fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Kynning

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. ágúst 2020 09:29

Kenndir eru ýmsir dansstílar við skólann og má þar helst nefna commercial, jazzballet, jazzfunk, söngleikjadans, modern og fleira.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansskóli Birnu Björns byrjar haustönnina af krafti mánudaginn 14. september á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í skólanum er boðið upp á fjölbreytt dansnám fyrir alla frá 3 ára aldri og uppúr. Hjá skólanum starfa hæfileikaríkir kennarar með áralanga reynslu af dansnámi, -kennslu og kóreógrafíu og hafa margir hverjir lifað og hrærst í dansheiminum frá ungaaldri.

Kenndir eru ýmsir dansstílar við skólann og má þar helst nefna commercial, jazzballet, jazzfunk, söngleikjadans, modern og fleira. „Við fáum líka reglulega til okkar gestakennara bæði íslenska og erlenda og er þá boðið upp á vinnustofur fyrir bæði nemendur og kennara. Við bjóðum upp á barnadansa þar sem skapandi dans og tónlist er í fyrirrúmi og nemendur fá að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín,“ segir Birna Björnsdóttir, skólastjóri og kennari við skólann.

Við mælum með náminu okkar fyrir þá sem vilja fjölbreytta tíma, kynnast nýju fólki og sjá varanlegan árangur.

Söngleikjadeildin stækkar ört

Einnig er starfandi við skólann söngleikjadeild þar sem nemendur læra leiklist, söng og dans. „Söngleikjadeildin okkar er alltaf að stækka og hún spilar virkilega stóran þátt í nemendasýningu dansskólans ár hvert í Borgarleikhúsinu sem er hápunktur ársins! Nemendasýningin á næsta ári, 2021, verður Mary Poppins og þá verður öllu til tjaldað.“

Dansskólinn um víða veröld

Nemendur hjá Dansskóla Birnu Björns taka þátt í undankeppni Dance World Cup árlega og keppa síðan erlendis á sumrin. „Í keppninni hafa dansararnir frá okkur náð frábærum árangri og fengið að kynnast dansheiminum í stærra samhengi, sem er auðvitað virkilega ánægjulegt fyrir okkur. Einnig fer árlega stór hópur skólans í æfingarferð til London þar sem þær fá að kynnast nýjum dansstílum og hitta virta danshöfunda erlendis. Það er alltaf hápunkturinn að fara á söngleiki og kynnast listalífinu í London.“

Skapandi danskeppni

Ár hvert heldur dansskólinn einnig sína eigin danskeppni þar sem nemendur fá að spreyta sig, læra að semja sjálfir, hanna búninga og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. „Þessi keppni fer fram í nóvember og er útkoman alltaf jafn skemmtileg. Það sem stendur upp úr í dansskólanum er vináttan sem myndast í tímum. Stelpurnar okkar eru að ná gríðarlega miklum árangri enda leggjum við mikinn metnað í kennsluna okkar. Þá bjóðum við upp á tæknitíma og fjölbreyttar útfærslur á því hversu oft nemendur vilja æfa í viku. Við mælum með náminu okkar fyrir þá sem vilja fjölbreytta tíma, kynnast nýju fólki og sjá varanlegan árangur.“

Það sem stendur upp úr í dansskólanum er vináttan sem myndast í tímum.

Eins og áður sagði hefst kennsla í skólanum þann 14. september. „Við tökum vel á móti nýjum og gömlum nemendum, en það verður frítt í prufutíma fyrstu kennsluvikuna. Við hlökkum virkilega til að sjá ný andlit og gamla vini.“

Kynntu þér dansnámið frekar á dansskolibb.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.12.2020

Ný upplifun í náttúruparadís

Ný upplifun í náttúruparadís
Kynning
05.12.2020

Gefðu dass af jólakryddi í tilveruna

Gefðu dass af jólakryddi í tilveruna
Kynning
20.11.2020

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi

Verslanir Rúmfatalagersins opnar lengur til að dreifa álagi
Kynning
20.11.2020

Ást og alúð í hverjum skammti

Ást og alúð í hverjum skammti
Kynning
19.10.2020

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl

Síðasti séns að næla sér í æsandi jóladagatöl
Kynning
16.10.2020

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup

Opið hús um helgina: Íbúðir til sölu á 14,9 milljónir á Suðurnesjum – Tilvalin fyrstu kaup
Kynning
05.10.2020

Október er húðumhirðumánuður

Október er húðumhirðumánuður
Kynning
26.09.2020

Taumlaus gleði með JBL Quantum leikjaheyrnatólum

Taumlaus gleði með JBL Quantum leikjaheyrnatólum