fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Kynning

Rafstilling: Startar öllu í gang

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 29. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafstilling ehf. er gamalgróið verkstæði sem sérhæfir sig í alternatora- og startaraviðgerðum. „Við flytjum inn og seljum nýja startara og alternatora, ásamt því að gera við og skipta um þá fyrir viðskiptavini okkar. Einnig erum við með alla íhluti svo sem kapla og aðra fylgihluti með störturum. Við þjónustum alls staðar á landinu þar sem hægt er að starta einhverju í gang eða hlaða. Viðskiptavinir okkar eru hvort tveggja fyrirtæki og einstaklingar. Þá þjónustum við mest verktaka, bændur og búalið eða aðila sem tengdir eru sjávarútvegnum,“ segir Sigurjón Jónsson, eigandi fyrirtækisins.

Reynsluboltar

Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til viðgerða og ísetninga á störturum og alternatorum. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. „Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki enda er fyrirtækið búið að vera starfandi í meira en tuttugu ár. Starfsmennirnir hér eru að sama skapi flestir búnir að vera hér í um 10–15 ár og með gífurlega reynslu.“

Einnig flytur verkstæðið inn og selur sólarsellur í miklu úrvali fyrir húsbíla og hjólhýsi.

Hraði og góð þjónusta

„Við leggjum áherslu á hraða og góða þjónustu og flytjum inn ýmis vörumerki sem tengjast okkar þjónustu. Við erum bæði með vörur frá original framleiðendum og öðrum til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á fyrsta flokks þjónustu.“

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Rafstillingar, rafstilling.is

Dugguvogi 23, 104 Reykjavík

Sími: 581-4991 eða 663-4942

Netpóstur: rafstilling@rafstilling.is

Facebook: Rafstilling

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum