Laugardagur 07.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Lok Morgundags

Kynning

Rafmenn: Fyrirmyndarfyrirtæki með fjölbreytt verkefni

Kynning
Harpa Rùn Kristjánsdòttir
Föstudaginn 27. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafmenn ehf. er rótgróið fyrirtæki sem hefur aðsetur á Akureyri. Eftir rúmlega 20 ár í rekstri hefur það rækilega fest sig í sessi, og telur nú um 40 starfsmenn sem sinna ýmsum störfum.

Rafmenn leggja höfuðáherslu á skjóta og góða þjónustu, heiðarleg vinnubrögð, sanngjarnt verð og snyrtimennsku.

Kirkjur, jarðgöng og allt þar á milli

Verkefni Rafmanna eru jafnt stór sem smá. Samheldinn hópur karla og kvenna vinnur glaður að hvaða verkefni sem er. Hjúkrunarheimili, íþróttamannvirki, skrifstofuhúsnæði, veitingahús, íbúðabyggingar, menningarhús, virkjanir, kirkjur, skólar og hótel eru allt verkefni sem fyrirtækið hefur unnið að og skilað vel af sér.

Þá hefur fyrirtækið komið að eða séð alfarið um raflagnir í stórum hluta jarðganga á Íslandi til þessa, en það eru Múla-, Almannaskarðs-, Héðinsfjarðar-, Norðfjarðar- og Vaðlaheiðargöng. Meðal annarra stórframkvæmda sem fyrirtækið hefur komið að eru Kárahnjúkavirkjun, Alcoa Fjarðaál, Þeistareykir, Krafla og Bakki. Þá sinnir fyrirtækið einnig öllum rafstöðvum fyrir Mílu, Neyðarlínuna, Sýn og RÚV um allt land.

 

Fyrirmyndar fyrirtæki og lof í Hofi

Árið 2012 hlutu Rafmenn viðurkenningu fyrir vinnu sína við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Starfsmönnum fyrirtækisins þykir að sögn sérlega vænt um þá viðurkenningu.

Nýverið komust Rafmenn síðan á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, sem árlega er tekinn saman af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Einungis 2,7,% fyrirtækja á Íslandi eru fyrirmyndarfyrirtæki samkvæmt skilyrðum listans.

Ekkert verkefni of stórt eða of lítið

Rafmenn taka að sér alhliða þjónustu í heimilis- og fyrirtækjalögnum, öryggis-, síma- og tölvulögnum. Einnig þjónustar fyrirtækið rafbúnað í hinum ýmsu tækjum og tólum fyrir fjöldann allan af fyrirtækjum. Hvort sem um er að ræða stór verkefni eða smá eru starfsmenn fyrirtækisins tilbúnir að finna leið til að leysa þau.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins, rafmenn.is eða í síma 460-6000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann
Kynning
Fyrir 5 dögum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum
Kynning
Fyrir 1 viku

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara
Kynning
Fyrir 1 viku

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar
Kynning
Fyrir 1 viku

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 1 viku

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!
Kynning
Fyrir 1 viku

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna
Kynning
Fyrir 1 viku

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is! 

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is!