fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Kynning

 Kynning – Safnaðu í fitnessbaukinn með Fitlife: Ný æfingakerfi í hlaupum og þríþraut!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2020 10:00

Mynd: Daniel Călin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hentar ekki öllum að mæta á fyrirfram ákveðnum tíma í ræktina og hafa einkaþjálfarann standandi yfir sér á meðan þeir svitna og púla. Margir vilja frekar fá prógramm í símann þar sem þeir geta hreyft sig á sínum forsendum og á sínum tíma. Auk þess vilja margir gera æfingarnar heima hjá sér eða úti. Fitlife er hugarfóstur Amöndu Marie Ágústsdóttur sem hefur starfað sem þjálfari í um átta ár og einkaþjálfari í fimm ár. „Fitlife er framlenging á einkaþjálfarastarfinu og mér fannst tilvalið að bjóða upp á þessa þjónustu til þess að geta hjálpað sem flestum,“ segir Amanda.

Amanda.

Fitlife byggist á snjallforriti fyrir iPhone- og Android-síma, þar sem þú færð sérsniðið prógramm með æfingaplani og matarplani. Snjallforritið inniheldur myndbönd sem kenna nákvæmlega hvernig á að gera hverja æfingu fyrir sig. Þú skráir niður árangur og framfarir í appið. Einnig geturðu hlaðið inn myndum til að fylgjast með árangrinum. Amanda hefur nú bætt við tveimur nýjum þjálfunarleiðum á Fitlife æfingakerfið. Þá er hægt að velja annars vegar þriggja mánaða hlaupa- og styrktarprógramm og svo þriggja mánaða þríþrautar- og styrktarprógramm ásamt þeim þjálfunarleiðum sem áður voru í boði. „Helsta ástæðan fyrir því að ég vildi bæta við æfingaprógrömmum í hlaupi og þríþraut er aukinn áhugi á þríþraut hjá þeim sem voru að æfa hjá mér sem helst í hendur við auknar vinsældir fjölþrautarinnar Landvættir. Sjálf hef ég ástríðu fyrir þríþraut og hef lengi verið að hjálpa öðrum við að æfa fyrir þríþraut og hlaup. Það var því mjög rökrétt framhald að bjóða upp á þessa þjónustu sem hluta af Fitlife.“

 

Mistök að byrja of geyst

Margir byrjendur gera þau mistök að byrja of geyst. Að hlaupa of hratt of snemma hefur þveröfug áhrif en ætlað var enda er líkaminn engan veginn í stakk búinn til þess að þola þessi miklu átök og árangurinn næst mun hægar en ella. Þetta er líka uppskrift að líkamsmeiðslum síðar meir. Fæstir vita einnig á hvaða hjartsláttarsvæði þeir eiga að æfa eða hvernig þeir eiga að stýra æfingum til þess að hámarka árangur. „Fólk er oft ekki að hvíla nægilega á milli æfinga. Það er nauðsynlegt að taka reglulega hvíldardaga til að tryggja næga endurheimt, því líkaminn tekur mestum framförum í batanum. Mesti og besti árangurinn næst við að vinna sig upp hægt og rólega. Þú getur ekki stokkið frá byrjunarreit yfir á fimmta stig heldur þarf að fara í gegnum hvert skref fyrir sig. Hvert skref er grunnurinn að næsta stigi.“

 

Persónubundin þjálfunarkerfi

Amanda tekur að sér að þjálfa alla, hvort sem þeir eru byrjendur eða þrautþjálfaðir íþróttamenn. Hlaupa- og þríþrautaræfingakerfin eru 100% persónubundin og stillt út frá persónulegum markmiðum og getu hvers og eins. „Það hlaupa allir á mismunandi hraða, fólk hefur ólíkan bakgrunn og það geta ekki allir æft jafn marga klukkutíma á viku. Það er líka mikilvægt að setja sér markmið sem haldast í hendur við settan keppnisdag og þá stillum við æfingakerfið út frá því. Ég vildi að ég gæti sagt að eftir þriggja mánaða prógramm hjá mér verði hver og einn farsæll hlaupari, en það virkar ekki þannig. Þó svo prógrammið byggist á vísindalegum gögnum og sé sérsniðið að hverjum og einum fyrir hámarks árangur, þá veltur allt á getu og hvata hvers og eins, hversu vel hann fylgir æfingakerfinu, hversu mikið og lengi hann er tilbúinn að æfa og hversu vel líkaminn tekur við þjálfuninni. Ef ég fæ til mín skjólstæðing sem uppfyllir allar þessar kröfur, er hann farinn að finna fyrir góðum árangri innan þriggja mánaða og bætir reglulega tíma sinn í keppnum. Þetta er eins og að safna í fitnessbauk. Svo lengi sem þú æfir reglulega þá sérðu árangur og baukurinn fyllist jafnt og þétt.“

Lykilatriði að hafa þjálfara í þríþraut

„Í þríþraut eykst flækjustigið út frá hlaupakerfinu enda inniheldur þríþrautin bæði sund og hjólreiðar ásamt hlaupum. Sundþátturinn vefst fyrir flestum sem eru að taka sín fyrstu skref í þríþraut og býð ég því einnig upp á einkakennslu í sundi meðfram þríþrautarprógramminu.“ Einnig segir Amanda að það sé lykilatriði að hafa þjálfara til þess að ná sem bestum árangri í þríþraut. „Ég hef sjálf keppt á Elite stigi í þríþraut og nýlega tók ég þátt í þríþrautarkeppni í Valencia á Spáni og sigraði í kvennaflokknum. Einnig hef ég unnið í fjölda keppnum á Íslandi. Þótt ég sé með mikla reynslu af þjálfun í þríþraut og hlaupum þá finnst mér ég samt þurfa minn eigin þjálfara. Það er auðvelt að verða þröngsýnn þegar kemur að eigin þjálfun og framför. Það er jafnvel alls ekki óalgengt að í sömu vikunni gangi maður bæði of nærri sér og taki því of rólega. Það er því mikilvægt að hafa einhvern óhlutbundinn sem skoðar framför þína með gagnrýnum augum og leiðbeinir þér í rétta átt. Velgengni í keppnum segir fátt um færni þjálfara til þess að þjálfa aðra. Góður þjálfari mætir skjólstæðingi á því stigi sem hann er staddur á í stað þess að þröngva eigin markmiðum á íþróttamann sinn. Markmið mitt er ávallt að viðskiptavinurinn nái sínu markmiði á sínum forsendum og það er það besta sem ég veit þegar það gerist.“

 

Nánari upplýsingar á fitlife.is

Fylgstu með á Facebook: FitLife Einkaþjálfun – Amanda Marie

Instagram: Amanda m agustsdottir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 vikum

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
Fyrir 3 vikum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun
Kynning
Fyrir 4 vikum

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?

Goddi: Vantar ekki góðan, heitan pott eða sánaklefa á goðorðið þitt?
Kynning
Fyrir 4 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
08.03.2020

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
07.03.2020

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi

Metnaður í Menningarhúsunum í Kópavogi