fbpx
Fimmtudagur 01.október 2020
Kynning

Yfirstígðu óttann og komdu á námskeið hjá Stílvopninu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 15. september 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stílvopnið er einnar konu fyrirtæki,“ segir Björg Árnadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Stílvopnsins, lítils fræðslufyrirtækis sem býður ritlistarnámskeið og ráðgjöf um ritun og útgáfu. Vinsælustu námskeið Stílvopnsins eru í endurminningaskrifum, greinarskrifum og skapandi skrifum en þau síðastnefndu fjalla um að skrifa skáldskap. Björg kennir sjálf öll námskeiðin og veitir ráðgjöfina. Flest námskeiðanna eru opin almenningi en Stílvopnið sérsníður líka námskeið fyrir hópa og vinnustaði.

Stílvopnið
Stílvopnið veitir skrifandi fólki einstaklingsráðgjöf.

Óttinn við auða blaðið yfirstiginn

„Ég stofnaði Stílvopnið árið 2015 til að gefa út ferðabók sem ég hafði skrifað um Mývatnssveit. Námskeiðin hafa gengið vonum framar og ég er eiginlega komin í stórútgerð enda virðist fólk þyrsta í að skrifa. Ég legg á það áherslu á öllum námskeiðum mínum að hjálpa fólki að yfirstíga þennan alþekkta ótta við að byrja að skrifa en bæti svo smám saman við æfingum sem fjalla um viðfangsefni hvers námskeiðs.“

Björg er enginn nýgræðingur í fræðslustörfum enda hefur hún kennt síðan hún útskrifaðist sem myndlistarkennari árið 1983. „Ég fór að kenna myndlist í Svíþjóð en kynntist þar fljótlega ritlistarkennslu sem höfðaði meira til mín. Ég tel þó myndlistarnámið afar góðan grunn fyrir ritlistarkennara, enda kennir myndlistin okkur að horfa og sjá, sem rithöfundar þurfa svo sannarlega að temja sér. Ég lauk námi í blaðamennsku í Svíþjóð og flutti svo heim árið 1989 og hef skrifað og kennt síðan og nú hefur mér tekist að flétta saman ævistörfin í Stílvopninu.“

Reynslan skiptir mestu máli

„Þegar þú skrifar er það reynsla þín sem skiptir mestu máli, hvort sem þú ert að rifja upp minningar, færa skoðanir þínar í orð eða nota ímyndunaraflið til að skálda nýjan veruleika. Ég hjálpa fólki að sækja efniviðinn inn á við en legg einnig afar mikla áherslu á hlutverk hópsins sem spegil fyrir skrif einstaklinganna. Galdurinn felst að mínu mati í því að fólk fær að vera það sjálft en gefst þó tækifæri til að spegla sig í öðrum.“

 

Nánari upplýsingar á stilvopnid.is og á Facebook-síðunni Stílvopnið ehf.

Þórunnartún 2, 105 Reykjavík

Sími: 899-6917

Netpóstur: bjorg@stilvopnid.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
21.08.2020

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý

Tveir rafbílar frá Brimborg í heimsmeistarakeppninni í e-rallý
Kynning
21.08.2020

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum

Metnaðarfullur dansskóli á fimm stöðum
Kynning
06.08.2020

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!

Tryggðu þér nýtt sjónvarp á frábæru tilboði!
Kynning
24.07.2020

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!

Sturlaðar nýjar Apple tölvur í Tölvulistanum!
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið