Laugardagur 25.janúar 2020
Kynning

HEKLA leiðir sölu vistvænna bifreiða þriðja árið í röð!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 10. janúar 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins Noregur getur stært sig af hærra hlutfalli nýskráninga rafmagns- og tengiltvinnbíla fyrir árið 2019 en í fyrra voru 28,4% af öllum nýskráðum bílum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi annað hvort rafmagns- eða tengiltvinnbílar.

Hekla heldur efsta sætinu með 38,5% hlutdeild á vistvæna bílamarkaðnum á árinu Þá var tengiltivinnbíllinn Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi bíll ársins 2019 til bæði einstaklinga og fyrirtækja en í nýskráningum fólks- og sendibíla árið 2019 endar Hekla árið í þriðja sæti með 15,7% hlutdeild.

Þegar horft er yfir árið 2019 á íslenskum sendibílamarkaði tróna Volkswagen Atvinnubílar á toppnum með um 19% hlutdeild og ef horft er á Volkswagen merkin er Volkswagen þriðja stærsta vörumerki ársins með 7,57% hlutdeild.

Mynd 1: Nýskráningar fólksbíla til einstaklinga og fyrirtækja. Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbifreiða frá 2016.
Mynd 2: Nýskráningar bílaumboða á vistvænum ökutækjum 2019 (rafmagns-, tengiltvinn- og metanbifreiðar).

Þegar rýnt er í komandi mánuði á bílamarkaðinum verður árið 2020 afar spennandi og fjöldinn allur af áhugaverðum nýjungum frá Heklu og merkjum fyrirtækisins.

Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri hjá Heklu er spenntur fyrir auknum tækifærum á nýju ári. „Næstkomandi laugardag blásum við hjá Heklu til stórsýningar þar sem áherslan er lögð á vistvæna kosti okkar merkja. Við frumsýnum Volkswagen e-up! sem er ódýrasti rafbílinn á markaðnum með allt að 260 kílómetra drægni og Audi e-tron 50 sem er glæsilegur rafdrifinn sportjeppi með allt að 336 kílómetra drægni. Þá frumsýnum við líka nýjan Skoda Superb sem var að lenda í sýningarsal Skoda á dögunum og smábílinn sívinsæla Audi A1. Við kynnum einnig nýja línu atvinnubíla Volkswagen sem kallast T6.1 og höldum forsölu áfram á tengiltvinnbílnum Skoda Superb iV. Allir eru velkomnir að líta við og auðvitað mælum við með reynsluakstri á draumabílnum. Ísbúðin Skúbb mætir með íshjólið sitt og býður gestum og gangandi upp á ferska kúlu og Kaffitár mun ylja okkur með kaffibolla. Þá munu raforkufyrirtækin ON og Ísorka vera á staðnum hjá okkur á milli klukkan 13 og 15,“ segir Jóhann.

„Þegar horft er lengra fram á árið og það sem framundan er mun Volkswagen halda áfram kynningu og sölu á nýju ID. rafbílalínunni en við höfum greint mikinn áhuga hjá Íslendingum á þessum alrafmögnuðu fólksbílum. Skoda á von á að Superb iV komi til landsins á næstu mánuðum og á haustmánuðum kemur CITIGOe  iV sem er sérlega hagkvæmur smábíll knúinn rafmagni. Mitsubishi hefur síðustu misseri haldið gríðarsterkri markaðsstöðu með tengiltvinnbílnum Outlander PHEV en fyrir nokkrum mánuðum var kynnt ný útgáfa af honum sem vakið hefur mikla lukku. Audi e-tron sportjepparnir hafa notið mikilla vinsælla og á næstu vikum og mánuðum verður ekkert lát þar á þegar þeir fara að streyma til landsins. Þetta eru einkar spennandi tímar og ótrúlega mikil þróun sem hefur átt sér stað síðustu misseri í framboði á vistvænum ökutækjum sem við hjá Heklu fylgjumst að sjálfsögðu grannt með,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri hjá Heklu að lokum.

Nánari upplýsingar gefur Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri í síma 825 5518.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 1 viku

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans

Nokkrir gullmolar á útsölu Tölvulistans
Kynning
Fyrir 2 vikum

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie
Kynning
Fyrir 3 vikum

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Suðulist: Stál er okkar fag

Suðulist: Stál er okkar fag
Kynning
Fyrir 4 vikum

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Dýrin um áramót

Dýrin um áramót