fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Kynning

Stærsta verkefni Villikatta til þessa: Styrktu málstaðinn með Gæludýr.is

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villikettir eru dýraverndunarsamtök sem stuðla að því að sporna við fjölgun villikatta á Íslandi á mannúðlegan hátt. Félagið er starfrækt á sex stöðum á landinu og fer vaxandi. Starf okkar er alfarið unnið í sjálfboðavinnu og oft þarf að reiða sig á aðstoð frá velviljuðum dýravinum.

Aðstoðin hefur til dæmis verið í formi styrkja eða gjafa, sem hægt er að setja í körfu hjá Gæludýr.is á Smáratorgi. Þangað má koma með opna matarpoka sem ekki nýtast. Einnig hefur fólk sýnt mikla velvild þegar við sendum út neyðarkall vegna bráðatilfella, sem skapast t.d. þegar félagið hefur þurft að leggja út miklar fjárhæðir fyrir dýralæknakostnaði.

 

Fanga – gelda – sleppa

Meginstarf Villikatta felst í að fanga villiketti. Allajafna er notast við alþjóðlega aðferð sem kallast TNR (Trap-Neuter-Return) og við kjósum að kalla Fanga – gelda – sleppa. Villikettir eru fangaðir í búr og fara síðan í geldingu hjá dýralækni. Eftir geldingu fá þeir að jafna sig í húsnæði á okkar vegum og er síðan skilað aftur á sitt heimasvæði. Þar sjá sjálfboðaliðar um að fóðra kettina. Smám saman fækkar köttunum á svæðinu þar sem engin fjölgun verður vegna geldinganna.

Finna kettlingum og vergangsköttum nýtt heimili

En það eru ekki allir kettir sem eiga von á að bjarga sér eftir geldingu vegna ýmissa ástæðna og þá þarf að finna þeim húsaskjól. Önnur vaxandi starfsemi félagsins hefur því verið að sinna vergangsköttum og -kettlingum. Vergangskettir eru fangaðir, þeim veitt húsaskjól og læknishjálp ef með þarf. Ef eigandinn finnst ekki, er þeim fundið nýtt heimili. Kettlingar finnast því miður oft einir síns liðs og litlir kettlingar lifa ekki lengi bjargarlausir. Flestum er bjargað, en sumir lifa vosbúðina ekki af.

Stærsta verkefni sem félagið hefur tekist á við

Félagið hefur að auki tekið þátt í nokkrum stórum verkefnum og aðstoðað þar sem margir kettir hafa safnast saman. Þessi verkefni hafa fengið vinnuheiti eins og 75 katta húsið og 100 katta húsið. Núna er í gangi verkefni þar sem verið er að aðstoða við að fanga, gelda og hjúkra hátt í 200 köttum og kettlingum. Þetta er stærsta verkefni sem félagið hefur tekist á við og eins og gefur að skilja þarf húsaskjól fyrir alla þessa ketti. Eins og staðan er í dag eru Villikettir húsnæðislausir og þurfa því að reiða sig á velvild sjálfboðaliða og kisuvina með húsaskjól. Húsnæðisþörfin er því brýn svo félagið geti haldið starfsemi sinni áfram.

Villikettir, Orijen og Acana

Snemma í ár hófst samstarf við innflytjendur Orijen- og Acana-kattafóðurs á Íslandi þar sem Villikettir fá nú styrk út frá sölu á fóðrinu. Orijen og Acana eru kanadísk fóðurmerki sem hafa unnið til fjölda verðlauna á heimsvísu og hafa unnið með góðgerðarsamtökum til að stuðla að aukinni velferð gæludýra. Orijen- og Acana-kattafóður inniheldur hátt hlutfall af kjöti og er korn- og hveitilaust og leitast er við að fóðra gæludýr á sem líkastan hátt og þau myndu nærast úti í náttúrunni. Orijen- og Acana-kattafóður má m.a. fá í verslunum Gæludýr.is.

Þeim sem vilja styðja við starfsemi Villikatta bendum við á heimasíðu félagins villikettir.is og söfnunarkörfuna í Gæludýr.is Smáratorgi. Með kaupum á Orijen- og Acana-kattafóðri styður þú við starfsemi Villikatta, en fóðrið færðu meðal annars í verslunum Gæludýr.is.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 3 vikum

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til

Þökk sé Heitum gólfum heyra kaldar tær sögunni til
Kynning
Fyrir 3 vikum

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði

Bílmálning: Glæsilegt réttingar- og sprautuverkstæði
Kynning
Fyrir 3 vikum

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar

GSG: Málun á bílastæðum, malbiksviðgerðir, vélsópun og rafhleðslustöðvar
Kynning
07.03.2020

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars

Út við himinbláu sundin: Tímaferðalag í gegnum tónlist í Salnum 14. mars
Kynning
07.03.2020

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins

Iðunn og eplin og ævintýrið um Dimmalimm: Stórskemmtilegar leiksýningar á vegum Kómedíuleikhússins