Mánudagur 24.febrúar 2020
Kynning

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttingaverkstæðið og bílamálunarþjónustan Bílalökkun Kópsson þjónustar flestöll tryggingafélög landsins með bíla sem hafa lent í tjóni eða óhöppum. „Auðvitað bjóðum við líka upp á þjónustu okkar fyrir almenna viðskiptavini og fyrirtæki. Þá bjóðum við upp á réttingar, bílamálun, rúðuskipti, rúðuviðgerðir og sérsmíði. Þar fyrir utan þjónustum við mikið til bílaleigur og bílaumboðin, þar með taldar umboðsbifreiðar Brimborgar. Einnig höfum við þjónustað TESLA bifreiðar í tjónaviðgerðum og almennum CLAIM viðgerðum með leyfi TESLA framleiðandans síðan 2013,“ segir Brynjar Smári Þorgeirsson.

Gott orðspor og afspurn

„Það hefur alltaf  verið mjög mikið að gera hjá okkur nánast frá upphafi og engin lognmolla. Fyrirtækið var stofnað í ársbyrjun 1973 og hefur ætíð verið í Kópavogi. Það segir líka sitt að fyrirtækið er enn rekið á sömu kennitölu og í upphafi. Fastakúnnahópurinn er orðinn gríðarlega stór og tryggur enda leggjum við ávallt upp með að gera viðskiptavininn ánægðan, sama hversu smátt eða stórt verkið er. Gott orðspor og afspurn er jú besta auglýsingin sem völ er á,“ segir Brynjar.

Allt sem þér gæti dottið í hug!

„Við bjóðum upp á sérsmíði eða „custom“ vinnu fyrir fólk hvað varðar breytingar á bifreiðum og tækjum. Þá bjóðum við upp á lökkun til að breyta lit, almennar breytingar á útliti bíla, erum með spoiler kit, dekk og felgur. Þá erum við með gott úrval af hvers kyns bílatengdum vörum sem og varahlutum. Allt sem þér gæti dottið í hug, það framkvæmum við!“ Bílalökkun Kópsson er með bílaleigu fyrir viðskiptavini á staðnum ef þörf er á slíku meðan á viðgerð og breytingum stendur. Einnig er fyrirtækið með frítt tjónamat fyrir viðskiptavini.

Einn nýjasti réttingarbekkur landsins

„Fyrir réttingar þá höfum við yfir að búa einum nýjasta tölvustýrða Car-O-Liner réttingarbekk landsins, sem gerir alla vinnu öruggari og þægilegri. Þá leggjum við mikla áherslu á gæði varahluta sem eru nánast undantekningarlaust keyptir upprunalegir frá framleiðanda hverrar bifreiðar fyrir sig. Við vinnum þá eftir skilvirku gæðakerfi og fyrirmælum framleiðanda hverju sinni.“

„Við bjóðum upp á mössun og lakkhreinsun bifreiða, ásamt hinum ýmsu lakkvörnum og höfum gert slíkt í áratugi. Gott almennt viðhald er auðvitað besta verðmætavarslan fyrir fólk sem annt er um bifreið sína. En stundum þarf bíllinn smá aukaást og þá er tilvalið að koma t.d. með hann í mössun til okkar. Það skerpir á litnum og gefur flottan glans. Einnig bjóðum við upp á mótorþvott og erum við sérstaklega útbúnir til slíks gufuþvotts,“ segir Brynjar.

Bílalökkun Kópsson er staðsett að Smiðjuvegi 68, Gul gata, 200 Kópavogi.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook: Bílalökkun Kópsson ehf

Sími: 586-8484

Netpóstur: bilalokkun@bilalokkun.is

Instagram: Kópsson

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 6 dögum

Uppistandshópurinn Bara góðar í þjóðleikhúskjallaranum: Ólíkar en allar sjúklega fyndnar!

Uppistandshópurinn Bara góðar í þjóðleikhúskjallaranum: Ólíkar en allar sjúklega fyndnar!
Kynning
Fyrir 1 viku

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt

Eitthvað fyrir alla í Pole Sport Heilsurækt
Kynning
Fyrir 2 vikum

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna

Lagnir og lóðir ehf: Jarð-, lagna- og lóðavinna
Kynning
Fyrir 2 vikum

MAZDA FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI MEÐ STÓRSÝNINGU OG VEGLEGUM AFMÆLISTILBOÐUM Á LAUGARDAGINN

MAZDA FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI MEÐ STÓRSÝNINGU OG VEGLEGUM AFMÆLISTILBOÐUM Á LAUGARDAGINN