fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Kynning

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 20. apríl 2020 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin SUÐ snýr aftur úr sjálfskipaðri rokksóttkví með índírokk-slagarann Stillimynd. Lagið er fyrsta smáskífulagið af væntanlegri breiðskífu sem hefur fengið nafnið Vesen og kemur út í maí. Nýja lagið, Stillimynd, er indírokk-slagari með fljótandi og óræðum textabrotum þar sem meðal annars er velt upp spurningunni hvort það sé hægt að hafa nægilega mikla trú á sér til að breyta heiminum!

Vesen verður þriðja breiðskífa SUÐs. Hún var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Alberts Finnbogasonar (Grísalappalísa, Sóley, JFDR ofl) og mun koma út í maí á streymisveitum og í veglegri vinylútgáfu.

Indírokksveitin SUÐ var stofnuð seint á 10. áratugi síðustu aldar, gaf út eina breiðskífu (Hugsanavélin), sem hlaut góðar viðtökur og var hljómsveitin meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hljómsveitina SUÐ skipa þeir: Helgi Benediktsson: söngur/gítar, Kjartan Benediktsson: bassi/hljómborð/píanó og Magnús Magnússon: trommur/slagverk.

Hljómsveitin spilaði reglulega í neðanjarðar rokksenunni árin eftirstofnun en lagðist í dvala árið 2003. SUÐ var síðan endurreist árið 2016 með útgáfu breiðskífunnar Meira Suð! sem vakti talsverða athygli og fékk hlýjar viðtökur gagnrýnenda og indírokkara innanlands sem utan. Nú fjórum árum síðar snýr SUÐ aftur úr sjálskipaðri rokksóttkví með nýtt lag og þriðja breiðskífan, Vesen, mun líta dagsins ljós í maí.

Fylgstu með SUÐ á Facebook: Sudband

Instagram: Sudband

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.09.2020

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki

Ný og glæsileg heyrnartól frá JBL – gæði sem sæma fagfólki
Kynning
19.09.2020

Losti og leiktæki ástarlífsins

Losti og leiktæki ástarlífsins
Kynning
26.08.2020

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg

60,8% rafbílar og tengiltvinnbílar hjá Brimborg
Kynning
24.08.2020

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV

457 hestafla rafmagnaður tengiltvinn Explorer PHEV
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
01.07.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist Vaxandi
Kynning
25.06.2020

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!

Tíunda kynslóð örgjörva er mætt á markaðinn: Ótrúleg afkastageta!