fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Nýir listrænir stjórnendur við Þjóðleikhúsið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 21. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

  • Öflugt teymi listrænna stjórnenda fastráðið við Þjóðleikhúsið 
  • Listamennirnir verða leiðandi, hver á sínu sviði, á komandi árum 
  • Teymið mun móta listræna stefnu hússins ásamt nýjum leikhússtjóra 

Til að efla leikhúsið, skerpa á listrænni sýn og stöðu hefur  Þjóðleikhúsið fastráðið fjóra öfluga og reynda listræna stjórnendur til að skipa teymi listrænna stjórnenda við leikhúsið ásamt leikhússtjóra. Allir verða þeir virkir í listrænni sköpun í leikhúsinu ásamt öðrum listamönnum hússins. Hlutverk teymis fastráðinna listrænna stjórnenda er jafnframt að taka þátt í að móta listræna stefnu leikhússins með þjóðleikhússtjóra og styðja við hana, auk stefnumótunar fyrir leikhúsið almennt.  

Eftirtaldir hafa verið fastráðnir listrænir stjórnendur við Þjóðleikhúsið: 

  • Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra 
  • Ólafur Egill Egilsson sem fastráðinn leikstjóri 
  • Ilmur Stefánsdóttir sem fastráðinn leikmyndahöfundur  
  • Björn Bergsteinn Guðmundsson sem yfirljósahönnuður 

Auk þeirra þá hefur Unnur Ösp Stefánsdóttir einnig gengið til liðs við leikhúsið og mun vinna jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri á komandi árum.    

„Það er gríðarlegur fengur fyrir Þjóðleikhúsið að fá þessa reyndu og öflugu listamenn til liðs við leikhúsið. Þessir leikhúslistamenn eru leiðandi, hver í sínum flokki.  Ég er ekki í vafa um að landsmenn eigi eftir að njóta margra ógleymanlegra sýninga undir þeirra stjórn á næstu árum. Auk þess mun þessi hópur skipa þétt teymi sem vinnur að listrænni stefnu hússins – en leikhúsið stendur á skapandi tímamótum nú á 70 ára afmæli Þjóðleikhússins,“segir Magnús Geir þjóðleikhússtjóri og bætir við að þessir listamenn bætist við frábæran hóp sem starfar í leikhúsinu. „Það eru spennandi tímar framundan í Þjóðleikhúsinu“, segir Magnús Geir að lokum en hann tók við starfi þjóðleikhússtjóra um áramótin.   

Ítarlegri upplýsingar: 

 

Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og nú síðast sem listrænn ráðunautur Borgarleikhússins frá árinu 2014. Meðal  leikverka hennar eru Ég er meistarinn og Hægan Elektra. Hún hefur verið leiðandi við stjórnun Borgarleikhússins auk þess að vera sýningardramatúrg við margar af rómuðustu  leiksýningum síðustu ára. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir sín störf, m.a. Norrænu leikskáldaverðlaunin. 

Ólafur Egill Egilsson hefur víðtæka reynslu sem leikari, leikstjóri og leikskáld. Hann hefur verið leiðandi handritshöfundur fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir auk þess sem hann hefur unnið rómaðar leikgerðir. Á undanförnum árum hefur hann fært sig æ meira yfir í leikstjórn þar sem hann hefur náð miklum árangri. Meðal leikgerða Ólafs eru Svar við bréfi Helgu, Karitas og Fólkið í kjallaranum og meðal leikstjórnarverkefna eru Brot úr hjónabandi, Allt sem er frábært, Ör og Níu líf Bubba.  

Ilmur Stefánsdóttir vinnur jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun. Ilmur hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og víðar. Hún er einn stofnenda CommonNonsense hópsins en meðal leikmynda hennar á undanförnum árum eru leikmyndir við Njálu, Guð blessi Ísland, Tengdó, Mamma mía, Matthildur og Blái hnötturinn. Ilmur hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín.  

Björn Bergsteinn Guðmundsson hefur verið í fremstu röð íslenskra ljósahönnuða um árabil. Hann hefur verið aðalljósahönnuður Borgarleikhússins frá árinu 2014, en þar á undan starfaði hann í fjögur ár hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að hafa starfað um árabil í Þjóðleikhúsinu. Hann snýr nú aftur á sinn gamla vinnustað.  Auk starfa á Íslandi hefur hann lýst sýningar víða, meðal annars í Konunglega leikhúsinu í Danmörku. Björn hefur hlotið ótal Grímuverðlaun fyrir störf sín.  

Unnur Ösp Stefánsdóttir  hefur leikið ótal hlutverk í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk þess hefur hún víðtæka reynslu sem leikstjóri og handritshöfundur. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikið í eru Dúkkuheimilið, Elsku barn, Hamskiptin, Nei ráðherra!, Njála, Faust, Eldhaf, Sögur úr hjónabandi og Vanja frændi. Meðal sýninga sem Unnur hefur leikstýrt eru Fólkið í blokkinni, Mamma mía, Kæra Jelena.  Unnur framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaröðinni Fangar. Unnur hefur hlotið ótal verðlaun fyrir störf sín, þar á meðal Grímuverðlaun og Eddur.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum