fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Kynning

Árangursríkar snyrti- og líkamsmeðferðir hjá Virago: „Það þarf ekki að vera vont til að virka“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 12:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtistofan Virago býður upp á fjölbreyttar og árangursríkar líkams- og snyrtimeðferðir fyrir þá sem gera kröfur. „Við eru fimm talsins hjá Virago og höfum aflað okkur mikillar þekkingar og reynslu í þeim meðferðum sem við bjóðum upp á. Við erum bæði með byltingarkenndar nýjungar sem og hefðbundnar snyrtimeðferðir eins og neglur, augnháralengingar, förðunartattú, microblade-meðferðir fyrir augabrúnir og háreyðingarmeðferðir,“ segir Hafdís Björg Kristjánsdóttir.

Trimform.

„Vinsælasta meðferðin hjá Virago er Trimform-meðferðin.“ Rafmagnsblöðkur sem senda rafstraum í gegnum húðina eru vandlega staðsettar á valin líkamssvæði. Trimform getur tekið á ýmsu eftir því hvernig blöðkurnar eru staðsettar. Algengast er að nýta meðferðina til að auka brennslu, til styrkingar eða gegn húðvandamálum. „Margir koma til okkar eftir þyngdartap til þess að stinna og styrkja húðina. Einnig nýtist það gegn vöðvabólgu og til að styrkja grindabotninn. Fólk finnur greinilegan mun á sér og kemur aftur og aftur. Trimformið hefur verið lengi í boði á Íslandi og fólk þekkir árangurinn. Hver tími er 40 mínútna langur. Margir taka tarnir og  mæta tvisvar-þrisvar í viku í ákveðinn tíma. Aðrir taka lengri pásur inni á milli skipta. Þá er einnig hægt að kaupa hjá okkur 5–20 skipta kort.“

Ótrúlegur árangur af Trimform.
Fyrir Trimform hægra megin og eftir vinstra megin.

Einnig býður Virago upp á SRT Teygjunudd. Um er að ræða nýja gerð af nuddmeðferð, sem fundin var upp af Bandaríkjamanninum Chris, og samtengir hið líkamlega og andlega með teygjum, nuddi og andlegri slökun. „Ég kynntist SRT Teygjunuddi í gegnum feril minn sem einkaþjálfari. Sjálf var ég alltaf fókuseruð á líkamlega hlutann þegar kom að heilsu og vellíðan. Eftir að hafa kynnst SRT Teygjunuddi og slökunarnuddi sá ég með eigin augum hversu mikil áhrif andlegi þátturinn hefur á líkamann. Fólk er fast í þeirri trú að það þurfi að upplifa sársauka til að losna við verki í líkamanum, en sársaukafullt nudd getur oft gert illt verra.“

SRT Teygjunudd er áhrifaríkt gegn ýmiss konar sársauka og verkjum. „Margir tala um að þeir hafi sjaldan náð að slaka jafn vel á eins og í meðferð hjá mér og fólk nær oft góðum djúpsvefni næturnar á eftir, sem er oft eitthvað sem vantar. Góður og djúpur svefn er bráðnauðsynlegur þegar kemur að því að heila verkjaðan líkama. Þetta spilar allt saman, nuddið, teygjurnar, slökunin og svefninn. Ég hef fengið virkilega jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum mínum og það er uppbókað hjá mér langt fram í tímann. Margir taka 6–8 skipta tarnir og koma 2–4 sinnum í mánuði. Aðrir mæta í eitt skipti og panta svo tíma ef verkirnir taka sig upp aftur. Ég vil benda á að þetta er ekki töfralausn sem virkar eins fyrir alla. SRT Teygjunudd ein af mörgum meðferðarleiðum sem hægt er að nýta til þess að vinna á verkjum í líkamanum.“

Í Hollywood Glow andlitsmeðferðinni eru infra-rauðir ljósgeislar nýttir til þess að auka kollagenframleiðslu húðarinnar. „Árangurinn er ótrúlegur og sést samstundis. Fyrst er maður smá rauður í húðinni en eftir tvo daga er roðinn farinn og eftir stendur sléttari og stinnari húð. Öll drulla í húðsekkjum og kúlur sem brotna ekki niður af sjálfsdáðum, hverfa eins og dögg fyrir sólu. Sé fólk að panta meðferð fyrir sérstök tilefni mælum við með að koma minnst tveimur til þremur dögum áður. Meðferðin virkar líka annars staðar á líkamanum. Til dæmis er þetta ótrúlega árangursríkt til þess að losna við hvimleiðar bólur á bakinu o.fl.“

Hollywood Glow.

Virago er stoltur söluaðili St. Tropez brúnkuvaranna. „Við bjóðum upp á SprayTan meðferðir með St. Tropez vörunum. SprayTan verður sífellt vinsælla enda eru konur og karlar orðin mun meðvitaðri um skaðsemi sólarinnar á húðina. Við bjóðum upp á fjölbreyttar brúnkumeðferðir, allt frá keppnisbrúnku fyrir fitnessmódel til brúnkumeðferða fyrir þá sem vilja bara smá lit sem skolast af daginn eftir. Við pössum að liturinn passi við undirtón húðarinnar svo útkoman sé sem fallegust. Við mælum með að pantaður sé tími í brúnkumeðferð a.m.k. degi fyrir sérstaka viðburði. Það tekur stuttan tíma fyrir efnið að þorna á húðinni, en um 6–8 tíma fyrir fulla virkni. Því má ekki fara í sturtu fyrr en eftir minnst 6 tíma. Ef eitthvað kemur fyrir og brúnkan skemmist, bjóðum við fólki að koma og láta laga endurgjaldslaust. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir okkar séu ánægðir með útkomuna. Einnig er vinsælt að senda steggi í keppnisbrúnkumeðferð, og þá kunnum við líka alveg reyna á þanþol St. Tropez varanna,“ segir Hafdís og glottir.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Virago, virago.is

Faxafen 14.

Símanúmer: 552-4422

Facebook: Virago

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
Fyrir 3 vikum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun
Kynning
Fyrir 4 vikum

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?
Kynning
Fyrir 4 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
08.03.2020

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
07.03.2020

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi