fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Kynning

Ekki láta gluggaskiptin sitja á hakanum lengur

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 6. október 2020 12:40

Netverslanir Skanva hafa verið starfandi í Danmörku og Noregi í hartnær tíu ár og þegar Skanva opnaði netverslun á Íslandi gjörbyltist íslenskur markaður í sölu glugga og hurða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skanva (Vinduesgrossisten í DK) er fyrsta netverslunin á Íslandi þar sem fást gluggar og hurðir eftir sérmáli. Viðskiptavinir geta nú verslað hágæða vörur frá Skanva milliliðalaust og á afar samkeppnishæfu verði. Það þarf nefnilega ekki að kosta formúu að skipta um litla þríhyrningslaga gluggann í forstofunni eða hurðina sem er aðeins stærri en hefðbundið telst.

Bylting á Íslandi

Netverslanir Skanva hafa verið starfandi í Danmörku og Noregi í hartnær tíu ár og þegar Skanva opnaði netverslun á Íslandi gjörbyltist íslenskur markaður í sölu glugga og hurða. „Við liggjum ekki með neitt á lager enda eru allar okkar vörur sérsmíðaðar eftir pöntun og máli. Ferlið á vefsíðunni er sáraeinfalt og verðið kemur skemmtilega á óvart. Þess má geta að ef þú finnur ekki eitthvað á vefsíðunni sem þú hefur í huga, hvort sem það er ákveðinn litur, áferð eða efniviður, þá er um að gera að senda okkur fyrirspurn því við getum framleitt næstum hvað sem er.

Það besta er að í netversluninni getur kaupandinn séð samstundis allt frá nákvæmu verðtilboði með innreiknuðum sendingarkostnaði upp í tímann sem það tekur að koma vörunni heim að kantsteini eða í vöruhús. Eins og er þá er biðtíminn um sjö vikur en biðtíminn er breytilegur eftir önnum,“ segir Hanna G. Guðmundsdóttir Overby, markaðsstjóri á Íslandi fyrir Skanva.

Hanna G. Guðmundsdóttir Overby, markaðsstjóri á Íslandi fyrir Skanva.

„Við höfum verið afar lukkuleg með birgja okkar í Þýskalandi, Svíþjóð og Danmörku sem og verksmiðjuna í Hvíta-Rússlandi. Eftir að faraldurinn fór af stað höfum við ekki lent í neinni aukabið eftir vörum eins og raunin hefur verið hjá mörgum öðrum fyrirtækjum.“

Núna er tíminn!

„Við höfum tekið eftir aukningu í verslun við okkur í kjölfar COVID-19 og þá sérstaklega í sumar. Fólk hefur verið að nýta tímann vel í að gera upp heimili sín og sumarbústaði. Einnig er ljóst að fólk hefur verið duglegt að nýta fjármuni sem hefðu annars varið í dýrar utanlandsferðir í að gera og græja.“ Hanna bendir einnig á að nú sé algerlega rétti tíminn til þess drífa í þeim glugga- og hurðaskiptum sem hafa fengið að sitja á hakanum. „Átakið Allir vinna hefur verið framlengt út desember 2021 sem eru frábærar fréttir fyrir okkur, viðskiptavini og iðnaðarmenn. Þá hefur endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði verið hækkað úr 60% upp í 100%.“

Einfalt að fá verðtilboð með reiknivélinni

  1. Þú velur efnivið.
  2. Síðan tegund glugga eða hurðar.
  3. Útlit glugga/hurðar.
  4. Færir loks inn mál glugga/hurðar og ferð í gegnum spurningalista þar sem þú velur lit, glertegund, gerð festingar og margt fleira.
  5. Þú færð nákvæmt verðtilboð og uppgefinn afhendingartíma.

„Ef fólk stendur í framkvæmdum yfir lengri tíma eða er í vafa um val á festingum, listum eða öðru, er hægt að geyma vöruna í körfu á síðunni uns hún er greidd. Þar til er hægt að gera allar nauðsynlegar breytingar.“

Vörurnar frá Skanva eru hannaðar með það í huga að þær séu einfaldar í uppsetningu og því er það ekki eingöngu á færi fagmanna að nýta sér þjónustu okkar.

Haustsprengja og enn lægra verð

Einn stærsti kostur Skanva er hagkvæmt og samkeppnishæft verð. Kaupferlið og uppsetning er einföld og því verða dýrir milliliðir, sem taka prósentur af sölunni, ónauðsynlegir. „Skanva er aðallega netverslun og við starfrækjum litla sýningarsali. Allt er framleitt eftir þörfum og því geymum við ekki tilbúnar vörur á lager. Húsnæðiskostnaði við sýningarsali og vöruhús er sömuleiðis haldið í lágmarki, sem skilar sér í hagkvæmara verði til neytenda. Finnirðu vörur í sambærilegum gæðum á lægra verði, frá öðrum framleiðendum, bjóðum við sama verð.

Í sýningarsalnum okkar á Granda má skoða þær grunnlausnir sem við bjóðum upp á. Þar gefur sölumaður upplýsingar og góð ráð varðandi gerð, samsetningu, litaval og ýmislegt annað sem þú gætir verið í vafa um. Allar vörur okkar eru sérsniðnar að kröfum viðskiptavinarins. Þú þarft því hvorki að sætta þig við takmarkandi efnis- eða litaval né fyrirframgefin mál. Þú færð nákvæmlega það sem passar fyrir þig. Það er heldur ekkert því til fyrirstöðu að senda eða koma með eigin hugmyndir, hvort sem þær eru teiknaðar af fagaðila eða einfaldlega rissaðar upp á servíettu og fá okkur til þess að teikna upp og hanna glugga eða hurðir eftir því. Þessi þjónusta kostar ekkert aukalega ofan á búðarverðið.

Þess má geta að Skanva býður þeim sem panta sjálfir á netinu upp á enn hagstæðara verð. Netverðið er þá 35% lægra en í verslun Skanva. Einnig er nú Haustsprengja í gangi í netverslun Skanva á Íslandi sem lýkur nú á miðnætti 7. október. Þá er afslátturinn kominn upp í 40%.“

Það geta allir gert þetta!

„Vörurnar frá Skanva eru hannaðar með það í huga að þær séu einfaldar í uppsetningu og því er það ekki eingöngu á færi fagmanna að nýta sér þjónustu okkar. Þá erum við með youtube rás þar sem sjá má skref fyrir skref leiðbeiningar um hvernig á að setja upp Skanva-glugga eða -hurðir. Einnig má finna góðar ráðleggingar um viðhald til þess að tryggja það að hurðir og gluggar endist eins lengi og vel og mögulegt er.“

Fólk hefur verið að nýta tímann vel í að gera upp heimili sín og sumarbústaði. Einnig er ljóst að fólk hefur verið duglegt að nýta fjármuni sem hefðu annars varið í dýrar utanlandsferðir í að gera og græja.

Gæði, styrkur og ending

Skanva-gluggar og -hurðir eru slagveðursprófaðar og standast því öfgafyllstu veðuraðstæður Íslands með prýði. Tíu ára ábyrgð er á öllum gluggum og hurðum úr tré, tré/áli og plasti. Viðurinn sem notaður er í vörurnar er að auki hægvaxandi gæðaviður sem er þekktur fyrir styrk og endingu. Skanva-gluggar og -hurðir eru einnig útbúnar hágæða öryggisfestingum sem gera innbrotsþjófum lífið leitt og verða til þess að þeir gefast upp og leita á önnur mið.

Láttu senda heim að kantsteini!

Skanva er í samstarfi við Samskip. Viðskiptavinir geta valið um að sækja sjálfir pöntun í Samskip við Kjalarvog, eða fá sent heim að kantsteini þar sem vörur eru afhentar þar sem auðvelt aðgengi er fyrir báða aðila. „Þetta er stórsniðug lausn fyrir þá sem búa úti á landi, enda kappkostar Skanva að þjónusta alla viðskiptavini sína, óháð búsetu.“

Skoðaðu úrvalið og fáðu verðtilboð samstundis á skanva.is

Sýningarrými Skanva er að Fiskislóð 31 E, 101 Reykjavík.

Sími: 558-8400

Fáðu hugmyndir á Instagram-síðunni okkar @skanva.is

Facebook: Skanva.is

Youtube: Skanva – Gluggar og hurðir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
10.02.2021

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg
Kynning
05.02.2021

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar
Kynning
19.12.2020

Katla í takt við tímann

Katla í takt við tímann
Kynning
18.12.2020

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi
Kynning
27.11.2020

Allt að 50% afsláttur hjá Hermosa fram á mánudag

Allt að 50% afsláttur hjá Hermosa fram á mánudag
Kynning
26.11.2020

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA