fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Kynning

Madenta: Tannheilsuferðir sem fá þig til þess að brosa allan hringinn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau Rósa Kristín Benediktsdóttir og Gunnar Jónatansson hófu samstarf við Madenta í Búdapest fyrir rúmi ári og hafa yfir tvö hundruð Íslendingar farið á þeirra vegum til Ungverjalands í þeim tilgangi að þiggja fyrsta flokks tannlæknaþjónustu á frábæru verði. Madenta var stofnuð árið 2000 og hefur verið í fremstu röð tannlæknastofa í Ungverjalandi undanfarin 19 ár. Tannlæknar Madenta eru sérhæfðir á öllum sviðum tannlækninga, m.a. almennum tannlækningum, tannfegrunaraðgerðum, gerð tannplanta, skurðaðgerðum, tannsmíði og barnatannlækningum. Hjá Madenta vinna tannlæknar með allra nýjustu tækni og vörumerki eins og KAVO lækningatæki, CB-CT sneiðmyndatæki, almennar svæfingar, Arcus Digma tann/kjálkaréttinga búnað, 3D prentuð stoðtæki, Nobel Biocare og Alpha Bio tannplantakerfi o.s.frv. Fram til þessa hafa yfir 75.000 viðskiptavinir leitað til stofunnar og fjölgar ánægðum viðskiptavinum á ári hverju.

Gunnar Jónatansson.

Fyrsta skrefið er tekið á Íslandi!

„Við ráðleggjum öllum þeim sem hafa áhuga á tannheilsuferðum til Búdapest að byrja ferlið hér heima. Fyrsta skrefið er að útvega OPG röntgenmynd hjá einum af þeim tannréttingasérfræðingum sem bjóða upp á þær og við getum vísað á. Slík myndataka kostar oftast rétt um 6.000 kr. og þegar henni er lokið fáum við myndina senda og komum henni til tannlæknanna hjá Madenta. Þeir skoða myndina og út frá henni geta þeir gefið 90–95% nákvæma meðferðar- og kostnaðaráætlun án allra skuldbindinga. Einnig liggur fyrir allur sá tími sem meðferðin mun taka og fjöldi ferða,“ segir Gunnar. Stundum eru gefnir upp tveir eða fleiri kostir á meðferð sem fólk velur á milli. Á þessu stigi getur fólk annaðhvort valið að hætta alfarið við eða halda áfram. „Þetta fyrsta skref, sem er tekið hér heima, er gríðarlega mikilvægur hluti af þjónustunni sem við bjóðum upp á. Við viljum að fólk viti að hverju það gengur áður en það fjárfestir í flugmiða, gististað og fleira.“

Ef fólk ákveður að skella sér á meðferð þá nefnir það tímasetningu sem hentar því og Gunnar eða Rósa hafa samband við Madenta til að panta tíma. Fjöldi ferða fer eftir umfangi meðferðarinnar. „Í mörgum tilfellum er nóg að fara eina ferð út, en sumar meðferðir krefjast þess að viðskiptavinur fari út oftar. Það á þá frekar um skurðaðgerðir eins og tannplanta og þess háttar.“

Hópferð í tannlækningar

Þau Gunnar og Rósa hjá Madenta bjóða líka upp á hópferðir í tannlækningar til Búdapest. „Núna 12.–19. október munum við fara út með annan hópinn okkar. Þá bjóðum við upp á túlkaþjónustu auk þess verður íslenskur leiðsögumaður með í för sem fer með hópinn í skoðunarferð um borgina. Ferðin er ein vika og farið er út á laugardegi. Meðferðardagarnir eru mánudagur til föstudags. Stofan tekur ekki við öðrum viðskiptavinum þessa viku og verður því undirlögð af Íslendingum. Kosturinn við svona hópferðir er sá að þá kynnist fólk, sem hefur ekki komið áður til Búdapest, staðarháttum, og ef það þarf að fara fleiri ferðir til þess að klára meðferð hjá Madenta, er mun auðveldara að fara aftur á eigin vegum. Við búumst við að það seljist von bráðar upp í þessa aðra ferð okkar, enda komast ekki nema tuttugu manns með. Það er því um að gera að skrá sig sem fyrst ef fólk hefur hug á að koma með.“

Það þarf allt að vera 100%

Túristatannlækningar eru nokkuð frábrugðnar því sem við eigum að venjast hjá tannlæknunum hér heima. Þegar um er að ræða viðskiptavini sem búa í öðru landi verður enn mikilvægara að fá nákvæma áætlun fyrir meðferð, kostnað og tíma. Einnig verður enn mikilvægara að allt sé gert eins vel og hægt er, því sjúklingur getur ekki einfaldlega skotist aftur í skoðun eða smávægilegar lagfæringar. „Í Ungverjalandi og sérstaklega í Búdapest hefur myndast gríðarleg reynsla í heilsutengdri ferðaþjónustu og má segja að þeir séu algerir frumkvöðlar á þessu sviði túrisma. Ástæðan er óneitanlega verðlagið sem og gæðin á þjónustunni sem veitt er.“

Madenta í hjarta Búdapest

Búdapest er ein af fegurstu borgum Evrópu og á sér magnaða sögu sem er sérlega gaman að kynna sér. Einnig er verðlagið í borginni afar hagstætt, í mat, drykk, gistingu og öðru uppihaldi. Auk þess er stóran hluta ársins hægt ferðast til Búdapest með beinu flugi allt að þrisvar í viku og flugið er í ódýrari kantinum. „Það er ódýrara að fljúga til Búdapest en að taka flugið til Akureyrar.“ Madenta tannlæknastofan er svo staðsett í hjarta miðborgarinnar. „Okkar samstarfsaðilar bjóða upp á flotta gististaði hvort sem um er að ræða hótel eða íbúðir sem eru staðsettar í um 200–300 metra fjarlægð frá Madenta. Það er því allt í göngufjarlægð, Madenta, gistiaðstaða og miðbærinn, og engin þörf á að nota almenningssamgöngur eða leigubíla til þess að komast á milli.“

 

Svo miklu meira en bara tannlækningarferðir

Ungverjar eru að sama skapi þekktir fyrir aðra heilsutengda ferðaþjónustu og er þar í boði gífurlegt úrval af fyrsta flokks spa-meðferðarstofum þar sem boðið er upp á andlitsmeðferðir, hvers kyns nudd- og snyrtimeðferðir, heit náttúruböð, leirböð og fleira. Einnig er vinsælt að kaupa sér gleraugu í leiðinni en verðlagið í Búdapest á umgjörðum og glerjum er sérlega hagstætt.

 

3–5 ára ábyrgð á krónum og brúm og eilífðarábyrgð á tannplöntum

„Við Íslendingar höfum ekki vanist því að ábyrgð fylgi þeim tannmeðferðum sem við göngumst undir, en hjá Madenta ábyrgjast tannlæknarnir árangur á öllum þeim meðferðum sem viðskiptavinur gengst undir. Ef svo ólíklega vill til að viðskiptavinur upplifi að meðferð hafi ekki tekist sem skyldi, þá getur hann fengið alla eftirmeðferð og vinnu sér að kostnaðarlausu hjá Madenta, innan þess tíma sem ábyrgðin gildir. En langflest slík tilfelli koma upp á fyrstu vikum og mánuðum eftir meðferð.“

Nánari upplýsingar um Madenta og tannheilsuferðir má finna á heimasíðunni madenta.is

Madenta er einnig á Facebook: Madenta Dental Clinic

Frekari upplýsingar eru veittar í vefpósti: island@madenta.eu

Eða í síma: 664-6550 eða 664-6555.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum