Laugardagur 07.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Minimo: Fallegar og vandaðar barnavörur

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 16:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Eyþór Árnason

Minimo er barnavöruverslun sem býður upp á vandaðar vörur, fallega hönnun og sanngjarnt verð – með það að markmiði að uppfylla kröfur nútímaforeldra. Verslunin býður upp á barnafatnað og barnavörur frá spennandi evrópskum vörumerkjum, en flest merkin koma frá Skandinavíu.

Minimo byrjaði sem netverslun í júlí árið 2015, en í júní 2018 var opnuð rúmgóð verslun í Ármúla 34.

Mynd: Eyþór Árnason

Stofnaði fyrirtæki í fæðingarorlofinu

Minimo er í eigu Hildar Birnu Birgisdóttur viðskiptafræðings, en hún stofnaði fyrirtækið árið 2015 þegar hún var nýbúin að eignast elstu dóttur sína. „Ég fann mikið af erlendum barnavörumerkjum sem mig langaði að byrja að selja á Íslandi,“ segir Hildur, en hún hefur rekið verslunina samhliða háskólanámi og barneignum, en hún og maðurinn hennar eiga þrjú börn fædd 2015, 2017 og 2018. Það er því nóg að gera á heimilinu en Hildur fær mikla hjálp frá fjölskyldunni við allt sem tengist fyrirtækinu og er þetta því sannkallað fjölskyldufyrirtæki.

 

Mynd: Eyþór Árnason

Vandaðar vörur á sanngjörnu verði

Hjá Minimo má finna mikið úrval af barnafatnaði, barnavörum og leikföngum, en þau eru með barnafatnað og fylgihluti fyrir allt frá nýfæddum börnum og upp í 8 ára aldur, eða stærðir 50–128. Einnig er gott úrval af barnavörum fyrir m.a. barnaherbergið, svefntímann og matartímann.

„Við leggjum áherslu á að bjóða vandaðar vörur fyrir börn á sanngjörnu verði,“ segir Hildur. Flest vörumerkin koma frá Skandinavíu þar sem stílhrein hönnun er einkennandi í barnavörum, og hafa Íslendingar tekið vel í þann stíl. Rík áhersla er lögð á að fatnaðurinn sé úr lífrænni bómull og að aðrar vörur eins og leikföng séu einnig úr náttúrulegum efnum og framleidd á mannúðlegan hátt. Hildur pantar sjálf inn allar vörur í verslunina og leggur sig mjög mikið fram við að velja vandaðar og fallegar vörur sem hún sjálf myndi kaupa fyrir börnin sín.

Mynd: Eyþór Árnason

Fjölbreytt úrval

Úrvalið af leikföngum er talsvert breitt og er þar mest af viðarleikföngum sem hafa verið mjög vinsæl. Gjafavaran er einnig mjög vinsæl hjá Minimo, en þar má til dæmis nefna sængurgjafir og afmælisgjafir og þess má geta að þau bjóða einnig upp á innpökkun ef óskað er eftir því.

Mynd: Eyþór Árnason

Viðskiptavinahópur Minimo er breiður og er því úrvalið eftir því. Verðandi og nýbakaðir foreldrar eru helst að kaupa vörur fyrir barnaherbergið og fyrir nýburann eins og ungbarnahreiður og skiptidýnur. Foreldrar leikskólabarna eru mest að kaupa útifatnað og þægileg leikskólaföt. „Svo fáum við einnig ömmur og afa að kaupa gjafir handa barnabörnum. Við reynum því að hafa nokkuð fjölbreytt úrval til að uppfylla þarfir allra okkar viðskiptavina.“

 

Nú í haust var vöruúrvalið aukið umtalsvert og bjóða þau nú upp á vandaðan útifatnað frá Noregi og Danmörku – úlpur, kuldagalla og hlýjar húfur. Síðan er von á pollagöllum, stígvélum og kuldaskóm. Á næstunni bætist svo við fullt af skemmtilegum leikföngum sem eru tilvalin í jólapakkana.

Verslun Minimo er í Ármúla 34, en einnig eru þau með netverslunina www.minimo.is

Mikil áhersla er lögð á að sinna netversluninni vel og vera með ítarlegar upplýsingar um vörurnar, m.a. fyrir fólk á landsbyggðinni, en þau finna fyrir að margir sem koma í verslunina eru jafnvel búnir að kynna sér vöruúrvalið í netversluninni og koma svo til að skoða vörurnar betur í eigin persónu. Í versluninni er þægilegt andrúmsloft og veitir starfsfólkið góða og persónulega þjónustu.

 

www.minimo.is

www.instagram.com/minimo.is/

www.facebook.com/minimoisland/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 5 dögum

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann

Knifemaker: Einstakir handgerðir hnífar í jólapakkann
Kynning
Fyrir 5 dögum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum

Íslenska Flatbakan: Góðar pítsur handa svöngum Íslendingum
Kynning
Fyrir 1 viku

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara

Gamlir og lúnir skór ganga aftur og verða eins og nýir hjá Þráni Skóara
Kynning
Fyrir 1 viku

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar

Hrafnagull.is: Auðvelt að finna umhverfisvæna og skaðlausa kosti fyrir börnin okkar
Kynning
Fyrir 1 viku

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 1 viku

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!

Blik Bistro: Svona ekta jólahlaðborð!
Kynning
Fyrir 1 viku

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna
Kynning
Fyrir 1 viku

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is! 

Frelsaðu myndirnar þínar á Prentagram.is!