fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Kynning

Burro Tapas + Steaks fagna Meat Mars

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 10. mars 2020 12:00

Íslensk dry aged rib eye steik!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Burro Tapas + Steaks og Pablo Discobar voru opnaðir með pompi og prakt á vetrarmánuðum ársins 2016 og stimpluðu sig samtímis rækilega inn í íslenskt skemmtanalíf sem og íslenska veitingahúsamenningu. „Burro Tapas + Steaks er suður armerískur perúskur veitingastaður. En perúsk matargerð er undir miklum áhrifum frá Japan og er oft betur þekkt undir Nikkei. Sterk tengsl eru á milli Perú og Japan þegar kemur að matargerð en til samanburðar þá væri hægt að bera það saman við Ísland og Danmörku,“ segir Fannar, einn eigenda veitingastaðarins Burro Tapas + Steaks og Pablo Discobars.

Inni á Burro Tapas + Steaks er fullkomin suður-amerísk stemning. Seiðandi tónlistin, eyðimerkurplöntur og litríkar innréttingar fleyta manni hálfa leið til Perú. Maturinn er svo það sem fullkomnar andrúmsloftið. Girnilegir og ilmandi tapasréttir með gómsætum kryddum og innblásnum bragðsamsetningum.

 

Kjötmars er runninn í garð hjá Burro Tapas + Steaks

„Veganúar er liðinn og edrú febrúar er nýgenginn úr garði. Okkur félögunum fannst því tilvalið að bjóða uppá Meat Mars á Burro Tapas + Steaks til þessa að hrista aðeins uppí þessu. Við settum saman sérstakan matseðil fyrir marsmánuð þar sem kjötið fær að njóta sín í hverjum einasta rétti. Matseðillinn virkar þannig að valið er á milli þriggja forrétta, þriggja aðalrétta og tveggja eftirrétta. Svo velja gestir meðlæti af lista. Við fengum hann Kristinn hjá Kjöthúsinu til að aðstoða okkur með safaríkar steikur til þess að bjóða upp á hjá okkur út allan marsmánuð. Einnig erum við með sér vínseðill í samstarfi við Ölgerðina sem passar vel með þessum kjötríka seðli. Meat Mars matseðillinn verður í boði út mars ásamt hefðbundnum matseðli veitingarstaðarins.“

Kynningarhöfundi var boðið í kvöldverð á Burro Tapas + Steaks og fékk hún að smakka á réttunum sem eru í boði á Meat Mars matseðlinum.

Fyrst var byrjað á forréttunum sem voru hverjum öðrum gómsætari. Grísasíðan var undurmjúk og hreinlega bráðnaði í munni.

Grísasíða.

Carpaccio rétturinn var sömuleiðis dásamlega ferskur og léttur með óvæntri og skemmtilegri viðbót af furuhnetum. Tómat-mole nauta-tacoið er svo eitthvað sem gæti hreinlega orðið mér að falli enda alger bragðupplifun í hæsta gæðaflokki. Ekta handgerðar maístortillur ráku naglann í kistuna. Algerlega himneskt!

Nauta carpaccio.

Þá var komið að aðalréttunum. Ó allt þetta kjöt. Góðu lambakjöti er erfitt að klúðra og lamba t-bein steikin hjá Burro Tapas + Steaks svíkur svo sannarlega ekki kjötþyrstan landann. Grillaða nautalundin var svo undurmeyr og bragðgóð að henni mætti helst líkja við skýjabólstra, ef það væri hægt að kúra í skýi. Burro Tapas + Steaks býður svo upp á alíslenska 30 daga dry aged rib-eye nautasteik. Þetta er steik sem kallar ekki allt ömmu sína enda alger bragðbomba! Lakkrísgljáinn setti punktinn yfir i-ið.

Burro Tapas + Steaks stendur sig svo með prýðum þegar kemur að meðlætinu. Brokkolíní í soya með sesam var gott með öllu. Sama gilti um maíssalatið úr ferskum grilluðum maís og stökkum maísbaunum. Djúpsteiktu hvítlaukskartöflurnar voru undursamlegar og sætkartöflumaukið var ferskt, bjart og sérlega gómsætt. Eftir að hafa svo smakkað frönsku kartöflurnar urðu þáttaskil í lífi kynningarhöfundar. Það má enginn sleppa því að panta þessar með.

Nautalundin svíkur engan.

Það er ekki til betri leið til að enda máltíð en með gómsætum eftirrétt. Súkkulaðimúsin var svo sannarlega ávanabindandi eins og kynningarhöfundur fékk að læra og sorbet ísinn endaði máltíðina á ávaxtaríkum og ferskum undirtónum. Þeir hjá Burro Tapas + Steaks slógu ekki eina feilnótu í þessari máltíð og ég þakka kærlega fyrir mig! Í Veltusundinu heldur Burro áfram að blikka Pablo og öfugt. Megi það fallega samband halda áfram um áraraðir í viðbót.

Burro og Pablo eru staðsettir að Veltusundi 1, við Ingólfstorg, 101 Reykjavík.
Hægt er að panta borð í síma 552-7333.
Einnig má senda vefpóst á burro@burro.is
Nánari upplýsingar má nálgast á burro.is
Meat Mars matseðilinn má skoða á meatmars.is

Fylgstu með á samfélagsmiðlum.
Facebook: Burro Rvk
Instagram: @burroreykjavik

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI