fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Barnaloppan: Flóarbyltingin er hafin á Íslandi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 5. janúar 2020 10:00

Guðríður og Andri í Barnaloppunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru sífellt að verða meðvitaðri um umhverfið og sýna það í verki með því að minnka matarsóun, borða meira grænmeti, flokka flöskur, plast, málm og pappa, vera með moltu og jafnvel kjúklinga í garðinum og margt fleira. Barnaloppan í Skeifunni 11d er kærkomin bylting á íslenskum endursölumarkaði en hjónin Guðríði Gunnlaugsdóttur og Andra Jónsson hafði lengi dreymt um að fara í rekstur sem hjálpaði umhverfinu. Eftir að hafa fengið hugljómun á loppumarkaði í Danmörku fluttu þau aftur til Íslands, opnuðu Barnaloppuna og gjörbyltu hugmyndum Íslendinga um flóamarkaði.

Mynd: Eyþór

Fannst vanta íslenska loppu

„Við vorum sjálf að selja fatnað og fleira af stelpunum okkar á loppumarkaði í Danmörku, stuttu áður en við fluttum aftur til Íslands. Þessi tegund markaðar er að finnskri fyrirmynd og því ekki á hverju strái á Norðurlöndunum. Fyrirkomulagið er þannig að fólk leigir bás hjá okkur, kemur með þær vörur sem það ætlar að selja, verðmerkir og hengir upp. Þar með er þeirra starfi nærri lokið og starfsmenn Barnaloppunar taka við. Þeir aðstoða þá viðskiptavini og selja vörurnar. Okkur fannst þetta ótrúlega þægilegt fyrirkomulag og algerlega vanta á Íslandi, enda vinna flestir foreldrar báðir úti og hafa takmarkaðan tíma til þess að sitja yfir sölunni heilu dagana. Í staðinn fylgist fólk með sölunni rafrænt í gegnum símann eða tölvuna. Við tökum 15% þóknun af heildarsölu og söluhagnaðurinn er greiddur út með millifærslu hvort sem það er á miðju tímabili eða í lokin. Þetta getur varla verið einfaldara!“

Mynd: Eyþór

Janúar í Barnaloppunni

„Janúar var stór mánuður í Barnaloppunni í fyrra og við búumst við svipuðu í ár. Fólk er að byrja að taka til í sínu lífi eftir jólahátíðina. Og eitt af því sem oft þarf að gera, er að losa sig við leikföng og fatnað sem börnin eru hætt að nota. Barnavörur eru margar hverjar notaðar í stuttan tíma í senn, sérstaklega fyrstu árin, því krílin stækka svo hratt. Það fer því gríðarlegt magn af barnavörum í góðu standi beint á haugana því fólk veit ekki hvernig það getur auðveldlega losað sig við þær. Það er alger synd því það fer svo ótal margt til spillis í dag og við þurfum öll að fara að hugsa betur um umhverfið. Þar kemur Barnaloppan til sögunnar.“

Eitt lítið flóarskref í einu

Í Barnaloppunni er hægt að selja og kaupa allt fyrir barnið og nýbakaða foreldra. Allt frá fatnaði og leikföngum til barnavagna og bílstóla. „Nánast allar vörur hér eru endurnýttar og er það meginhugsjónin að bjóða eingöngu upp á endurnýttar vörur. Þannig erum við sterkur liður í því að minnka sóun hér á landi og sjáum til þess að fleiri fjölskyldur geti nýtt vörurnar til fullnustu. Einnig er í boði að selja meðgöngu- og gjafafatnað hjá okkur. Það er eiginlega galið að endurnýta ekki þessar vörur þar sem notkunargildið takmarkast oftar en ekki við nokkra mánuði. Við viljum trúa því að við höfum átt þátt í að breyta kúltúr og kauphegðun Íslendinga, bæði með því að bjóða upp á auðveldari leið til að endurnýta og losa sig við varning, og kaupa „second hand“-vörur á frábæru verði.“

Börnin elska Barnaloppuna.

Svo má til gamans geta að Andri og Guðríður opnuðu einnig aðra loppu í sumar fyrir fullorðna, eða Extraloppuna í Smáralind, eftir mikla hvatningu. „Það ævintýri hefur farið fram úr öllum vonum og það er víst að Extraloppan fyllir í ákveðið gat í markaðnum. Endurnýting er enda góð fyrir budduna og enn betri fyrir umhverfið og móður jörð.

Nánari upplýsingar á www.barnaloppan.is

Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram: Barnaloppan – Barnaloppan

Barnaloppan, Skeifan 11d, 108 Reykjavík

Sími: 620-2080

Vefpóstur: info@barnaloppan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum