fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Kynning

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 6. maí 2020 12:00

Ásta María Harðardóttir og Chantal Ösp van Erven.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarnámskeið Smárabíós slógu rækilega í gegn í fyrrasumar og er ætlunin að endurtaka leikinn aftur í sumar. „Í fyrra vorum við með tvö námskeið sem gengu langt fram úr björtustu vonum. Við fengum frábært fólk til að sjá um námskeiðin og krakkarnir sem mættu voru hverjum öðrum skemmtilegri. Í ár verða ellefu námskeið í boði út allt sumarið. Nú þegar eru fjölmargir byrjaðir að skrá börnin sín hjá okkur og við erum virkilega spennt að fá að hitta alla þessa flottu krakka í sumar,“ segir Ásta María Harðardóttir, rekstrarstjóri Smárabíós og Háskólabíós.

Fjölbreytt námskeið fyrir allskonar krakka

Í Smárabíói er að finna fjölbreytt framboð af afþreyingu og allt á sama stað sem hentar svona námskeiðahaldi sérstaklega vel. Ásta sér meðal annars um að skipuleggja sumarnámskeið Smárabíós ásamt Chantal Ösp van Erven, sem hefur áður séð um sumarnámskeið skátafélagsins Vífils. „Við erum með boltaland, bíósal, leiktækjasal, karaoke og fjölmargt fleira í boði. Einnig fá krakkarnir að spreyta sig á rafíþróttum og prófa VR sýndarveruleikagleraugu. Svo erum við með ferðalazertag sem hægt er að setja upp í ristastórri leikgrind á svæðinu eða úti þegar veður leyfir. Einnig verður boðið upp á andlitsmálning, ratleiki og margt fleira. Þá verða hópleikir og ratleikir mismunandi eftir hverju námskeiði fyrir sig, sem og uppbygging námskeiðanna, enda fer það mikið eftir veðri hvað er hægt að gera. Það er því ekkert til fyrirstöðu að skrá sig á fleiri en eitt námskeið ef krakkarnir hafa áhuga á því.“

Gul og græn námskeið

Hvert námskeið er frá kl. 12:30-16:00 frá mánudegi til föstudags. Námskeiðunum er jafnframt skipt upp í gul námskeið og græn. Á því gula er meðal annars farið í Rush garðinn, sem er staðsettur við hliðina á Smáralind, en um er að ræða stórskemmtilegan trampólíngarð sem er engu líkur. Á græna námskeiðinu kemur hins vegar Blaðrarinn og kennir krökkunum að búa til allskonar flottar fígúrur úr blöðrum. Mælst er til þess að börnin taki með sér hollt nesti og vatnsbrúsa á hverjum degi. Á lokadegi hvers námskeiðs er svo boðið upp á pítsuveislu svo ekki þarf að hafa með sér nesti þann dag.

Skemmtileg viðbót við sumarnámskeiðaflóruna í sumar

Sumarnámskeið Smárabíós eru hugsuð sem skemmtileg viðbót við þá fjölbreyttu flóru sumarnámskeiða sem eru í boði á hverju ári. „Það hentar ekki öllum krökkum að fara á íþróttanámskeið eða skátanámskeið og sumarnámskeið Smárabíós eru full af fjölbreyttri afþreyingu fyrir allskonar krakka á aldrinum 6-10 ára. Í fyrra vorum við með börn alveg upp í 12 ára og þeir skemmtu sér einnig konunglega. Við byrjum hvert námskeið á að kynnast vel og finna út áhugamál hvers hóps fyrir sig. Þá komum við til móts við mismunandi þarfir hvers og eins og vinnum að því að styrkja krakkana sem einstaklinga.“

Sumarnámskeið Smárabíós er frá kl. 12:30 til 16:00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinu 6 til 10 ára.

Tímasetningar sem eru í boði eru:

Námskeið 1. 8 til 12 júní – Grænt námskeið

Námskeið 2. 15 til 19 júní (ATH ekki námskeið 17 júní. Verð 15.000) – Gult

Námskeið 3. 22 til 26 júní. – Grænt námskeið

Námskeið 4. 29. júní til 3 júlí.- Gult námskeið

Námskeið 5. 6 til 10 júlí. – Grænt námskeið

Námskeið 6. 13 til 17 júlí. – Gult námskeið

Námskeið 7. 20 til 24 júlí. – Grænt námskeið

Námskeið 8. 27 til 31 júlí.- Gult námskeið

Námskeið 9. 4 til 7 ágúst (ATH ekki námkskeið 3 ágúst. Verð 15.000) – Grænt

Námskeið 10. 10 til 14 ágúst. – Gult námskeið

Námskeið 11. 17 til 21 ágúst. – Grænt námskeið

 

Fjórir til sex starfsmenn sjá um hvert námskeið fyrir sig og eru mest 30 þátttakendur á hverju námskeiði.

Smárabíó leggur áherslu á hreinlæti, handþvott allra og að spritta alla snertifleti sem oftast. Einnig er nóg pláss á svæðinu til að halda tveggja metra reglunni öllum stundum.

Verð

– 20.000 kr. á hvert barn.

– Systkinafasláttur er 15% fyrir annað barnið.

– Þátttökugjald er greitt áður en námskeið hefst.

– Innifalið í verði: Öll afþreying og veitingar á lokadegi (pizza, popp og svali)

Skráning fer fram á vefsíðu Smárabíós.

Við hlökkum til að sjá ykkur á sumarnámskeiðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna