fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Kynning

Barnaloppan breytir kauphegðun Íslendinga, eitt lítið flóarskref í einu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 10:30

Börnin elska Barnaloppuna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaloppan er kærkomin bylting á íslenskum markaði en hjónin Guðríði Gunnlaugsdóttur og Andra Jónsson dreymdi um að fara í rekstur sem hjálpaði umhverfinu. „Það er ótrúlegt hvað fólk hefur tekið vel á móti okkur. Að opna Barnaloppuna er örugglega ein besta og skemmtilegasta ákvörðun sem við höfum tekið,“ segir Andri.

Boltinn byrjaði að rúlla í DK

„Við bjuggum um tíma í Danmörku og nýttum okkur mjög mikið flóamarkaði þar. Við erum bæði uppalin í Skandinavíu og bjuggum á Íslandi áður en við fluttum aftur út í nám. Bæði höfðum við lengi keypt notaðar vörur á okkur sjálf og börnin okkar og þótti okkur ótrúlega skemmtilegt að rölta um endilanga Kaupmannahöfn og gera góða „díla“ á alls konar mörkuðum. Það var síðan mánuði áður en við fluttum aftur heim til Íslands að hugmyndin að Barnaloppunni kviknaði. Við prófuðum nefnilega sjálf að vera með bás á sams konar loppumarkaði í Danmörku, þar sem við seldum fatnað og fleira af stelpunum okkar. Það var reyndar alltaf planið að opna einhvers konar „second-hand“ búð,“ segir Guðríður. Mér hafði ekki dottið nákvæmlega þessi hugmynd í hug þar sem þessi tegund af markaði er að finnskri fyrirmynd og því ekki á hverju strái á Norðurlöndunum. En snilldin við Loppuna er að við sjáum alfarið um söluna og sinnum viðskiptavinum verslunarinnar eftir að leigjendur hafa sett básana sína upp. Svo er hægt að fylgjast með sölunni í rauntíma í gegnum símann eða tölvuna. Þannig er Barnaloppan frábrugðin þessum venjulegu mörkuðum sem við þekkjum þar sem fólk stendur sjálft og selur.

Guðríður Gunnlaugsdóttir.

Í rauninni fannst okkur við vera að taka smá áhættu með opnun Barnaloppunnar. Því fylgir ákveðið stress að vera fyrst á markað með ákveðið „konsept“ og vita ekki hvernig móttökur það fær. Fljótlega eftir opnun varð ljóst að það var mikil þörf á svona verslun og við erum afar þakklát fyrir frábærar móttökur. Það er líka virkilega gaman að sjá hvað Íslendingar eru orðnir meðvitaðir um umhverfisþáttinn og finnst gaman að taka þátt með því að hugsa vel um litlu „búðina sína“ hjá okkur. Við viljum líka trúa því að við séum búin að eiga smá þátt í að breyta kúltúr og kauphegðun Íslendinga, bæði með því að bjóða upp á auðveldari leið til að endurnýta og losa sig við varning, og kaupa „second hand“ vörur á frábæru verði.“

Barnavörur og meðgöngufatnaður

Í Barnaloppunni fæst allt fyrir barnið og nýbakaða foreldra. Allt frá fatnaði og leikföngum til barnavagna og bílstóla. „Svo er einnig í boði að selja meðgöngu- og gjafafatnað hjá okkur. Það er eiginlega galið að endurnýta ekki þessar vörur þar sem notkunargildið takmarkast oftar en ekki við nokkra mánuði. Við erum oft spurð upp í hvaða aldur megi selja, en við miðum við börn á aldrinum 0–16 ára og bendum fólki á Extraloppuna ef það hyggst selja fullorðinsfatnað og aðrar heimilisvörur.“

Spöruðu miklar fjárhæðir á að kaupa notað

Úrvalið í Barnaloppunni kemur fólki mikið á óvart. „Við erum með 206 bása í búðinni og hátt í 20.000 vörur, og á hverjum degi setja nýir aðilar upp bása þar sem leigutímabilin eru mislöng. Vika er þó lágmarks leigutími. Sömuleiðis eru þeir sem eru með bása sífellt að skipta út vörum og fylla á básana sína og því er á hverjum einasta degi eitthvað nýtt á boðstólum. Það er gaman að að segja frá því að það kom til okkar par fyrir stuttu sem átti von á sínu fyrsta barni. Þau höfðu útbúið langan lista af hlutum sem átti að kaupa fyrir barnið á meðan faðirinn væri erlendis. Maðurinn er flugmaður og ætlun hans var að kaupa vörurnar á listanum í Bandaríkjunum. Listinn hljóðaði upp á hátt í 200.000 krónur miðað við verðlagið úti. Þau kíktu í Barnaloppuna af rælni til að athuga hvort þau fyndu eitthvað af listanum. Eftir að hafa verið hér í tvo tíma komu þau að kassanum og sögðu okkur að þau hefðu náð að strika allt út af listanum fyrir 60.000 krónur! Þau spöruðu sér þarna 140.000 krónur, og það miðað við verðið í Bandaríkjunum. Algjörlega frábært.“

Íslendingar eru sífellt að verða meðvitaðri um umhverfið og sýna það í verki með því að flokka flöskur, plast, málm og pappa, vera með moltu og jafnvel kjúklinga í garðinum. „Við eru líka sífellt að verða betri í því að endurnýta. Desember í fyrra kom okkur til dæmis skemmtilega á óvart en þá kom fólk hingað inn í stórum stíl til að kaupa jólafatnað á börnin sín og jólagjafir handa börnunum í kringum sig. Þannig að það er klárlega að aukast að fólk gefi notaðar gjafir og ef við foreldrarnir gerum það, munu börnin okkar alast upp við að þetta sé hinn eðlilegasti hlutur og það er þróun í rétta átt. Gott fyrir budduna og enn betra fyrir umhverfið og móður jörð.“

Nánari upplýsingar á www.barnaloppan.is

Fylgstu með okkur á Facebook og Instagram: Barnaloppan – Barnaloppan

Barnaloppan, Skeifan 11d, 108 Reykjavík

Sími: 620-2080

Vefpóstur: info@barnaloppan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
04.06.2020

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma

Lærðu svo ótrúlega margt á stuttum tíma
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum