Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Kynning

Ennþá hægt að komast að í starfstengt ferðamálanám hjá Ferðamálaskólanum í Kópavogi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 10:40

Nemendur Ferðamálaskólans í vorferð um Suðurland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamálaskólinn í Kópavogi býður upp á stórskemmtilegt nám sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir ýmiskonar störf innan ferðamálageirans. Skólinn hefur verið starfræktur í yfir 30 ár við Menntaskólann í Kópavogi og hefur útskrifað fjöldann allan af ferðaráðgjöfum gegnum árin.

„Ferðaþjónustan er sérlega fjölbreyttur starfsvettvagur hér á Íslandi og telur meðal annars störf á ferðaskrifstofum, upplýsingamiðstöðvum og hjá flugfélögum; hótelstörf, gestamóttökustörf og margt fleira. Þeir sem sækja í námið eru helst þeir sem eru eða vilja starfa við þennan sívaxandi iðnað hér á landi, eða erlendis,“ segir Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal, fagstjóri Ferðamálaskólans í Kópavogi.

Ásdís Óskarsdóttir Vatnsdal, fagstjóri Ferðamálaskólans.

Tenging við atvinnulífið

Ferðamálaskólinn í Kópavogi er frábær tenging við atvinnulífið. „Ferðaþjónustufyrirtækin hafa verið hæstánægð með þá nemendur sem við útskrifum enda eru þeir vel undirbúnir fyrir atvinnulífið að námi loknu. Það er ákveðinn gæðastimpill fyrir nemendur okkar að hafa farið í gegnum þetta nám. Það hefur líka sýnt sig að nemendur okkar eru eftirsóttir hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum, enda þarf greinin sífellt meira á menntuðu fólki að halda. Að sama skapi eru kennararnir allir miklir reynsluboltar. Þeir eru bæði með kennsluréttindi og umtalsverða starfsreynslu innan ferðamálageirans. Því búa þeir að gífurlegri reynslu í faginu og eru duglegir að ausa úr viskubrunnum sínum yfir nemendur okkar.“

Hjá Jólasveininum í Rovaniemi. En eins og margir vita, þá kemur Jólasveinninn frá Lapplandi.

Hagnýtt nám

Í náminu er lögð áhersla á hagnýtt gildi allra námsgreinanna. Meðal annars er kennd hagnýt ferðaenska,  ferðalandafræði Íslands og útlanda, viðburðastjórnun, markaðsfræði ferðaþjónustu, upplýsingatækni, þjónustusamskipti, stjórnun og margt fleira. „Í raun mætti segja að nám í ferðamálafræði sé góður undirbúningur fyrir hvers kyns störf, hvort sem þau eru innan ferðaþjónustunnar eða utan.“

Öðlast starfsreynslu í ævintýraveröld

„Við bjóðum einnig uppá spennandi valkost fyrir ævintýraþyrsta nemendur þar sem hægt er að taka hluta af  tólf vikna starfsnámi skólans erlendis. Við höfum verið í samstarfi við Erasmus+ í nokkur ár og  fengið styrki til þess að geta boðið nemendum okkar upp á að næla sér í starfsreynslu í ferðaþjónustu – annars vegar í Rovaniemi í Lapplandi og hins vegar í Bled í Slóveníu, sem er alger ævintýraveröld. Það er auðvitað takmarkað hversu margir geta teið þátt í þessu verkefni hjá okkur en af þeim nemendum sem eru við skólann ár hvert höfum við langoftast getað uppfyllt óskir þeirra sem vilja taka þátt.“

Ásdís og Jóli.

Ennþá laus pláss

 „Við erum enn að taka á móti umsóknum og bjóðum nýja nemendur velkomna í Ferðamálaskólann í Kópavogi. Kennsla hefst 26. ágúst,“ segir Ásdís. Umsækjendur í Ferðamálaskólann þurfa að vera amk 20 ára og hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. „Einnig tökum við mið af starfsreynslu og metum hana til dæmis hjá nemendum sem hafa starfað lengi við ferðaþjónustu en eru ekki með stúdentspróf. Námið hefur alltaf verið kvöldskóli enda er það hannað til þess að nemendur geti tekið það með fullri vinnu á einu til tveimur árum. Einnig er námið starfstengt og geta nemendur sem starfa nú þegar innan  ferðamálaþjónustunnar fengið störf sín metin til eininga,“ segir Ásdís.

Margir kjósa svo að halda í frekara nám eftir Ferðamálaskóla MK og býðst þá meðal annars háskólanám í ferðamálafræði í Háskóla Íslands og í Háskólanum á Hólum. Námið er einnig metið til styttingar náms í Háskólanum í Bournemouth í Englandi.

Ferðamálaskólinn í Kópavogi: Digranesvegi 51, 200 Kópavogur.

Nánari upplýsingar má nálgast á mk.is

Sími:  564 4020

Tölvupóstur: ferdamalaskolinn@mk.is

Fylgstu með á Facebook: Ferðamálaskólinn í Kópavogi

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eftirför í miðborginni
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus

Hönnun og eftirlit: Ný eign er ekki sjálfkrafa gallalaus
Kynning
Fyrir 2 vikum

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS

Spennandi leiðir til þess að efla sig og styrkja hjá MSS
Kynning
Fyrir 3 vikum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum

Hegas: Nýr sýningarsalur efst á Smiðjuveginum
Kynning
Fyrir 3 vikum

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun

Key of Marketing: Markaðssetning á netinu og grafísk hönnun