fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Kynning

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Djúsí dægurlagaperlur eins og Hvítu mávar, Segðu ekki nei, Út við himinbláu sundin, Jón er kominn heim, Nótt í Atlavík, Við arineld, Tvö ein í tangó, Bjössi á hól og margar fleiri munu hljóma á glæsilegum tónleikum í Salnum, Kópavogi, þann 14. mars. Hefjast tónleikarnir kl. 20.30.

Hulda Jónasar er sú sem hóf ferlið að ná saman því úrvalsliði sem prýða tónleikadagskrá Út við himinbláu sundin. „Tónleikarnir eru óður til söngkvennanna okkar sem greyptu þessi fallegu og skemmtilegu lög í minni þjóðarinnar á árunum árunum 1954–1974.“ Söngkonur eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins (1933-), Erla Stefáns (1935–2015), Hallbjörg Bjarna (1915–1997), Adda Örnólfs (1935-), Soffía Karls, Helena Eyjólfs og Mjöll Hólm.

Hér er sönghópurinn samankominn ásamt Þuríði Sigurðar söngkonu. Frá vinstri: Valgerður, Sigurlaug, Hreindís, Hugrún, Mjöll, Þuríður, Helena og Svanhildur.

„Aðalástæða þess að ég ákvað að fara af stað með þessa tónleika er einfaldlega sú að mér finnst þessi gömlu góð lög ekki heyrast nóg í dag. Svo eigum við þessar dásamlegu söngkonur sem margar hverjar er ennþá í fullu fjöri. Þrjár af þeim taka þátt í tónleikunum, þær Svanhildur, Helena og Mjöll. Þær eru gífurlega hæfileikaríkar og það hefur heyrst allt of lítið í þeim undanfarin ár.“

Söngkonurnar Helena, Svanhildur og Mjöll.

Einnig munu koma fram þær Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Sigurlaug Vordís sem allar eru bráðefnilegar og hafa vakið verðskuldaða athygli.

Söngkonurnar Sigurlaug, Hreindís og Hugrún.

„Við erum með fimm manna eðalband undir stjórn Rögnvalds Valbergssonar sem er kirkjuorganisti á Sauðárkróki. Aðrir í hljómsveitinni eru Hugrún Sif, sem spilar á flautur, Jonni, á bassa, Fúsi Ben, á gítar og Siggi, á trommur.“

Mjöll og Rögnvaldur.

Fer á kostum sem sögumaður

Að sjálfsögðu fylgja söngkonunum og lögunum gríðarskemmtilegar sögur og því mun hin óviðjafnanlega Valgerður Erlingsdóttir rifja upp tíðarandann og fara gjörsamlega á kostum sem sögumaður á tónleikunum. Við lofum eintómri gleði og dásamlegri tónlist og svo mörgum skemmtilegum sögum.

Frá vinstri Mjöll Hólm, Valgerður sögumaður, Hulda Jónasdóttir tónleikahaldari og Helena.

„Við vorum með tónleika í Sæluviku Skagfirðinga og í Hofi á Akureyri. Á báðum stöðum var troðfullt hús og mikil stemning. Einnig vorum við með tónleika í Salnum í Kópavogi í haust og þá komust færri að en vildu. Því var ákveðið  að endurtaka leikinn núna og bjóða upp á aðra tónleika.“

 

Hér eru nokkrar umsagnir gesta um tónleikana:

„Komin heim úr Hofi 12 himinlifandi heldriborgarar eftir tónleikana … Óslitin skemmtun og ekki skemmdi að fyrir utan Helenu og Mjöll Hólm voru þessir frábæru listamenn Skagfirðingar! Sannkallaður fagnaðarfundur og kom skemmtilega á óvart.“ – Þórdís Hjálmarsdóttir.

 

„Það sem þær syngja fallega, Sigurlaug Vordís og Hreindís Ylva.“ – Helga Þorsteinsdóttir.

 

„Frábært, þið eruð hver annarri betri, flottar.“ – Hallgerður Gunnarsdóttir

 

„Þið voruð yndisleg öll.“ – Lilja Bóthildur Alfreðsdóttir.

 

„Takk fyrir skemmtunina.“ – Sigríður Sigurðardóttir

 

Hreindís, Mjöll og Hugrún.

Tryggðu þér miða í síma 441-7500 eða í miðasölu Salarins í Kópavogi. Opnunartími er á milli 12–16 á þriðjudögum til föstudaga og 1 klukkustund fyrir tónleika.

Tölvupóstur: salurinn@salurinn.is

Fylgstu með viðburðinum á Facebook: Gná tónleikar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna