fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Kynning

Nýjar námsleiðir hjá MSS: „Nám er mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 20. janúar 2020 15:00

Samfélagstúlkun er glænýtt nám hjá MSS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum eða MSS, leggur metnað í að koma sérstaklega til móts við þarfir Suðurnesjabúa til endurmenntunar og hvers konar sjálfseflingar. Lögð er áhersla á sveigjanlegt nám þar sem nemendur geta nálgast námsefni á netinu, óháð tíma og rúmi. „Einnig er mikið um nemendur hjá okkur í fjarnámi sem búa annarsstaðar á landinu, og jafnvel erlendis. Við reynum að koma til móts við nemendur sem búa við mismunandi aðstæður enda er nám afar mikilvægt skref í átt að sjálfseflingu,“ segir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS.

Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Í upphafi ársins 2020 býður MSS upp á meðal annars þrjár námsleiðir þar sem fókusinn er að efla nemendur í starfi og verða eftirsóttari starfskraftar. Einnig er námið tilvalið fyrir þá sem hyggja á að skipta um starfsvettvang.

 

Endurmenntun atvinnubílstjóra

„MSS var að taka við náminu og skipuleggur nú endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra fyrir Samgöngustofu. Þá bjóðum við uppá námskeið fyrir starfandi atvinnubílstjóra og þá sem starfa á atvinnutækjum sem krefjast meiraprófs.“

MSS hefur vottun frá Samgöngustofu og eru námskeiðin hluti af endurmenntunarkerfi atvinnubílstóra til þess að viðhalda atvinnuréttindum. Námskeiðunum er ætlað að veita atvinnubílstjórum verkfæri til þess að bregðast við hinum fjölbreyttu aðstæðum og vandamálum sem geta komið upp í starfi bílstjóra. Námskeiðin setja fókus á mismunandi þætti sem snúa að mannlegum atriðum, praktískum sem og öryggisatriðum.

Endurmenntunarnámskeið atvinubílstjóra eru Vistakstur, Farþegaflutningar, Vöruflutningar, Fagmennska og mannlegi þátturinn, Lög og reglur, Umferðaröryggi og Skyndihjálp. Næstu námskeið hefjast í febrúar og standa flest námskeið yfir í um einn dag.

 

Skrifstofuskóli

Skrifstofuskóli 1 er ætlaður fólki á vinnumarkaði, 18 ára eða eldri, sem vinnur við almenn skrifstofustörf eða stefnir á að starfa á skrifstofu. Kenndur er grunnur í tölvukunnáttu, bókhaldi og almennum skrifstofustörfum.

Um er að ræða dreifinám þar sem hluti námsins fer fram á netinu. Þá eru fyrirlestrar, verkefni og efni frá kennurum aðgengilegt á kennslukerfi MSS. Kennsla fer fram tvisvar til þrisvar í viku og er mætingarskylda 80%.

Skrifstofuskóli 1 hefst þann 28. janúar og lýkur 28. maí. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af skrifstofustörfum til þess að skrá sig í námið.

 

Samfélagstúlkun

Samfélagstúlkun er glænýtt nám hjá MSS sem við bjóðum upp á í samstarfi við Mími símenntun. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á náminu enda búa hér margir sem tala litla íslensku eða tala hana alls ekki og þurfa því á hæfum túlki að halda.“

Þörfin fyrir samfélagstúlka verður sífellt meiri eftir því sem fjölmenning eykst á Íslandi. Samfélagstúlkur miðlar merkingu munnlega á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. „Það er líka gríðarlega mikilvægt að starf samfélagstúlks sé unnið rétt af hendi, af fullkomnu hlutleysi, og með skilningi fyrir þeim menningarheimum sem eiga í samskiptum.“

Skilyrði fyrir þá sem hyggjast leggja stund á nám Samfélagstúlks er góð þekking á íslensku máli, þ.e. að skilja íslenska tungu og tala. Einnig er skilyrði að búa yfir góðri þekkingu á öðru tungumáli en íslensku.

Samfélagstúlkun er bæði kennd í staðnámi og fjarnámi, og þá í samstarfi við Mími símenntun. Námið hefst þann 20. janúar og lýkur 25. mars.

Það er aldrei of seint að læra!

Skoðaðu úrval námsframboðs MSS á vefsíðunni mss.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið