fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Kynning

Hidden People Iceland: „Ég fæ innblásturinn úr náttúrunni“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. september 2019 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

GEM, eins og hún kallar sig, flutti frá Englandi til Íslands árið 2015 og varð strax heilluð af óhefluðu landslagi, hrárri náttúru, ásamt sterkum einkennum hverrar árstíðar. Síðar það sama ár kom hún á fót gjafavöruversluninni „Hidden People Iceland“ í Kolaportinu.

Virðingarvottur við álfana og huldufólkið

Náttúran, menningin og arfleifð víkinganna sem að settust hér að var kveikjan að því að opna verslun handgerðum og einstökum vörum. „Margir hafa spurt mig af hverju ég valdi nafnið „Hidden People“ og fyrir því eru tvær ástæður. Í fyrsta lagi er það virðingarvottur við alla álfana og huldufólkið sem býr hér, en ekki síður vísar það til handverksfólksins sem að hjálpar mér við framleiðslu á vörum. Sem dæmi má nefna manninn sem að hjálpar mér við að bora og skera hraun fyrir mig. Hann er einn af huldufólkinu á bakvið tjöldin sem enginn sér en ég gæti ekki verið án.“

„Hidden People Iceland“ hefur þróast töluvert og í dag er GEM með svæði í miðju Kolaportinu þar sem hún býður upp á mikið úrval af handgerðum vörum. Þar má finna sápur, kerti, skartgripi, vörur úr hrauni, tré sem eru búin til úr víravirki og náttúrulegum steinum, steinvölur sem hún hefur grafið í ásamt sérstakri línu af reykelsum sem hún lét framleiða fyrir sig. Flestar af vörunum innihalda hluta af íslenskri náttúru eða vitna til íslenskrar menningar og sögu.

Fær innblástur úr náttúrunni

Náttúran sem GEM notar í skartgripina, t.d. mosi og blóm, koma frá svæðum þar sem verið er að byggja á, yfirleitt nálægt því svæði þar sem hún býr. „Mér er annt um náttúruvernd og það er gaman að geta varðveitt ofurlítinn hluta af því svæði sem verið er að umbreyta með því að nýta náttúruna í fallega gjafavöru. Í næsta nágrenni við heimili mitt er ég umkringd einstakri náttúrufegurð hvert sem ég lít; hafið, hraunið, grenitré, fjallasýn, kindur og hestar á beit ekki langt undan. Allt þetta gefur mér innblástur og það er ekki erfitt að fá nýjar hugmyndir. Flestar kvikna þær í göngutúr með hundunum mínum.“

„Mér finnst fátt skemmtilegra en að búa til nýjar vörur en það gefur mér einnig einstaklega mikið að reka litlu verslunina mína í Kolaportinu hverja helgi. Ég kynnist fólki frá öllum heimshornum sem er að leita að einhverju einstöku til að taka með sér heim. Heimamenn eru líka duglegir að kíkja við hjá mér í gjafaleit. Sápurnar, skartgripir sem tengjast heilunarsteinum og stjörnumerkjum ásamt víkinga stál-skartgripum er vinsælast hjá heimamönnum.“

Hver hlutur á sér sögu

„Eitt af því sem að viðskiptavinir mínir hafa verið hrifnir af, er að hver hlutur á sér litla sögu og þau fá lítið kort með vörunni þar sem þessi saga er sögð. Ég hef orðið vör við að ferðamenn virðast oftar en ekki vera að leita að einhverju einstöku og handgerðu sem að á sér sögu. Mér finnst ákaflega gaman að spjalla við viðskiptavinina og segja þeim hver hvatinn var á bakvið vöruna eða hvernig hún var búin til. Það sem drífur mig áfram er því ekki einungis sköpun og handavinna heldur einnig ánægja og gleði viðskiptavinanna. Það var því mjög ánægjulegt að sjá að litla búðin mín er í fjórða sæti hjá TripAdvisor undir flokknum „Places to Shop“.“

Ys og þys í Kolaportinu

GEM er einstaklega þakklát Kolaportinu fyrir að hafa gefið henni tækifæri til að sýna og selja vörurnar sínar. „Það er ómetanlegt fyrir einyrkja eins og mig og fleiri sem vilja koma eigin handavinnu á framfæri en hafa ekki tækifæri á að opna verslun með tilheyrandi kostnaði. Í Kolaportinu er góður andi og gott samstarf milli seljanda, sem sumir hafa verið þar til margra ára. Það er fátt skemmtilegra en ys og þys markaðarins þegar að mikið er að gera.“

Hidden People vörurnar frá GEM fást í Kolaportinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið