fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Kynning

Haftengd nýsköpun er framtíðin

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 2. september 2020 13:02

"Við erum ótrúlega spennt að bjóða upp á Sjávarakademíuna núna í fyrsta skipti í haust."

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarakademían er glænýtt og spennandi einnar annar nám á framhaldsskólastigi. Námið snýr að haftengdri nýsköpun í sínum víðasta skilningi og er staðsett í Húsi sjávarklasans.

„Það hefur aldrei áður verið álíka nám í boði á Íslandi á framhaldsskólastigi, heldur hefur nýsköpunarnám af þessu tagi einskorðast við háskólastig. Námið er hugsað fyrst og fremst sem kostur fyrir fólk á framhaldsskólaaldri til að kynnast vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja. Það hentar bæði ungu fólki sem er að byrja sitt framhaldsskólanám eða vill bæta við sig, en námið gefur 30 einingar inn í framhaldsskóla sem jafngildir einni önn. Námið er líka tilvalið fyrir fólk með reynslu af vinnumarkaði sem langar að bæta við sig þekkingu sem snýr að nýsköpun eða hyggur á stofna fyrirtæki innan bláa hagkerfissins. Einu skilyrðin sem umsækjendur þurfa að uppfylla er að hafa lokið grunnskólaprófi,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum..

Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.

Fjölbreytt nám með nýstárlegu sniði

Í Sjávarakademíunni verður lögð áhersla á kynningu á vörum og nýjum fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum sjávarútvegs og fiskeldis, allt frá vinnslu til vöruþróunar, markaðssetningu og sölu. „Náminu er hagað eins og í menntaskóla þar sem kennt er alla virka daga. Við fáum ýmist til okkar fyrirlesara frá fyrirtækjunum sem eru mörg hver staðsett í Húsi sjávarklasans eða förum sjálf í vettvangsferðir í ýmis fyrirtæki tengd sjávariðnaðinum á Íslandi, en flest þeirra eru staðsett á Suðurnesjum. Því verður kennslustofan sem slík með heldur ólíku sniði en gengur og gerist í flestum menntaskólum. Hús sjávarklasans er líka staður sem býður upp á ótrúleg tækifæri og skemmtilegt umhverfi fyrir fólk sem er að feta sín fyrstu spor á sviði nýsköpunar.“

Fyrr í sumar var boðið uppá námskeið sem var eins og nokkurs konar inngangur í námið. Námskeiðið gekk vonum framar og nemendur, sem voru tíu talsins, stóðu sig frábærlega.

Nemendur hafa frelsi til þess að vinna saman í hópum eða sem einstaklingar. „Ef það myndast til dæmis flottur hópur af fólki sem vinnur vel saman að verkefnum þá stöndum við að sjálfsögðu ekki í vegi fyrir því. Samstarf getur verið afar gjöfult fyrir suma og svo finnst öðrum best að vinna sjálfir að eigin verkefnum.“

Hér eru þátttakendur í námskeiðinu í vettvangsferð.

Ótrúleg tækifæri

„Við erum ótrúlega spennt að bjóða upp á Sjávarakademíuna núna í fyrsta skipti í haust, en fyrr í sumar vorum við með námskeið sem var eins og nokkurs konar inngangur í námið. Námskeiðið gekk vonum framar og nemendur, sem voru tíu talsins, stóðu sig ótrúlega vel. Þátttakendur voru fólk á breiðu aldursbili, allt frá 17 ára upp í 47 ára. Í lok námskeiðsins unnu nemendur lokaverkefni sem sneri að því að stofna sitt eigið fyrirtæki. Þar má nefna eitt verkefni þar sem hugmyndin var að framleiða kaffihylki í kaffivélar með viðbættu fiskikollageni. Svo er önnur hugmynd nú komin í fulla vinnslu, þar sem nemandi hannaði skartgripalínu með innblástur úr hafinu. Meðal annars var hálsmen sem minnti á fiskinet og svo voru sjómannshnútarnir nýttir í hönnunina. Þetta lofar því sérlega góðu fyrir haustið og komandi námsönn.“

Námið er ein önn og fer allajafna fram í Húsi sjávarklasans á Grandagarði. Sjávarakademían er á vegum Sjávarklasans og Fisk-tækniskóla Íslands og lauslega byggð á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu.

„Haustönn hefst þann 14.september og er umsóknarfrestur til 7.september. Nú þegar eru tíu skráðir í námið og það er pláss fyrir fimm í viðbót,“ segir Sara.

Námsgjöld eru 18.000 kr. á önn.
Skráning fer fram á vefsíðu Sjávarklasans.

Nánari upplýsingar gefur Sara Björk Guðmundsdóttir í síma 777-0148 eða sarabjork@sjavarklasinn.is

Námið er kennt í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16, 101 Reykjavík
Sími: 577-6200
sjavarklasinn@sjavarklasinn.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
03.02.2021

Skattafróðleikur í beinu streymi núna

Skattafróðleikur í beinu streymi núna
Kynning
22.01.2021

Það verður að vera kombucha – líka í sveitinni

Það verður að vera kombucha – líka í sveitinni
Kynning
11.01.2021

RAFSENDIBÍLLINN PEUGEOT e-EXPERT, SENDIBÍLL ÁRSINS 2021 KOMINN Í FORSÖLU HJÁ BRIMBORG

RAFSENDIBÍLLINN PEUGEOT e-EXPERT, SENDIBÍLL ÁRSINS 2021 KOMINN Í FORSÖLU HJÁ BRIMBORG
Kynning
11.01.2021

Rjúfðu vítahringinn með Bowel Biotics+ Enzymes

Rjúfðu vítahringinn með Bowel Biotics+ Enzymes
Kynning
09.12.2020

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum

Atvinnubílar frá Brimborg hrúga inn verðlaunum
Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
20.11.2020

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu

Guðdómlegar vörur fyrir húð og andlega heilsu
Kynning
20.11.2020

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi