fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Kynning

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Fókus
Miðvikudaginn 11. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennumyndin Bloodshot er frumsýnd í dag og sýnir þar stórleikarinn Vin Diesel sínar bestu hliðar í trylltum framtíðartrylli.

Bloodshot er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem hefur notið gífurlegra vinsælda, en þar segir frá fyrrum hermanninum Ray Garrison, leikinn af Diesel, sem er gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Ray er reistur upp frá dauðum og með þessa nýju hæfileika í farteskinu leitar hann hefnda á þeim sem drápu eiginkonu hans. Hann kemst fljótlega að því að engum er treystandi. En stóra spurningin er þá hvort hann geti jafnvel treyst sér sjálfum.

Það er Dave Wilson sem leikstýrir myndinni en hann hefur áður unnið mestmegnis við tæknibrellur og er þetta því hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með önnur hlutverk í myndinni fara Toby Kebbell, Sam Heughan, Eiza González og Guy Pearce. Má þess geta að íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer einnig með hlutverk í myndinni, en hann túlkar persónuna Nick Baris, sem er eitt illmennanna í myndinni. Bloodshot er annað verkefnið af þremur þar sem þeir Jóhannes og Pearce leiða saman hesta sína, en hin eru sjónvarpsþættirnir The Innocents og vísindaskáldsögutryllirinn Zone 414.

Sony og Valiant, sem gaf út Bloodshotsögurnar, gerðu með sér fimm mynda samning 2015. Fyrsta myndin er um Bloodshot, leikinn af Vin Diesel, og næstu tvær um aðra hetju sem kallast Harbinger og síðasta myndin í seríunni verður samkrull um þá tvo.

 

Langar þig í bíómiða?

Til að eiga möguleika á opnum boðsmiðum á myndina fyrir þig ásamt gesti, þarftu ekki að gera annað en að skrifa athugasemd fyrir neðan þessa færslu, svara eftir eigin höfði og segja okkur þitt mat á eftirfarandi:

Hvert er svalasta hlutverkið sem Vin Diesel hefur tileinkað sér?

Dregið verður reglulega út fram að helgi og haft verður samband við vinningshafa í einkaskilaboðum. Athugið að umræddir miðar gilda á hvaða sýningu sem er, en myndin er sýnd í Smárabíói, Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka og Borgarbíói á Akureyri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu