fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Kynning

Skapaðu þín eigin listaverk

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 5. október 2020 14:00

Hér er alkahól blek notað á skemmtilegan hátt til þess að búa til gullfallegt listaverk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föndurlist Vaxandi er verslun sem sérhæfir sig í að bjóða upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir listafólk á öllum aldri og hæfnisstigum. Ótal margt er í boði, bæði fyrir byrjendur og lengra komna en helstu vöruflokkarnir eru myndlistarvörur, skartgripagerð, macrame, sápugerð, kertagerð, resin art, alcohol art, fluid art, abstract art, mixed media, hannyrðavörur, pappírsföndur, postulínsmálning, steinamálning, taulitun, slímgerð, krakkaföndur, andlitsmálun, skrautskrift, perluskraut, soyja vax, gyllingar og margt fleira frá mörgum viðurkenndum gæðamerkjum.

Eðlilega eru ýmis konar myndlistarvörur einna vinsælastar en svo margt spennandi fyrir listamanninn tilheyrir því sviði sem opnar inn á svo margar skemmtilegar og skapandi víddir, allt frá því einfaldasta upp í það flóknasta.

Myndlistafólk getur fundið svo til allt það helsta sem það þarf á að halda, penslar, pappír, teikniblokkir, blýantar, trélitir, tússlitir, vatnsliti, blek, olíuliti af ýmsum gerðum, vandaða striga, trönur í ýmsum stærðum og stækkunargler og fleira.

Núna er líka áhugi á sápugerð sérstaklega vaxandi. Það er hægt að búa til ótal margar tegundir
af fallegum, ilmandi sápum heima fyrir, og jafnvel stofna sína eigin sápu-framleiðslu.

Föndurlist var stofnað 2003, rekið af Brynjari Guðmundssyni og Geirþrúði Þorbjörnsdóttir, og hefur notið sívaxandi vinsælda. Verslun Föndurlistar er staðsett í Strandgötu 75, Hafnarfirði, þar sem hægt er að koma skoða allt úrvalið og fá persónulega aðstoð við vöruval og -notkun.

„Við höfum lagt mikla áherslu á mikið úrval á ódýru verði ásamt reglulegu námskeiðahaldi í ýmsum fönduraðferðum. Fólk er oft að koma til okkar og fá upplýsingar  um hvernig og hvaða aðferðir þarf að nota til að setja saman næsta listaverk. Það veit hvað það langar að gera, en ekki alveg hvaða efni þarf að nota og hvernig það er notað saman.“

Föndurlist býður einnig upp á vefverslunina á www.fondurlist.is sem hentar sérstaklega vel fyrir landsbyggðina, þar sem hægt er að skoða og finna það sem þig vantar og setja í körfuna til að ganga svo frá pöntun í gegnum netið. Ókeypis póstsending á landsbyggðina þegar pantað er fyrir meira en 10.000, en innan höfuðborgarsvæðisins er ókeypis heimsending samdægurs ef keypt er fyrir meira en 5.000 kr. Það er alltaf hægt að hringja beint í Föndurlist (á opnunartíma) í síma 553 1800 varðandi nánari upplýsingar um það sem er í boði.

Reglulega eru haldin verkleg námskeið í ýmsum aðferðum listagerðar, t.d. Resin Art, Macrame hnýtingar, Alcohol Ink Art o.fl. sem yfirleitt selst upp á vegna mikillar aðsóknar.

Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Föndurlist, hvað svo sem sköpunarkrafturinn kallar á hverju sinni. Það er svo sannarlega hægt að hafa gaman heima, bæði ein og í hóp.

Njótum þess að skapa. Hvaða listaverk býr í þér?

Nokkur af þeim verkefnum sem eru mjög heit um þessar mundir:

Sápugerðin hefur verið afar vinsæl undanfarið.

 

Resin er hægt að nota í fjölbreytt föndur, nytjahluti og listaverk.

 

Macrame hnýtingar gera mikið fyrir heimilið.

 

Alcahol blekið kemur skemmtilega út.

 

Acryl pouring tæknin hefur verið afar vinsæl undanfarið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
10.02.2021

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg
Kynning
05.02.2021

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar
Kynning
19.12.2020

Katla í takt við tímann

Katla í takt við tímann
Kynning
18.12.2020

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi
Kynning
27.11.2020

Allt að 50% afsláttur hjá Hermosa fram á mánudag

Allt að 50% afsláttur hjá Hermosa fram á mánudag
Kynning
26.11.2020

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA

Afsláttagleði alla helgina í vefverslun SANA