fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Kynning

Litli íþróttaskólinn – ungbarnasund: „Þau búa að því alla ævi“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 18:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litli íþróttaskólinn er stórskemmtileg afþreying fyrir foreldra með ung börn en skólinn er starfræktur að Háaleitisbraut 13 af Mínervu Alfreðsdóttur og Ingu Láru Þórisdóttur. Þær eru menntaðir íþróttakennarar og bjóða upp á stórskemmtileg hreyfinámskeið fyrir lítil kríli. „Ásamt íþróttanámskeiðunum býð ég upp á ungbarnasundnámskeið fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til eins og hálfs árs,“ segir Mínerva.

Mynd: Eyþór Árnason

Aðsóknin jókst

Mínerva lærði ungbarnasund árið 1996 í Noregi hjá Norges Idrettsforbund og starfaði þar sem ungbarnasundkennari í tvö ár. „Haustið 1999 byrjaði ég með ungbarnasundnámskeið á Háaleitisbraut og í ár hef ég verið að kenna meira og minna í 20 ár á Íslandi auk tveggja ára í Noregi.“ Fyrst um sinn var Mínerva með fá námskeið. „Smám saman jókst aðsóknin samfara því að ungir foreldrar urðu meðvitaðri um ágæti þess að fara með ungbörn í sund og hversu góð áhrif það hefur á þroska þeirra.“

Mynd: Eyþór Árnason

„Í sundtímum tengjast foreldrar barni sínu á nýjan og sérstakan hátt. Við byrjum á því að syngja saman og förum svo í gegnum fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Foreldrarnir sjá fljótt mun á styrk og hreyfiþroska barnsins þar sem við erum sífellt að gera æfingar sem örva og auka skynjun og þroska.

Þau börn sem fara í ungbarnasund búa að því þegar þau verða eldri. Þau eru betur í stakk búin til að fara í almenningslaugar með foreldrum sínum og einnig hef ég tekið eftir því að þegar þau byrja í skólasundi í sundkennslu eiga þau oft auðveldara með að gera grunnæfingar eins og að fljóta og fara í kaf.“

Mynd: Eyþór Árnason

Helstu markmið ungbarnasundsins eru:

  • Að veita markvissa örvun og aðlögun barna á aldrinum 3 mán. – 1 og 1/2 árs í vatni.
  • Að auka sjálfstraust barns í vatni.
  • Að barnið finni fyrir öryggi og líði vel í sundi.
  • Að venja barn við vatn sem hreyfiumhverfi.
  • Að barnið fái útrás fyrir hreyfiþörf sína og örvi þar með hreyfiþroska og styrk.
  • Að venja barn við ögrandi umhverfi sem hefur örvandi áhrif á sem flest skynfæri barnsins.
  • Að skapa umhverfi þar sem foreldrar og barn geti aukið og styrkt tengslamyndun hvert við annað.
  • Að foreldrar hittist og kynnist öðrum foreldrum sem eru með ungbörn og því oft með áþekk áhugamál.
Mynd: Eyþór Árnason

Næstu námskeið í ungbarnasundi byrja mánudaginn 7. október.

Námskeiðin eru haldin að Háaleitisbraut 13, á mánudögum og miðvikudögum og standa yfir í fjórar vikur.

Byrjendanámskeið er kl. 17.00 og framhaldsnámskeið kl. 17.30.

Mynd: Eyþór Árnason

 

Litli íþróttaskólinn

Haustið 2001 byrjuðu Mínerva og Inga Lára með hreyfinámskeið fyrir lítil kríli. „Fyrst um sinn vorum við tvær með tímana á laugardögum en þegar elsta dóttir okkar fæddist, fengum við Fanneyju Rúnarsdóttur til liðs við okkur en hún er einnig íþróttakennari að mennt. Við störfum allar í grunnskólum eða framhaldsskóla og höfum áralanga reynslu af því starfi.“

Hefðbundinn rammi með mátulegum skammti af tilbreytingu

Litli íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 17 mánaða til 3 ára en börn og aðstandendur eru saman í hreyfistund á forsendum barnsins. Tímarnir eru 40 mínútna langir og yfirleitt byggðir upp á svipaðan hátt. Þeir eru tvískiptir þar sem fyrst eru gerðar æfingar og leikir með eða án áhalda. Síðan er farið í mismunandi þrautabrautir. Allir tímar byrja og enda með samverustund og söng. „Okkar reynsla er sú að börnin þrífast best innan nokkuð hefðbundinna ramma með mátulegum skammti af tilbreytingu.“

„Ómetanlega gefandi að vinna með börnum“

Foreldrarnir eru virkir með börnunum á námskeiðinu og fá þeir m.a. að upplifa börnin sín í hreyfingu innan um jafnaldra. „Þeir sem hafa komið til okkar hafa flestir komið á fleiri en eitt og tvö námskeið. Svo mæta þeir jafnvel aftur með barn númer tvö og þrjú. Að vinna með börnum og foreldrum ungra barna er ómetanlega gefandi og skemmtilegt. Ungir foreldrar eru ótrúlega duglegir og virkir með börnin sín.“

Tímarnir eru aldursskiptir og eru æfingarnar einfaldar og viðráðanlegar. „Af tíu tímum í Litla íþróttaskólanum eru svo tveir tímar haldnir í sundlauginni. Þar gerum við skemmtilegar sundæfingar sem er blandað saman við söng og vísur.“

Næsta námskeið hjá Litla íþróttaskólanum byrjar laugardaginn 21. september.

Námskeiðið er á laugardögum fyrir hádegi á Háaleitisbraut 13

Námskeiðið er 10 skipti (8 skipti hreyfing í sal og 2 sundtímar).

Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni litliithrottaskolinn.is
Sími: 699-1900 (Mínerva )eða 868-7116 (Inga Lára)

Tekið er á móti skráningum á netfanginu minerva@simnet.is.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu