Þriðjudagur 21.janúar 2020
Kynning

Bílasmiðurinn: Hágæðavörur á sanngjörnu verði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. september 2019 12:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Bílasmiðurinn var stofnað árið 1980 af Leifi Þorleifssyni bifreiðasmíðameistara og verður 40 ára á næsta ári. Fyrstu árin var fyrirtækið í Lágmúla 7 en fluttist í eigið húsnæði á Bíldshöfða 16 nokkrum árum síðar þegar Ártúnshöfðinn var að byggjast upp sem nýtt iðnaðarhverfi. „Verslunarrekstur í íslensku landslagi í kringum 1980, í óðaverðbólgu og höftum, var enginn hægðarleikur og má með sanni segja að vel hafi þurft að halda utan um reksturinn á þeim tíma,“ segir Páll Þór Leifsson einn af eigendum Bílasmiðsins hf.

Mynd: Eyþór Árnason

Í dag er reksturinn í öruggum höndum barna Leifs. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er verslun og þjónusta með vörur tengdar atvinnubifreiðum og tækjum, ásamt iðnvörum fyrir alls kyns smíði til lands og sjávar. Afar fjölbreytt vöruúrval er að finna í versluninni og þar sem aðalstarfsemi þess fer fram. Fyrirtækið leggur mikinn metnað og áherslu á hágæðavöru og að veita fyrirtaks þjónustu og ráðgjöf. Eitt af meginmarkmiðum er að geta boðið vörur sem ekki fást víða annars staðar á sanngjörnu verði sem er oft lægra en á sömu eða sambærilegri vöru erlendis. Mikil áhersla er að versla við evrópsk framleiðslufyrirtæki og birgja til að tryggja góð og hagstæð kjör fyrir viðskiptavini. Þá hefur Bílasmiðurinn hf. söluumboð fyrir allmörg heimsþekkt vörumerki í greininni.

 

Engin þörf á að skafa bílrúðurnar

Fyrirtækið rekur einnig þjónustuverkstæði fyrir þýsku WEBASTO miðstöðvarnar sem eru alþekktar hér á landi fyrir áreiðanleika. Miðstöðvarnar frá WEBASTO hafa sparað bílsköfurnar og hlýjað mörgum landanum á köldum vetrarmorgnum þegar hrímið leggst á bílrúðurnar.

Mynd: Eyþór Árnason

RECARO bílstólar fyrir öryggið

Annað heimsþekkt vörumerki er RECARO sem er einn stærsti framleiðandi í heimi á stólum fyrir farartæki, allt frá keppnisstólum upp í sérútbúin sæti fyrir atvinnubílstjóra, ásamt barnabílastólum sem hafa verðir afar vinsælir og hlotið fjölda verðlauna fyrir hönnun og öryggi.

Mynd: Eyþór Árnason

Gífurlegt úrval

Bílasmiðurinn er einnig með landsins mesta úrval af ýmiss konar þéttilistum ásamt einangrunarvörum fyrir bifreiðar og báta. Einnig er úrval af bílaperum, og gaspumpum. Að auki fæst úrval varúðar- og vinnuljósa fyrir atvinnu- og vinnuvélar ásamt fylgihlutum svo og brettum fyrir kerrur og vörubíla. Ekki má gleyma úrvali af vörum fyrir  báta og húsvagna t.d. ísskápa og miðstöðvar o.s.frv.

Mynd: Eyþór Árnason

Nýtt í Bílasmiðnum

Nýjasta varan í versluninni er heimahleðslustöðvar frá WEBASTO: WEBASTO Pure. Um er að ræða glæsilega hönnun sem er framleidd í Þýskalandi samkvæmt stöðlum bílaframleiðanda. Gæða vara á góðu verði.

Mynd: Eyþór Árnason

Bílasmiðurinn hf. er staðsett að Bíldshöfða 16, Reykjavík.

Nánari upplýsingar má finna á bilasmidurinn.is

Sími: 567-2330

Vefpóstur: bilasmidurinn@bilasmidurinn.is

Fylgstu með á Facebook: Bílasmiðurinn hf. og Recaro Ísland

Twitter: Bílasmiðurinn hf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Barnaloppan: Flóarbyltingin er hafin á Íslandi

Barnaloppan: Flóarbyltingin er hafin á Íslandi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni

Tengdu þig við 100% græna orku með Bílahleðslunni
Kynning
Fyrir 2 vikum

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!

Vertu sterkari ÞÚ á nýjum áratug!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Suðulist: Stál er okkar fag

Suðulist: Stál er okkar fag
Kynning
Fyrir 3 vikum
Dýrin um áramót
Kynning
Fyrir 3 vikum

Svona lítur maturinn í framtíðareldhúsinu út!

Svona lítur maturinn í framtíðareldhúsinu út!
Kynning
21.12.2019

Laugin ehf: Sérfræðiráðgjöf og frábær þjónusta

Laugin ehf: Sérfræðiráðgjöf og frábær þjónusta
Kynning
20.12.2019

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3

Fiskeldi Austfjarða hf: Hágæða íslenskur eldislax stútfullur af Omega3
Kynning
20.12.2019

Íslenskar konur eru óhræddar við að tjá sig með nöglunum!

Íslenskar konur eru óhræddar við að tjá sig með nöglunum!