fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Kynning

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. júní 2020 10:27

Andri Einarsson hjá Andri Iceland þekkir það á eigin skinni að vera háður sínum eigin mörkum. MYND/ANTON BRINK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Becoming Limitless á vegum Andri Iceland er sniðið fyrir þá sem vilja víkka út sín eigin mörk og vinna á skilvirkan hátt að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér.

Limitless er ekki námskeið eða einkaþjálfun í sjálfu sér, heldur meira eins og lífsstílsbreyting, þar sem unnið er með öll kerfi líkama og hugar. Við vinnum í hugarfari, andlegu hliðinni, líkamlegu hliðinni og gerum skemmtilegar og krefjandi æfingar sem koma hverjum og einum nær sínum eigin markmiðum. Að þessu leyti er þetta ekki eins og hefðbundin einkaþjálfun. Hér er um að ræða víðtæka reynslu sem kemur við mun fleiri snertifleti en einöngu hið líkamlega,“ segir Andri Einarsson, stofnandi Andri Iceland. Andri hefur boðið upp á ýmis námskeið á vegum Andri Iceland. Meðal þess má nefna „Hættu að væla komdu að kæla“ – Wim Hof Method, öndunarnámskeið, hugarfarsnámskeið og margt fleira.

Persónulega sniðið að hverjum og einum

Limitless er persónulega sniðið að hverjum og einum. „Ég get unnið með einstaklingum, pörum eða allt að fimm manna hópum ef fólk kýs að vinna saman að sameiginlegu markmiði. Í gegnum mína þrautagöngu hef ég öðlast gífurlegan fjölda alls kyns verkfæra sem hafa hjálpað mér að verða sá sem ég er í dag. Í Limitless mun ég kenna skjólstæðingum aðferðir sem gera þeim kleift að gera þær breytingar sem þeir þurfa að gera til þess að yfirstíga sín eigin mörk og víkka þau út.“

Becoming Limitless er persónulegt ferðalag til þess að læra að stíga út fyrir eigin takmarkanir.
  • Umbyltu huga þínum og líkama
  • Uppgötvaðu möguleika þína
  • Einfaldar en öflugar aðferðir
  • Lærðu að lifa í miðju stormsins
  • Taktu stjórn á eigin lífi á öllum tilverustigum
  • Skildu eftir allt það sem heldur aftur af þér, fyrir fullt og allt
Wim Hof Method dugir vel í baðferðir í ísilagt vatn.

Fórnarlambið er ótrúlega ríkt í okkur öllum og það eina sem stoppar okkur í því að gera það sem okkur langar að gera í lífinu er oft á tíðum við sjálf.

Við erum okkar eigin óvinir

„Fórnarlambið er ótrúlega ríkt í okkur öllum og það eina sem stoppar okkur í því að gera það sem okkur langar að gera í lífinu er oft á tíðum við sjálf. Eins og Henry Ford sagði eitt sinn, að ef þú heldur að þú getir ekki eitthvað, þá muntu ekki geta það. Við keyrum oftar en ekki á gömlu tölvustýrikerfi sem byggir á hefðum, trú og viðhorfum sem sköpuðust áður en við vorum nógu þroskuð til þess að vinna í þessu öllu saman. Það sem ég geri er að „debugga“ eða villuhreinsa einstaklinginn svo að hann upplifi það á eigin skinni að okkur eru engin takmörk sett. Við getum allt sem okkur dreymir um. Það er tilgangslaust að reyna að sannfæra efasemdafólk um að kuldaböð eða sjálfsvinna virki. Þú þarft að vilja gera breytingar til þess að breytingar geti átt sér stað.“

Það er vel hægt að baða sig í Dynjanda.

Vinnur í sjálfum sér í leiðinni

Andri bætir við að það sem við einbeitum okkur að, það vex og dafnar, en það sem fær engan fókus þornar upp og skrælnar. „Ég hef öðlast öflug verkfæri til þess að endurbeina fókusnum á það sem skiptir máli. Að vera limitless er ekki eitthvað sem kemur bara af sjálfu sér, því maður þarf stöðugt að vinna í sjálfum sér til þess að viðhalda æskilegu ástandi,“ segir Andri. Þess vegna einsetur hann sér að gera æfingarnar með skjólstæðingunum. „Í leiðinni er ég að vinna í sjálfum mér. Þó svo ég hafi öðlast gríðarlegan árangur og fundið jafnvægi í mínu eigin lífi, þá er ekki þar með sagt að ég svífi um á bleiku skýi og allt sé fullkomið. Það er ekki til neitt sem heitir fullkomnun. Ég verð alveg ennþá reiður eða pirraður ef einhver svínar fyrir mig í umferðinni. En ég er svo miklu fljótari að taka á ástandinu og ná jafnvægi aftur. Streituvaldandi lífsstílssjúkdómar eru mesta plága nútímans og lykillinn að því að vinna á móti þessari þróun er að finna jafnvægi í sjálfum sér.“

Vika eða mánuður

Hægt er að velja um Limitless þjálfun sem tekur eina viku eða einn mánuð, allt eftir því sem hentar hverjum og einum. „Sumir vilja drífa þetta í gang og vinna að Limitless lífsstílsbreytingunni hratt og örugglega. Öðrum hentar betur að taka sér lengri tíma. Þetta er annars sami tímafjöldi í grunninn. Hvert Limitless þjálfunarprógramm byrjar á því að ég ræði við einstaklinginn og set honum eða henni verkefni til þess að stefna að í viku, áður en fjörið byrjar. Það er gott að hugsa um hvað það er sem maður vill vinna í fyrirfram, en svo er líka mikilvægt að vera opinn og viðbúinn því að allt geti gerst. Með meðferðum og verkefnum eins og kælimeðferð, ísböðum, flæði, hreyfingu, hugarleikfimi, samtölum og ýmsu fleiru vinnum við að því saman að finna út hvar mörk hvers og eins liggja og hvernig má finna leiðir til þess að yfirstíga þau.“

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni andriiceland.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
11.06.2021
Boðhlaup BYKO
Kynning
31.05.2021

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD

Lítur á það sem réttindabaráttu að fólk eigi greiðan aðgang að CBD
Kynning
28.05.2021

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha
Kynning
21.04.2021

Meltingaróþægindi úr sögunni

Meltingaróþægindi úr sögunni
Kynning
16.04.2021

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu

ELKO greiddi viðskiptavinum 10 milljónir kr. fyrir notuð raftæki árið 2020 og gefur út sína fyrstu samfélagsskýrslu