Öll bestu tilboðin á einum stað

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 5. janúar 2021 13:15

Ísfold og Tanja starfrækja netverslunina narnia.is og fannst vanta vettvang fyrir vefverslanir til þess að víkka út markhópinn og ná til fleiri viðskiptavina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netpopup.is er glæný heimasíða sem stöllurnar Ísfold Kristjánsdóttir og Tanja Rut Rúnadóttir stofnuðu í nóvember síðastliðinn. Vefsíðan er einstakur vettvangur þar sem finna má bestu tilboð vefverslana á einum stað.

„Ákvörðunin um að opna vefsíðuna í nóvember var tekin af kænsku svo að við hefðum tök á að koma sterkar inn á tilboðsdagana tvo, svartan föstudag og cyber mánudag. Þátttaka netverslana hjá okkur hefur algerlega verið vonum framar enda er þetta stórsniðug og sáraeinföld leið fyrir vefverslanir til þess að vera sýnilegri á netinu og ná til víðari markhóps,“ segir Ísfold.

Hugmyndin varð til úr vöntun

Hugmyndina segir Ísfold hafa komið út frá því að þær Tanja starfrækja saman netverslunina narnia.is þar sem þær selja falleg leikföng og fatnað fyrir börn, en fannst vanta skilvirkan og einfaldan vettvang fyrir netverslanir að auglýsa sig. Einnig fannst þeim sem neytendum, vanta einskonar kjarna þar sem hægt væri að sjá alla þá afslætti sem netverslanir byðu uppá og geta þannig gert gæða- og verðsamanburð. „Vefsíðan netpopup.is þjónustar þannig bæði netverslanir sem ná til mun fleiri kúnna en ella, sem og viðskiptavini þar sem vefsíðan gerir netverslunarferlið mun einfaldara en það hefur verið. Allar verslanirnar eru flokkaðar þannig að það er auðvelt fyrir neytandann að fylgjast með og skoða hve mikill afsláttur er í gangi í hverri verslun fyrir sig.“

Allt að 80% afsláttur

Íslendingar elska góð tilboð og á netpopup.is má gera frábær kaup með lítilli fyrirhöfn. „Við stefnum á að halda reglulega tilboðsviðburði á netpopup.is þar sem netverslanir bjóða upp á afslátt í allt að viku í senn, og á þeim tíma verður vefsíðan starfrækt. Hugsanlega verður þetta einu sinni í mánuði en við eigum eftir að sjá hvernig viðskiptavinir taka í framtakið. Núna er til dæmis í gangi janúartilboð sem lýkur laugardaginn 9. janúar. Fimmtán glæsilegar netverslanir taka þátt í viðburðinum að þessu sinni og bjóða sumar hverjar allt að 80% afslátt af vörum sínum.

Til þess að neytendur geti fylgst með öllum bestu tilboðunum á netinu þá erum við með póstlista sem fólki er frjálst að skrá sig á. Þá látum við vita með góðum fyrirvara þegar við stofnum nýjan afsláttaviðburð, hvaða fyrirtæki munu taka þátt og hversu lengi hver viðburður er í gangi. Einnig sjáum við fram á að senda út á póstlistann fyrir fyrirtæki sem hyggja á að bjóða upp á afslátt utan hinna auglýstu afsláttarviðburða. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja fylgjast með afsláttum vefverslana, að skrá sig á póstlistann á vefsíðunni.“

Fjölbreyttar vörur

Þær vefverslanir sem taka þátt í afsláttarviðburðum netpopup.is eru af sérlega fjölbreyttum toga. Þar má finna netverslanir með snyrtivörur, barnavörur, vörur fyrir heimilið, hönnun og handverk, lífstílsvörur og ýmislegt fleira. „Við hvetjum fleiri fyrirtæki og netverslanir að skrá sig til leiks hjá okkur, enda bjóðum við uppá mjög góð kjör fyrir fyrirtæki. Skráningargjaldið er borgað fyrir hvern viðburð fyrir sig og er það val hverrar netverslunar fyrir sig að taka þátt í þeim afsláttarviðburðum sem hentar. Einnig geta netverslanir keypt sérstaka aukapakka hjá okkur sem ganga út á birta auglýsingar inni á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram eða í formi auglýsinga sem sendar eru á póstlistann.“

Fylgstu með afsláttum netverslana á Netpopup.is á Facebook, netpopup.is á Instagram og með því að skrá þig á póstlistann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
22.06.2021

Hágæða rúm, borðstofuborð, sófaborð og stólar á fáránlegum afslætti hjá Vogue

Hágæða rúm, borðstofuborð, sófaborð og stólar á fáránlegum afslætti hjá Vogue
Kynning
11.06.2021

Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO
Kynning
31.05.2021

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD
Kynning
28.05.2021

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha
Kynning
16.04.2021

MOJU heilsuskotin komin til Íslands

MOJU heilsuskotin komin til Íslands
Kynning
26.03.2021

Hin glitrandi fegurð finnst líka í kombucha

Hin glitrandi fegurð finnst líka í kombucha
Kynning
12.03.2021

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar
Kynning
12.03.2021

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum