fbpx
Mánudagur 21.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

„PLAstið brotnar niður í náttúrunni á 30 dögum“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RMK Heildverslun er framsækið umbúðafyrirtæki sem býður upp á gott úrval af umhverfisvænum umbúðalausnum fyrir hvers konar matvælaiðnað. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegri aukningu á að fyrirtæki leggi aukna áherslu á að bjóða upp á umhverfisvænni umbúðir. Að sjálfsögðu tökum við þessari þróun fagnandi og leggjum ríka áherslu á að bjóða upp á eins umhverfisvænar umbúðir og hægt er fyrir hvern viðskiptavin.

 

Okkar helstu umhverfisvænu valkostir eru ýmiss konar umbúðir úr pappa og pappír, bambus og tréhnífapör, PLA vörur og svo vörur úr bambus/sykurreyr púlpi,“ segir Vignir Jóhannesson, framkvæmdastjóri RMK.

PLA salatskál.

PLA „plast“ sem brotnar niður á 30 dögum

En hvað er PLA? „PLA hefur oft verið nefnt „jurta plast“, en þrátt fyrir plastlíkindin er hér þó ekki um eiginlegt plast að ræða. Í stuttu máli er PLA unnið úr náttúrulegum jurtaefnum svo sem maíssterkju eða sykurreyr. Vörur úr PLA eru 100% niðurbrjótanlegar og henta í moltugerð. PLA vörur flokkast með lífrænum úrgangi eða almennu sorpi en fara ekki í plasttunnuna. Í náttúrunni brotna þær niður og jarðgerast en það er mismunandi hvað það tekur langan tíma. Við fullkomnustu aðstæður brotnar PLA niður á 30–40 dögum.

Við bjóðum uppá PLA „boozt“ glös, drykkjarmál, salatbox, rör, hnífapör og margt fleira. Það nýjasta hjá okkur eru kaffimál úr pappa sem eru með PLA-húðun innan í í stað plasthúðunar. Það er líka gaman að segja frá því að í lok október munum við eingöngu vera með PLA húðuðu kaffimálin á lager hjá okkur og að sjálfsögðu PLA lok líka.

PLA húðaður kaffibolli.

Það eru til umhverfisvænir möguleikar fyrir flestar plastvörur, en ekki allar,“ segir Vignir. Plastið getur verið gott að því leyti að það þolir hita/kulda betur og getur lengt endingartíma matar. „Það er oft talað um að það sé umhverfisvænna að pakka mat vel svo að hann endist, frekar en að hann skemmist og fari beint í ruslið. Það er alltaf eitthvað nýtt að koma á markaðinn og er ég viss um að eftir nokkur ár verði búið að leysa allt plast af hólmi.“

PLA smoothie-glös.

Nánari upplýsingar má nálgast á rmk.is

Vefpóstur: info@rmk.is

Sími: 554-2888

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Jólatónleikarnir Æskujól: Hver eru þín æskujól?

Jólatónleikarnir Æskujól: Hver eru þín æskujól?
Kynning
Fyrir 1 viku

Komdu í besta form lífs þíns með einkaþjálfarann í snjallsímanum!

Komdu í besta form lífs þíns með einkaþjálfarann í snjallsímanum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Shakespeare verður ástfanginn – frumsýnt síðasta föstudag á Stóra sviði Þjóðleikhússins 

Shakespeare verður ástfanginn – frumsýnt síðasta föstudag á Stóra sviði Þjóðleikhússins 
Kynning
Fyrir 2 vikum

Kynlífsdrottningar og ójarðneskur unaður: Og já! G-bletturinn er ekki goðsögn

Kynlífsdrottningar og ójarðneskur unaður: Og já! G-bletturinn er ekki goðsögn
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kolabrautin: Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins með gullfallegt útsýni

Kolabrautin: Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins með gullfallegt útsýni
Kynning
Fyrir 3 vikum

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni