Sunnudagur 29.mars 2020
Kynning

Heilsan mín: Andleg og líkamleg vellíðan og heilbrigt útlit

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilsan mín býður upp á fjölbreytt úval af heilsu- og fegrunarmeðferðum. Irena Auður Pétursdóttir, eigandi stofunnar, er sérfræðingur í ristilmeðferðum og hefur veitt slíkar meðferðir í sjö ár. Fyrst starfaði hún hjá Heilsuhóteli (Detox) á Ásbrú en nú hefur Irena opnað Heilsan mín í Hafnarfirðinum. „Ég hef orðið vitni að gríðarlegum árangri hjá meðferðaraðilum mínum. Fólk finnur jafnvel ótrúlegan mun á sér eftir fyrsta skiptið í ristilhreinsun. Það talar um aukna orku, léttleika og almennt betra skap.“

Mynd: Eyþór Árnason

Ótrúlegur árangur af ristilmeðferðum

Ristillinn leikur stórt hlutverk í bæði meltingar- og ónæmiskerfinu. Hlutverk örvera í þörmunum er fjölþætt og taka þær þátt í efnaskiptum, ónæmisviðbrögðum og brjóta niður eiturefni í líkamanum. Þessi ferli eru stór hluti af því að húð, lifur og önnur líffæri og líkamskerfi starfi á heilbrigðan hátt. Ristilmeðferðir eru hannaðar til þess að hreinsa út öll eiturefni sem safnast upp í líkamanum og gefa honum nýtt upphaf. „Við erum ekki bara að hreinsa ristilinn heldur hefur meðferðin töluvert víðfeðmari áhrif á líkamann allan. Við ristilmeðferð hreinsast ekki bara ristillinn heldur líkaminn allur sem og blóðrásin og önnur kerfi líkamans.“

Afrakstur ristilmeðferða er marþættur:

  • bætir virkni ónæmiskerfsins, ristilsins og annarra líffæra líkamans
  • minnkar kólesterol í hjarta- og æðakerfinu
  • gefur húðinni ljóma
  • hjálpar til við þyngdartap
  • hjálpar til við að vinna gegn orkuleysi og ofþreytu, þunglyndi og fleiru sem getur stafað af illa ræstum líkama

Heilsan mín er eina stofan á landinu sem býður upp á þessar afar áhrifaríku og einstöku ristilmeðferðir.

 

HIFU Andlitslyfting án skurðaðgerðar

HIFU stendur fyrir „high intensity focused ultrasound“. HIFU er ómbylgjumeðferð þar sem notuð er sérhönnuð vél til að skjóta samþjöppuðum ómbylgjum djúpt niður í húðina sem hefur áhrif á húðlög og andlitsvöðva. HIFU eykur framleiðslu á kollageni og elastíni í húðinni og því afar áhrifarík meðferð í baráttunni gegn hrukkum og fínum línum í andliti. Meðferðin er svokölluð andlitslyfting án skurðaðgerðar og í mörgum tilfellum getur hún veitt fólki allt að 3–5 ára yngra útlit. Andlitið lyftist og andlitsdrættir skerpast, húðin verður sléttari og stinnari, hægt er að vinna á signum augnalokum sem og siginni höku.

Mynd: Eyþór Árnason

Nudd gegn kvíða og stressi

Heilsan mín býður upp á nokkrar gerðir af nuddmeðferðum, en nudd eykur blóðflæði í líkamanum, lagar efnaskipti og gefur aukna orku og ferskleika. Nudd getur hjálpað til við að vinna á stress- og kvíðavandamálum sem hjálpar til gegn svefnvandamálum. Heilsan mín státar af frábærum nuddara, henni Sangwan, sem kemur frá Taílandi. „Hún er sérfræðingur í taílensku og klassísku nuddi. Þeir sem hafa komið til hennar í nudd hafa verið himinlifandi enda veitir hún nuddmeðferð sem er sérsniðin að hverjum og einum. Þá greinir hún hvaða vandamál hrjá hvern og einn og nýtir þekkingu sína sem og taílenskar jurtir og olíur til þess að vinna á þeim í gegnum nuddið.“

 

Reiki er aldagömul óhefðbundin lækningameðferð sem japanski búddamunkurinn Mikao Usuie fann upp og fullkomnaði. Meðferðin byggir á orkuheilun og reikimeistarar notast við tækni sem kallast handaheilun. Þá miðlar heilarinn alheimsorkunni gegnum hendur sér til þeirra staða í líkama meðferðaraðila þar sem orkunnar er þörf. Í reikispekinni er sársauka og kvillum lýst sem stíflaðri orku eða ójafnvægi. Þá vinna reikimeistarar í því að opna fyrir orkuna, afstífla og koma á jafnvægi til þess að heila meðferðaraðilann.

 

Innrauð sána fyrir alla

Að stunda innrauð sánaböð hefur heilmikinn heilsufarslegan ávinning. Í innrauðri sánu hitnar líkaminn af völdum innrauðra hitageisla sem hita líkamann upp á þægilegan máta. Bylgjurnar hita ekki upp rýmið í kringum heldur eingöngu líkamann og auka svitamyndun sem hjálpar líkamanum að losa sig við skaðleg eiturefni. Einnig hafa innrauðu geislarnir jákvæð áhrif á blóðþrýsting og getur í sumum tilfellum hjálpað í baráttunni gegn svefnleysi. Geislarnir ná um fjóra sentimetra ofan í húðina, sem er töluvert meiri og dýpri virkni en hefðbundin sána, sem nær eingöngu um fimm millimetra ofan í húðina.

Mynd: Eyþór Árnason

Pantaðu tíma í einhverja af þeim fjölmörgu heilsu- og fegrunarmeðferðum sem Heilsan mín býður upp á, á vefsíðunni heilsanmin.com

Bæjarhraun 2, 220 Hafnarfjörður

Sími: 852-2777

Fylgstu með á Facebook: Heilsan mín

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 2 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 2 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 3 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið