fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Kynning

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 21. maí 2020 10:00

Mynd/Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frænkurnar Sigrún Jónsdóttir og Áslaug Ragnarsdóttir ásamt Ragnari, manni Sigrúnar, stofnuðu Djúpið fiskvinnslu í upphafi ársins 2019 og færa nú spriklandi ferskan fisk til neytenda.

Djúpa laugin

Djúpið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og á uppruna sinn meðal annars að þakka afa þeirra Áslaugar og Sigrúnar. „Afi fer á milli og tekur hús á fólki. Í heimsóknum sínum segir hann og fær fréttir af fjölskyldumeðlimum. Hann sagði mér að Raggi hennar Sigrúnar væri tilbúinn í ný verkefni og orðin þreyttur á ferðalögum til og frá Noregi þar sem hann var að vinna. Sjálf var ég tilbúin í ný ævintýri og kom afi þá með þá uppástungu að við gerðum eitthvað saman. Svo leiddi eitt af öðru og hér stöndum við í dag. Við vorum þó öll þrjú alveg rennblaut á bak við eyrun í upphafi og má því segja að við höfum tekið duglega dýfu beint í djúpu laugina. Við hlæjum líka stundum að því að nafnið okkar, Djúpið, hafi alveg óvart tvíræða merkingu. Sem betur fer býr maðurinn minn að mikilli reynslu í þessum geira og hefur stutt okkur mjög mikið í öllu ferlinu.“

Undirbúningur á dýrindis fiskrétti í gangi. Mynd/Sigtryggur Ari.Saman í fiskinum

Það er þó engin tilviljun að fiskverkunarbransinn varð fyrir valinu þegar kom að því að velja verkefni fyrir fjölskyldufyrirtækið og er saga að segja frá því hvernig Áslaug fékk áhuga á fiskvinnslu. Fyrsta stefnumót þeirra hjóna var með heldur óvenjulegu sniði. „Hann fór með mig niður í fiskvinnsluna sem hann átti á þeim tíma, til að sýna mér fiskana. Honum hafði áskotnast stórlúða sem hann var nú ansi ánægður með og tók mynd af mér með henni. Ég veit ekki alveg hvað vakti fyrir honum en það var ákveðinn sjarmi yfir þessu óvenjulega stefnumóti. Þetta virkaði líka ágætlega hjá honum því nokkrum árum og tveimur börnum síðar erum við enn saman.“

Spriklandi ferskur fiskur beint til neytenda

Djúpið kappkostar að færa spriklandi ferskan fisk til neytenda með eins fáum milliliðum og hægt er. „Frá upphafi hefur það verið markmið okkar að bjóða eins ferskan fisk og hægt er, sem kemur til okkar að nóttu til, er verkaður að morgni og fer beint til viðskiptavina. Við geymum ekki stóran lager, frystum eða þyngjum fiskinn, heldur leggjum við áherslu á hann fari splunkunýr beint til neytenda. Þetta er ákveðin kúnst þar sem við handflökum allan fiskinn sjálf, sem er auðvitað tímafrekara en að renna honum í gegnum flökunarvél. En svona getum við tryggt gæði vörunnar okkar.“

Fiskur 65” (lúða). Kókos, cumin og kardimommur. Mynd/Sigtryggur Ari.

Opnuðu á fiskpantanir einstaklinga í Covid

Djúpið þjónustar fjölda stórra mötuneyta og veitingastaða. „Við erum ekki fiskbúð í hefðbundnum skilningi en í kjölfarið á samkomubanninu vildum við leggja okkar af mörkum þegar fólk var fast heima hjá sér. Við brugðum því á það ráð að senda fisk heim að dyrum. Það kom alveg flatt upp á okkur hversu vel fólk tók í þetta. Okkur finnst ferlega gaman að finna fyrir ánægju viðskiptavina með vöruna okkar og að sjá þá panta aftur og aftur. Nú er fólk komið meira á kreik svo við hættum með heimsendingar en ákváðum að halda áfram að bjóða einstaklingum að panta og sækja ferskan fisk á góðu verði.“

Bleikja með límónu, kóríander og limelaufum. Mynd/Sigtryggur Ari.

Girnilegir fiskréttir

Eins og er vinna Djúpverjar í uppsetningu eldhúss í fiskvinnslunni þar sem þau stefna á að þróa og matreiða fiskrétti frá grunni. „Við munum gera allar marineringar, kryddblöndur og sósur úr ferskasta hráefni sem völ er á og pössum að hafa fiskinn í réttunum glænýjan og ferskan. Við búum við þann lúxus hér á landi að geta ávallt boðið upp á spriklandi ferskan fisk svo það er algjör synd að fiskréttir í búðum séu oft „fiskur í felum“. Okkar markmið er að vera öðruvísi hvað þetta varðar og gera betur.“

Á facebook síðu Djúpsins er flesta daga hægt að sjá úrval dagsins af nýveiddum fiski. „Það er samt langbest að hringja í okkur í síma 419-1550 til þess að fá nákvæmari upplýsingar um hvað er til og kíkja síðan við hjá okkur og næla sér í dýrindis fisk.“

„Stundum hugsa ég til baka og skil hreinlega ekki hvernig við komumst í gegnum síðasta ár. Við byrjuðum með mjög lítið á milli handanna og hefðum líklega ekki getað byrjað á óheppilegri tíma, því fiskurinn var svo dýr á markaði vegna slæms veðurfars. Við unnum bara eins og vitleysingar og gerðum ekkert annað. Sem betur fer þykir okkur svo vænt um hvert annað og þykir svo gaman að vera saman að við héldum þetta út. Nú erum við með fast land undir fótum og lítum björtum augum á framtíðina.“

Djúpið fiskvinnsla er staðsett að Fiskislóð 28, 101 Reykjavík

Sími: 419-1550

Tölvupóstur: djupid@djupidfiskvinnsla.is

Facebook: Djúpið Fiskvinnsla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki