fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
Kynning

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 14:00

Friðrik Þór Friðriksson, Rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Þór Friðriksson tók við rektorsstöðu Kvikmyndaskóla Íslands á haustdögum 2017 af Hilmari Oddssyni sem starfaði sem rektor í sjö farsæl ár. „Ég hef verið viðloðandi skólann allt frá 2003, þegar ég tók sæti í stjórn skólans. Undir stjórn Hilmars komst skólinn í hóp bestu kvikmyndaskóla í Evrópu. Í dag stefnum við að því að Kvikmyndaskóli Íslands verði á meðal bestu kvikmyndaskóla í heimi,“ segir Friðrik Þór, sem er einn þekktasti kvikmyndagerðamaður okkar Íslendinga.

Kvikmyndaskóli Íslands á sér farsælan feril í íslenskri kvikmyndasögu en fyrstu námskeið á vegum skólans voru haldin haustið 1992. Árið 2010 var skólastarf Kvikmyndaskóla Íslands uppfærð miðað við háskólastig og kennsluskrá skólans löguð að því. Jafnframt var hafinn undirbúningur að stofnun alþjóðlegrar deildar við skólann. Árið 2012 var skólinn tekinn inn sem fullgildur meðlimur inn í Cilect, alþjóðasamtök kvikmyndaháskóla. „Við erum langt komin með markmið okkar. Næsta skref er að sækja um formlega háskólaviðurkenningu fyrir skólann og opna deild fyrir alþjóðlega nemendur þar sem kennt verður á ensku. Slík deild yrði gjaldeyrisskapandi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað og þjóðfélag. Erlendir kvikmyndagerðamenn sem læra á Íslandi eru líklegir til þess að vinna verkefni hér á landi og skapa þannig atvinnutækifæri fyrir íslenskt kvikmyndagerðafólk. Þetta er góð fjárfesting fyrir framtíðina. Við finnum fyrir miklum áhuga hjá erlendum nemendum og erum bjartsýn á að alþjóðleg deild verði komin í gagnið strax í haust. Þessi alþjóðlegi vinkill gefur m.a. möguleika á að bjóða erlendum gestakennurum að halda masterclass hjá okkur á vegum Íslenska kvikmyndaskólans og Icelandic Film School. Sjálfur hef ég ferðast víða, starfað við kvikmyndagerð og kennt við erlenda skóla. Þannig hef ég byggt upp tengslanet sem verður áhugavert að nýta í alþjóðlegu deildinni. Ég er til dæmis spenntur fyrir því að fá ungverska kvikmyndagerðamanninn Béla Tarr til okkar, en hann er einn þekktasti og færasti kvikmyndagerðamaður okkar tíma.“

80% starfa í bransanum eftir útskrift

Eitt af sérkennum Kvikmyndaskóla Íslands er að um 80% af þeim sem útskrifast úr skólanum starfa í kjölfarið í faginu. „Við gerðum könnun og þetta er einfaldlega staðreynd. Kvikmyndaskólinn hefur sett mjög stórt mark á iðnaðinn en útskriftanemendur frá okkur hafa verið í lykilhlutverkum í áberandi verkefnum eins og Áramótaskaupinu, sjónvarpsþáttaröðinni Broti og fjölmörgum öðrum verkefnum. Að loknu námi sýna útskriftarnemendur útskriftarverkefni sín á stuttmyndadögum í Bíó Paradís og svo höldum við úti ráðningavefsíðunni casting.is fyrir útskrifaða leikara úr skólanum. Við erum dugleg að koma nemendum okkar sem mest út í bransann enda erum við stolt af fólkinu okkar.“

Friðrik Þór. Mynd: Sigtryggur Ari.

Ómetanlegt tengslanet

Kvikmyndaskóli Íslands samanstendur af fjórum deildum. Nemendur velja á milli þess að einbeita námi sínu að leikstjórn, framleiðslu, leiklist eða skapandi tækni. Kennarar og fagstjórar Kvikmyndaskóla Íslands búa allir að mikilli reynslu í faginu. „Þetta er allt fólk með raunverulega reynslu og það er mjög gott fyrir nemendur að fá að kynnast þessu fólki og búa sér til tengslanet. Einnig verða til mjög sterk tengsl á milli nemenda innan skólans. Leikstjórar kynnast leikurum og klippurum og tökumönnum og fólk miðlar reynslu á milli sín.“

Námið tekur allajafna tvö ár og er námslánshæft. „Það er mikill kostur fyrir nemendur að geta fengið námslán, en það gerir þeim kleift að einbeita sér fyllilega að náminu og fá sem mest út úr því á meðan því stendur. Sjálfur hefði ég glaður vilja nýta mér slíkt fyrirkomulag þegar ég var að byrja í bransanum. Það hefði verið gott að geta tekið sér tvö ár til þess að sökkva sér í almennilega í það sem hugurinn girnist og hafa alla þessa frábæru kennara til leiðsagnar. Í minni tíð voru örfáir kvikmyndaleikstjórar á landinu og enn færri sem höfðu áhuga á að kenna. En í dag eru hátt í tuttugu virtir kvikmyndagerðamenn á Íslandi sem eru þekktir á alþjóðavísu. Við búum því að ómetanlegum viskubrunni.“ Skólinn býr að frábærum tækjakosti og húsnæði hvort sem um er að ræða ljós, myndavélar, hljóðupptökubúnaður, upptökuver, green screen aðstöðu eða annað. „Við störfum náið með tækjaleigunum en það er mikilvægt að nemendur séu að vinna við sama búnað og bransinn notar.“

Opið er fyrir umsóknir í Kvikmyndaskóla Íslands allan ársins hring á kvikmyndaskoli.is. Nú þegar er Kvikmyndaskóli Íslands langt kominn með að fylla upp í nemendafjölda í íslensku deildina í haust.

Kvikmyndaskóli Íslands, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík. Sími: 444-3300, kvikmyndaskoli@kvikmyndaskoli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
18.09.2020

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
11.09.2020

Potta- og pönnudagar í Byggt og búið

Potta- og pönnudagar í Byggt og búið
Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum