fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Kynning

Borðið hjá Mathúsi Garðabæjar verður hlaðið girnilegum og gómsætum mat með hátíðlegu ívafi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 27. september 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mathús Garðabæjar hefur verið starfandi í þrjú farsæl ár. „Það er óhætt að segja að við eigum stóran og góðan kúnnahóp sem virðist fara stækkandi með hverju árinu sem líður. Það sem dregur gesti að er fyrirtaks þjónusta og góður matur, matreiddur úr fyrsta flokks hráefni og á sanngjörnu verði. Matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki skemmir svo fyrir gott aðgengi og frábær aðstaða fyrir börnin. Þá er staðurinn afar vel heppnaður hvað varðar hönnun og útlit,“ segir Garðar Guðbrandsson hjá Mathúsi Garðabæjar.

Hlaðborð af gómsætum réttum

Jólahlaðborðið hjá Mathúsi Garðabæjar verður með hefðbundnu sniði þar sem kaldir og heitir réttir verða í boði í hlaðborðinu, en forréttur og eftirréttur er borinn fram á diskum fyrir hvern og einn matargest. „Í boði verður hvort tveggja eitthvað sem Íslendingar tengja sterkt við jólahátíðina, og réttir sem er einfaldlega gaman að bjóða upp á, án tillits til árstíðar. Þá verða til dæmis á boðstólum soja-maríneraðar nautalundir og andasalat með asísku „tvisti“. Jólahlaðborðið stendur til boða á kvöldin og Jólabrunchinn verður í hádeginu frá kvöldinu 14. nóvember fram á Þorláksmessu.“

Mál að skrá sig

„Stemningin er svo það sem setur punktinn yfir i-ið. Í ár ætlum við að hafa nettan djass-fíling í bland við landsþekkta tónlistarmenn, sem verða kynntir síðar. Endilega fylgist vel með á Facebook-síðunni okkar: Mathús Garðabæjar til að sjá hvað verður um að vera. Það er um að gera að bóka sig sem fyrst á jólahlaðborðin hjá okkur, enda eru hópar byrjaðir að bóka sig á kvöldin og sömuleiðis eru bókanir farnar að hrannast inn í Jólabrunchinn.“

Nánari upplýsingar um Mathús Garðabæjar má nálgast á vefsíðunni mathus210.com

Instagram: Mathús210

Sími: 571-3775

Vefpóstur: mathus@mathus.is

Garðar Guðbrandsson, yfirkokkur hjá Mathúsi Garðabæjar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum