fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Kynning

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

Kynning
Kynningardeild DV
Föstudaginn 22. maí 2020 12:00

BYKO getur bent á góða aðila sem hafa sett upp CLT hús og búa yfir þekkingu og reynslu af því að vinna með efnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur CLT, eða krosslímt timbur, verið að ryðja sér til rúms á íslenskum byggingarmarkaði. Kostirnir eru gríðarlegir og möguleikarnir nánast óendanlegir.

Síðan á tíunda áratugnum hefur CLT verið að ryðja sér til rúms á evrópskum markaði. CLT er fjölhæft efni sem hentar sérlega vel til húsabygginga. „Krosslímda timbrið er notað í veggi, gólf og þök og kemur allt sérútbúið og tilsniðið út frá teikningum. Byggingarhraðinn er mikill og sparnaðurinn er gríðarlegur miðað við hefðbundnar húsbyggingar. Það getur því verið mikill kostnaðarsparnaður í notkun CLT miðað við almenn uppsteypt hús eða timburhús. Að auki er mun minni efnisrýrnun, en vegna þess að einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstaðinn eru nær engin afföll á efni. Þetta er því mun hraðvirkari, ódýrari og snyrtilegri byggingarmáti en margur annar,“ segir Sigurður Júlíus Jónsson, sölumaður hjá BYKO.

BYKO flytur inn CLT-einingar frá framleiðslufyrirtækinu Skonto í Lettlandi. „Skonto er afar stórt á markaðnum í Evrópu og framleiðir hágæða CLT-einingar úr greni og hægvaxandi furu. Efnið er umhverfisvænt og bindur kolefni sem skiptir miklu máli núna þegar við erum sífellt að leita að umhverfisvænni kostum í allri byggingagerð. Þetta er án efa framtíðin í byggingariðnaðinum. Möguleikarnir eru nánast endalausir með þessu hentuga og vistvæna efni. Árið 2018 var fyrsta CLT-húsið teiknað af TeiknArk í samvinnu við BYKO og það seldist samstundis. Viðskiptavinirnir voru gjörsamlega í skýjunum. Núna erum við að selja CLT-hús sem fer á Þingvelli og erum með fjölda annarra verkefna í pípunum, hvort heldur er fyrir heimili, sumarhús, raðhús, parhús eða fyrirtæki.“

Sigurður Júlíus Jónsson, sölumaður hjá BYKO, mælir heils hugar með notkun CLT í sumarhúsið. Mynd/Ernir.

Styrkur og einangrun

CLT er sérlega sterkt efni. „Miðað við stálið þá er CLT sterkara hvað varðar þyngd og eðlismassa. Krosslímda timbrið er einnig afar hentugt á jarðskjálftasvæðum og hafa byggingar úr CLT gefist vel í Japan þar sem jarðskjálftar eru bæði tíðir og öflugir. Einangrunargildi CLT er að sama skapi mun meira í samanburði við steinsteypu upp á þykktina að gera. Þá hefur 100 mm veggur úr CLT sambærilega einangrunarmöguleika og 150 mm steinsteypuveggur. Því kemstu upp með að vera með þynnri einingar sem sparar dýrmætan fermetrafjölda sem kemur aftur inn á byggingarkostnað.“

CLT í sumarhúsið og engar kuldabrýr „Að takmarka kuldabrýr er sérstaklega mikilvægt í sumarhúsum sem standa mörg hver tóm stóran hluta ársins og hitna og kólna með veðurfarinu. Þar kemur krosslímda timbrið afar sterkt inn. Timbrið leiðir ekki kulda og heldur hita mun betur en önnur byggingarefni. Einnig mælum við með því að nota loftristar í gluggum sem auka jöfn loftskipti, koma hreyfingu á loftið og stuðla að betri loftgæðum. Þetta takmarkar enn fremur rakamyndum í hýbýlum.“

„Við erum með allt til þess að byggja hús og innrétta, fyrir utan lóðina og sökkulinn. Það er, við bjóðum allar lausnir í húsbyggingu fyrir utan fljótandi steypu.“

Skonto í Lettlandi er afar stórt á markaðnum í Evrópu og framleiðir hágæða CLT-einingar úr greni og hægsprottinni furu.

Allt á einum stað

Þegar kemur að því að byggja sumarhús getur BYKO boðið allan pakkann. „Við erum með allt til þess að byggja hús og innrétta, fyrir utan lóðina og sökkulinn. Það er, við bjóðum allar lausnir í húsbyggingu fyrir utan fljótandi steypu. Við erum til dæmis með þéttidúka frá SIGA, glugga, hurðir, klæðningar, þakefni, innréttingar, húsbúnaðinn, reiðhjólin, og allt annað sem þarf til þess að búa sér draumaheimili eða byggja fallegt sumarhús. Það er því óþarfi að leita annað en til okkar þegar kemur að framkvæmdum.“

BYKO er fyrst og fremst efnissali. „Við setjum ekki upp hús fyrir viðskiptavini. En ef viðskiptavinur er ekki nú þegar í sambandi við byggingarverktaka getum við bent á góða aðila sem hafa sett upp hús frá okkur og búa yfir þekkingu og reynslu af því að vinna með CLT. Einnig erum við með hönnuði og arkitekta sem teikna upp hús fyrir viðskiptavini, en við tökum að sjálfsögðu líka við teikningum frá öðrum aðilum. Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um hvað svona einingahús kosti. Það getur reynst erfitt að gefa upp nákvæmt verð vegna þess að hvert hús og hver eining er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Við getum þó fullyrt að CLT einingahús bjóða upp á ódýrari lausnir í húsbyggingu en allar aðrar gerðir húsbygginga af sama gæðastuðli.“

Forsniðnar húsgrindur BYKO býður einnig upp á stórsniðuga lausn fyrir handlagna. „Forsniðnu húsgrindurnar hafa slegið í gegn hjá okkur undanfarið. Þetta eru rammahús í ýmsum stærðum og gerðum sem fólk skrúfar sjálft saman á staðnum. Það þarf enga sérmenntun enda kemur þetta allt tilsniðið með teikningum og öllu. Fólk getur því verið að dunda sér sjálft við að smíða sér gesthús eða geymslu. Svo velur maður klæðningu, hvort sem það er gifs, bárujárn eða annað. Þetta er frábær viðbót við kofaflóruna sem við bjóðum upp á hjá BYKO.“

 

Nánari upplýsingar á vefsíðu BYKO, byko.is

Komdu við í BYKO á Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogi, til að fá upplýsingar um CLT einingahús eða forsniðnar húsgrindur.

Sími: 515-4000

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Lést af COVID-19

Nýlegt

Kynning
23.09.2020

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki
Kynning
19.09.2020

Losti og leiktæki ástarlífsins

Losti og leiktæki ástarlífsins
Kynning
26.08.2020

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg
Kynning
24.08.2020

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
01.07.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi
Kynning
25.06.2020

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!