fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Kynning

Getur þetta verið rétt?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 1. september 2020 10:00

Getur þetta verið rétt?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru fyrstu viðbrögð margra þegar þeir heyra að fleiri séu teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna heldur en fyrir ölvunarakstur. Það sem meira er, þetta hefur verið svona síðan árið 2013 og það sem af er þessu ári hafa 83% fleiri verið teknir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna heldur en áfengis skv. tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hvers vegna er svona erfitt að kyngja þessum staðreyndum? Neysla áfengis er lögleg og því er áfengi eðlilegur hluti lífsins hjá mörgum Íslendingum. Fólk fær sér í glas í veislum, fær sér vín með matnum, bjór yfir leiknum o.s.frv. Því geta flestir ímyndað sér aðstæður þar sem fólk freistast til þess að aka eftir nokkra bjóra eða nokkur glös. Þar að auki hafa yfirvöld á Íslandi í gegnum tíðina rekið áróður gegn ölvunarakstri og þar með gert Íslendingum grein fyrir vandamálinu.

 

Þekkir þú einhvern í falinni neyslu?

Þegar kemur að neyslu lyfja og vímuefna er vandamálið ekki jafnaugljóst. Fáir tengja við það að fá sér jónu eftir matinn eða lykil yfir leiknum, enda einskorðast vandamálið ekki við slíka partý-neyslu. Oft er neyslan falin vinum og vandamönnum. Fólk hefur mögulega ánetjast lyfjum eftir einhvers konar veikindi eða verkjameðferð og leitar þá jafnvel í sífellt sterkari lyf. Því getur verið að þú þekkir einhvern sem er í falinni neyslu án þess að þú áttir þig á því.

Akstur undir áhrifum lyfja og vímuefna er að sama skapi vandamál sem er hulið samfélaginu að miklu leyti. Vandamálið kristallast þó ekki eingöngu í brotatölum lögreglunnar heldur einnig í slysatölfræði. Árið 2018 slösuðust 85 manns vegna aksturs eftir ólöglega neyslu lyfja og vímuefna og því til viðbótar slösuðust 7 manns í slysum þar sem orsökin var lögleg neysla lyfja. Það eru samtals 92 slasaðir á einu ári. Til samanburðar slösuðust þetta sama ár 64 vegna ölvunaraksturs.

Versta árið

Árið 2018 var versta ár sem við höfum séð hvað varðar lyfja- og vímuefnaakstur. Tölurnar höfðu hækkað ár frá ári en þegar ljóst var í hvað stefndi árið 2018 varð talsverð þjóðfélagsumræða um þetta „nýja“ vandamál. Líklegt er að sú umræða hafi leitt eitthvað til fækkunar á slysum. En fyrst og fremst sáum við fækkun á slysum vegna aðgerða lögreglu. Lögð var sérstök áhersla á þennan málaflokk í eftirliti lögreglu; eftirlit var aukið og var verklag við úrvinnslu gert skilvirkara og má fólk nú búast við að fá sektir og aðrar refsingar mun fyrr en áður. Við sjáum afraksturinn af þeim áherslubreytingum glögglega í dag; slysum fækkar en brotum fjölgar, þ.e. fjöldi brotlegra sem lögreglan stöðvar.

Árið 2019 slösuðust talsvert færri vegna aksturs undir áhrifum lyfja og vímuefna heldur en árið áður. Fækkaði slösuðum úr 92 í 48 og er það í fyrsta sinn síðan árið 2015 sem fækkun verður milli ára. Þessi fækkun gefur til kynna að dregið hafi úr akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna en á hinn bóginn voru fleiri stöðvaðir af lögreglu vegna þessa brots árið 2019 en árið áður. Þessar aðgerðir lögreglu virðast því hafa tvíþætt áhrif. Annars vegar hafa þær fælingarmátt og sjáum við á slysatölum að líklega hefur dregið úr akstri undir áhrifum lyfja og vímuefna. Hins vegar nær lögregla að stöðva fleiri brotamenn og taka þá fyrr úr umferð og gera þannig umferðina öruggari fyrri okkur öll.

Rauði þríhyrningurinn

Um þessar mundir stendur Samgöngustofa fyrir herferð í þeim tilgangi að koma lyfjum og vímuefnum úr umferð(inni). Merki herferðarinnar er rauði þríhyrningurinn sem flestir þekkja af umbúðum lyfja sem geta haft áhrif á aksturshæfni fólks. Við vonum að herferðin hvetji fólk til að aka ekki undir áhrifum lyfja og vímuefna og að fólk ákveði að tala við sína aðstandendur sem þurfa að taka skilaboðin til sín. Ákvarðanir okkar geta bjargað mannslífum.

Gunnar Geir Gunnarsson, Deildarstjóri Öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu er höfundur greinarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
05.12.2020

Gefðu dass af jólakryddi í tilveruna

Gefðu dass af jólakryddi í tilveruna
Kynning
20.11.2020

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi
Kynning
20.11.2020

Ást og alúð í hverjum skammti

Ást og alúð í hverjum skammti
Kynning
19.10.2020

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl
Kynning
16.10.2020

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup
Kynning
05.10.2020

Október er húðumhirðumánuður

Október er húðumhirðumánuður
Kynning
26.09.2020

Taumlaus gleði með JBL Quantum leikjaheyrnatólum

Taumlaus gleði með JBL Quantum leikjaheyrnatólum