fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Kynning

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 20. apríl 2020 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin SUÐ snýr aftur úr sjálfskipaðri rokksóttkví með índírokk-slagarann Stillimynd. Lagið er fyrsta smáskífulagið af væntanlegri breiðskífu sem hefur fengið nafnið Vesen og kemur út í maí. Nýja lagið, Stillimynd, er indírokk-slagari með fljótandi og óræðum textabrotum þar sem meðal annars er velt upp spurningunni hvort það sé hægt að hafa nægilega mikla trú á sér til að breyta heiminum!

Vesen verður þriðja breiðskífa SUÐs. Hún var tekin upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Alberts Finnbogasonar (Grísalappalísa, Sóley, JFDR ofl) og mun koma út í maí á streymisveitum og í veglegri vinylútgáfu.

Indírokksveitin SUÐ var stofnuð seint á 10. áratugi síðustu aldar, gaf út eina breiðskífu (Hugsanavélin), sem hlaut góðar viðtökur og var hljómsveitin meðal annars tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hljómsveitina SUÐ skipa þeir: Helgi Benediktsson: söngur/gítar, Kjartan Benediktsson: bassi/hljómborð/píanó og Magnús Magnússon: trommur/slagverk.

Hljómsveitin spilaði reglulega í neðanjarðar rokksenunni árin eftirstofnun en lagðist í dvala árið 2003. SUÐ var síðan endurreist árið 2016 með útgáfu breiðskífunnar Meira Suð! sem vakti talsverða athygli og fékk hlýjar viðtökur gagnrýnenda og indírokkara innanlands sem utan. Nú fjórum árum síðar snýr SUÐ aftur úr sjálskipaðri rokksóttkví með nýtt lag og þriðja breiðskífan, Vesen, mun líta dagsins ljós í maí.

Fylgstu með SUÐ á Facebook: Sudband

Instagram: Sudband

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup
Kynning
15.03.2020

Köfunarþjónusta Sigurðar: Sér um allt milli sjávaryfirborðs og hafsbotns

Köfunarþjónusta Sigurðar: Sér um allt milli sjávaryfirborðs og hafsbotns
Kynning
15.03.2020

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali