fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Kynning

Bílaleiga með jákvæðasta orðsporið auglýsir eftir arftaka

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 16:00

Sigrún E. Unnsteinsdóttir. Mynd: Eyþór Árnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snail.is bílaleiga er fyrsta bílaleigan á Íslandi sem bauð upp á breytta bíla til ferðalaga með svefnplássi. „Við hjónin byrjuðum með tvo bíla fyrir tíu árum og eftir það byrjuðu hjólin að snúast hratt. Áður einskorðuðust valkostir ferðamanna við dýra húsbíla eða bíl með tjaldi og voru ferðamennirnir snöggir að koma auga á þennan hagkvæma og þægilega ferðakost sen Snail býður upp á. Á síðustu tíu árum hefur markaðurinn breyst töluvert hér á landi og upp hafa sprottið tugir bílaleiga sem bjóða upp á svipaða bíla og við. Nú er komið að því að við Árni erum að fara á eftirlaun. Okkur langar til þess að fyrirtækið hljóti framhaldslíf og leitum því að góðum eftirmanni eða konu til að taka við rekstrinum,“ segir Sigrún E. Unnsteinsdóttir.

Ljósmynd: DV/Hanna

Sniglast um landið

„Nafnið Snail er hugarfóstur húsbóndans og kemur til af því að við erum að bjóða upp á breytta bíla sem eru ekki endilega þeir allra nýjustu, en þó vel útbúnir og hentugir til ferðalaga. Að auki fara sniglar ferða sinna með heimilið á bakinu, líkt og þeir sem keyra Snail-bílana. Þeir sniglast áfram um fjöll og firnindi.“

 

Góður og heimilislegur andi

Það er ótrúlega þægilegur andi yfir Snail-fyrirtækinu enda reyna hjónin að hafa allt eins persónulegt og heimilislegt og hægt er. „Allir bílarnir okkar er fullbúnir og þeim fylgir allt til ferðalagsins. Svefnpokar, sængur, koddar, gaseldavélar, eldhúsgræjur. Við höfum alltaf stefnt að því að útbúa bílana eins og við værum sjálf að fara í ferðalag. Einnig tökum við á móti öllum viðskiptavinum okkar eins og um gesti væri að ræða. Fólk hefur verið svo yfirmáta ánægt með þjónustu okkar að það kemur aftur og aftur. Það var til dæmis einn viðskiptavinur, læknir frá Brehmen, sem leigði hjá okkur bíl fyrsta árið sem Snail starfaði. Síðan þá hefur hann komið fimm sinnum í viðbót og alltaf fengið að leigja sama bílinn. Þegar hann frétti að við værum að hætta að vinna þá keypti hann sér sams konar bíl, kom hingað með Norrænu og heimsótti okkur í sumar. Við fórum út að borða saman og á tónleika. Annar viðskiptavinur, þýskur dýralæknir, hefur komið til okkar þrisvar. Við hjálpuðum henni að kaupa sér sumarhús í Stykkishólmi. Við fáum ótal póstkort frá viðskiptavinum okkar úti í heimi og eigum heimboð til langflestra. Nú er tíminn til að nýta sér það. Ætli við eigum ekki eftir að ferðast á milli landa með fría gistingu í fimm ár?“ segir Sigrún og hlær.

Mynd: Eyþór Árnason

Reka menn ekki út í gaddinn

Snail.is starfar sex mánuði á ári, frá maí til október. „Við höfum valið það að bjóða ekki upp á Snail-bílana yfir vetrarmánuðina enda búum við á Íslandi og við vitum öll hvernig það er á veturna. Það er illfært fyrir þessa bíla og svo er eiginlega ekki mönnum bjóðandi að sofa úti í bíl í snjó og gaddi. Starfsfólk okkar kemur víða að úr heiminum til þess að vinna með okkur yfir sumarmánuðina.

Við höfum haft fólk frá Tékklandi, Þýskalandi , Finnlandi og Póllandi sem við höfum bundist vinaböndum. Við vorum boðin í brúðkaup í Tékklandi fyrir tveimur árum og auðvitað skelltum við okkur. Sú sem var að gifta sig hafði unnið hjá okkur þrjú sumur í röð. Við höfum líka haft pólskan bifvélavirkja síðustu þrjú sumur sem er virkilega klár og heldur bílunum okkar í toppformi. Það er virkilega gaman að starfa á vinnustað þar sem allt er á persónulegu nótunum og kúnnarnir finna það þegar þeir koma til okkar.“

Mynd: Eyþór Árnason

Núll neikvæðar umsagnir á TripAdvisor

Snail.is er eina bílaleigan á landinu sem er ekki með eina einustu neikvæða umfjöllun á TripAdvisor. „Við höfum aldrei þurft að auglýsa okkur enda sér fólk á ummælunum hvers konar rekstur þetta er. Við höfum auðvitað verið heppin með viðskiptavini, en ég held að viðhorf okkar til rekstrarins hafi ennþá meira að segja þegar kemur að ánægðum viðskiptavinum. Ef það kemur eitthvað upp á og viðskiptavinur þarf hjálp, þá brunum við af stað, hvar sem hann er staddur á landinu. Ef það er ekki hægt að komast á staðinn tímanlega þá björgum við flutningi á næsta hótel og borgum nóttina undir ferðalanginn/-langana. Einnig höfum við fengið gott klapp á bakið frá Sjóvá. Þegar við vorum að byrja voru tryggingafélögin treg að veita okkur tryggingu. En eftir tíu ár í þessum bransa höfum við bara misst einn bíl og erum við og Sjóvá afar ánægð með þann árangur. Auk þess erum við mjög dugleg í forvarnardeildinni. Við höldum ítarlegan fyrirlestur fyrir alla okkar viðskiptavini um það að ferðast um Ísland á mismunandi árstíma. Fólk er því vel undirbúið þegar það fer af stað í ferðalagið.“

 

Leita að arftaka

Eftir að Sigrún og Árni byrjuðu fyrst að leigja út bílana fjölgaði hratt í kúnnahópnum. „Þetta byrjaði á tveimur bílum og fyrir tveimur árum vorum við komin með 60 bíla. Í dag höfum við dregið þetta aðeins saman enda erum við bæði komin á aldur og orðin þreytt. Í dag erum við með 35 bíla. Karlinn er kominn á eftirlaun og ég á ekki langt í þau. Því erum við í raun að auglýsa eftir arftaka að fyrirtækinu. Þetta hefur verið góður og heiðarlegur rekstur í tíu ár og okkur langar til þess að fyrirtækið fái framhaldslíf. Það er margt hægt að gera með fyrirtæki sem hefur jafn gott orðspor og Snail,“ segir Sigrún.

Ljósmynd: DV/Hanna

Nánari upplýsingar má nálgast á snail.is

Tangarhöfða 2, 110 Reykjavík

Sími: 533-1919

Vefpóstur: snail@snail.is

Fylgstu með á Facebook: Snail.is – Motorhome Rental

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
09.04.2020

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust

Ný alþjóðleg deild Kvikmyndaskóla Íslands í haust
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
16.03.2020

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna

KITCHENAID KYNNIR KYOTO GLOW LIT ÁRSINS 2020: Litur sem blæs smá vori í tilveruna
Kynning
15.03.2020

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum

Garðaþjónusta Íslands: Rótgróið garðaþjónustufyrirtæki í Garðabænum
Kynning
14.03.2020

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð

Baldur Halldórsson: Úr bátasmíði í margháttaða þjónustu við smábátaútgerð
Kynning
14.03.2020

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun

Tunglskin.is er með hágæða raftæki á frábæru verði: Öflugasti sími í heimi væntanlegur í vefverslun